Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 16

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 16
ÁGRIP VEGGSPJALDA / VÍSINDI Á VORDÖGUM Helstu niðurstöður: Efni heimildanna skiptist í fjóra flokka; eðli matarvenja skólabarna (50%) og þættir sem tengjast matarvenjum barnanna; einstaklingsbundnir þættir (72%), félagslegt umhverfi (62%) og skólatengdir þættir (56%). Samtöl við skólastarfsmenn og efnisþættir í rýnihópum nemenda staðfestu þá efnisflokka sem heimildir fjalla um. Skynjun og upplifun á aðstæðum við skólamáltíðir, gildi umhverfis, aðgengi, sjálfstæðis og sjálfsmyndar var áréttað með samtölum nemenda í rýnihópum en minna var gert úr gildi foreldra og fjölskyldu fyrir mataræði þeirra en heimildir gáfu til kynna. Fræðsla um mataræði er ekki fyrirferðamikið í samtölum við nemendur né starfsfólks en ljóst að þessir aðilar hafa ólíka sýn á matarvenjum skólabarna. Alyktanir: Rannsóknir benda til að matarvenjur raskist verulega á unglingsárum. Matarvenjur ráðast af einstaklingsbundum þáttum jafnt sem félagslegu og samfélagslegu umhverfi þeirra þar sem fjölskylda og skóli gegna veigamiklu hlutverki þó svo að börnin sjálf séu ekki meðvituð um það. Niðurstöður benda einnig til að skólinn geti haft áhrif á matarvenjur unglinga með því aðgengi sem hann veitir að mat og því umhverfi og leiðsögn sem hann býður nemendum sínum í tengslum við máltíðir og matartíma. Þar skipa skólahjúkrunarfræðingar lykilhlutverki í samhæfingu og ráðgjöf. V 15 Fæðingarmáti kvenna sem eignast barn eftir fyrri fæðingu með keisaraskurði Brynhildur Tmna Birgisdóttir, Hildur Harðardóttir, Ragnheiður I. Bjarnadóttir Kvennasviði Landspítala hhard@landspitali. is Inngangur: Álitamál er hver sé besti fæðingarmáti kvenna með einn keisaraskurði að baki. Markmið: Að kanna fæðingarmáta kvenna sem áður hafa fætt einu sinni með keisarskurði, afdrif þeirra og barna þeirra.. Efniviður og aðferðir: í Fæðingarskrá var leitað að konum sem fæddu einbura á tímabilinu 2001-2005 og áttu að baki eina fyrri fæðingu einbura með keisaraskurði (n=925). Ábending aðgerðar var skráð, upphaf fæðingar (sjálfkrafa eða framkölluð), hvort beita þurfti áhöldum við fæðingu um leggöng og afdrif barns. Niðurstöður: 346/925 (37,4%) fæddu um leggöng, 341/925 (36,9%) með fyrirfram ákveðinni keisaraskurðaðgerð (valaðgerð) og 238/925 (25,7%) með bráðakeisaraskurðaðgerð. 61,0% reyndu fæðingu um leggöng og tókst hjá 61,3% en 38,7% fæddu með bráðakeisaraskurðaðgerð. Af þeim konum sem fóru í valaðgerð í fyrri fæðingu reyndu 57,7% fæðingu um leggöng í næstu fæðingu og tókst það hjá 68,1% þeirra. Af konum sem fóru í bráðaaðgerð í fyrri fæðingu reyndu 61,8% fæðingu um leggöng í næstu fæðingu og meðal þeirra fæddu 59,7% um leggöng. Munurinn á hlutfalli kvenna sem reyndu fæðingu, eftir því hver bráðleiki keisaraskurðar var í fyrri fæðingu, er ekki marktækur (p=0,28) Meðal kvenna sem fæddu um leggöng var áhöldum beitt við fæðingu hjá 87/346 (25,1%). Sex konur sem reyndu fæðingu um leggöng, fengu legbrest (6/584, 1,1%). Hjá fimm hófst sótt sjálfkrafa og hjá einni var fæðing framkölluð með prostaglandíni, belgjarofi og oxýtósíni. Fimm barnanna var bjargað með bráðakeisaraskurði en eitt barn dó í fæðingu. Burðarmálsdauði í rannsóknarþýðinu var 5,4/1000 fæðingar. Fimm börn létust; meðfæddur galli (2), örburi 425g (1), legbrestur (1) og andlát fyrir fæðingu, óútskýrt (1). Tvö þeirra fæddust um leggöng, eitt eftir valaðgerð og tvö eftir bráðaaðgerð. í rannsóknarþýðinu lést engin kona og aldrei var gert legnám. Ályktanir: 37,4% kvenna, sem fæða sitt fyrsta barn með keisaraskurðaðgerð, fæða sitt annað barn um leggöng. Burðarmálsdauði er sá sami, óháð fæðingarmáta, meðal barna sem fæðast eftir fyrri fæðingu móður með keisaraskurði og í almennu þýði. Fæðing um leggöng eftir fyrri fæðingu með keisaraskurði er raunhæfur kostur fyrir þær mæður sem þess óska. V 16 Inngróin fylgja hjá 17 ára frumbyrju Hildur Harðardóttir' Berglind Þóra Árnadóttir,1 Sigrún Arnardóttir,' Anna Þórhildur Salvarsdóttir,1 Bergný Marvinsdóttir 'Kvennasviði, 2myndgreiningarsviði Landspítala hhard@landspitali.is Inngangur: Viðgróin fylgja, placenta accreta, kallast það þegar fylgjufesting er óeðlileg og decidual skil milli fylgju og legvöðva vantar. Þegar fylgjan vex inn í legvöðvann kallast það placenta increta eða inngróin fylgja og ef vöxtur er í gegnum legvöðvann kallast það placenta percreta eða gegnumgróin fylgja. Óeðlileg fylgjufesting veldur því að fylgjan losnar ekki, blæðing verður óhófleg og er þetta ein helsta ástæða legnáms í kjölfar fæðingar. Tíðni óeðlilegrar fylgjufestingar er sjaldgæf eða um 1:2500 fæðingar. Þar af er viðgróin fylgja algengust, 79%, inngróin fylgja 14% og gegnumgróin fylgja 7%. Helsti áhættuþáttur er fyrri aðgerðir á legi, einkum keisaraskurður. Aðrir áhættuþættir eru hækkandi aldur móður, margar fyrri fæðingar og vöðvahnútar í legi. Næmi og sértæki ómunar og/eða segulómunar til sjúkdómsgreiningar á meðgöngu er um 85%. Sjúkdómsgreining er þó oftar en ekki gerð eftir fæðingu þegar fylgjan situr föst. Kjörmeðferð er legnám strax eftir fæðingu til að forða móður frá lífshættulegri blæðingu. Nokkrum tilfellum hefur verið lýst þar sem íhaldssamri meðferð er beitt til að forða legnámi. Einn þeirra er metótrexat (MTX) meðferð. Sjúkratilfelli: Um er að ræða 17 ára stúlku, þunguð í fyrsta sinn og fæddi eðlilega eftir fulla meðgöngu. Engin saga um fyrri aðgerðir á legi. Eftir fæðingu barnsins sat fylgjan föst. Reynt var að skræla fylgjuna frá legveggnum í svæfingu, án árangurs og ályktað að fylgjan væri inngróin. Þar sem blæðing hafði stöðvast var ákveðið að bíða átekta, gefin sýklalyf í æð og tvær einingar af rauðkornaþykkni. Ómun af legi og síðar segulómskoðun sýndi fylgjuvöxt nánast í gegnum alla þykkt legvöðvans efst í leghorni hægra megin. Vegna ungs aldurs, stöðugs ástands og óska stúlkunnar um áframhaldandi frjósemi var leitað leiða til að forða legnámi. Gefið var metótrexat og fylgt eftir p-hCG magni í sermi sem hvarf á sjö vikum. Fylgjan gekk niður í áföngum sjö til níu vikum eftir fæðingu, án vandkvæða. Ómun og segulómun af legi 12 vikurn eftir fæðingu staðfesti að fylgjuvefur var horfinn úr legi. Umræða: Inngróin fylgja getur valdið lífshættulegri blæðingu 16 Læknablaðið/fylgirit 54 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.