Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 45

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 45
ÁGRIP VEGGSPJ ALDA / VÍSINDI Á VORDÖGUM ECMO-meðferðina. Annar sjúklingur (nr. 6) lést vegna mikillar brjóstholsblæðingar eftir bílslys og sá þriðji (nr. 7) lést af völdum hjartabilunar og sýklasóttarlosts. Ályktun: Tveir þriðju sjúklinganna (63%) lifðu sem er betri árangur en víðast erlendis þar sem hlutfallið er oftast á bilinu 15-54%. Hafa ber þó í huga að tilfelli í þessari rannsókn eru fá. Engu að síður styðja niðurstöður þessarar rannsóknir til þess að ECMO-dæla geti nýst í alvarlegri öndunarbilun hjá fullorðnum. Hjá þessum sjúklingum var ekki um önnur meðferðarúrræði að ræða og telja meðferðaraðilar að án ECMO-meðferðarinnar hefðu þeir allir látist. Sjúkl- ingur/ár Orsök öndunarbilunar Tegund ECMO Aldur (ár) Tími á ECMO (dagar) Afdrif 1 (1991) Fjöláverkar, bílslys lungnabrottnám V-A 16 40 Lifandi 2 (2001) Ásvelging eftir svæfingu V-V 18 26 Lifandi 3 (2002) Kranseeðastífla, hjartastopp, (bráö hjartaaðgerð) V-A 46 5 Lést 4(2002) Nærdrukknun V-V 28 6 Lifandi 5 (2003) Nærdrukknun V-V 14 7 Lifandi 6 (2003) Fjöláverkar, bílslys V-V 22 30 Lést 7 (2006) Hjartaþelsbólga, míturlokuleki, sýklasóttar lost, bráð hjartabilun, (bráð hjartaaðgerð) V-A 71 9 Lést 8 (2006) Hjartaþelsbólga, ósæðarleki, bráð hjartabilun, (bráð hjartaaögerð) V-A 28 7 Lifandi V-V: veno-venous, V-A: veno-arteriaj V 83 Bæliáhrif anti-TNFa (Infliximab) meðferðar á ræsingu óreyndra T-fruma in vitro orsakast ekki af auknum frumudauða Brynja Gunnlaugsdóttir, Björn Rúnar Lúðvfksson Rannsóknastofu í gigtsjúkdómum, ónæmisfræðideild, Landspítala, lækna- deild HÍ brynja@landspitali. is Inngangur: TNFa er bólgumiðlandi boðefni sem hefur breiða virkni innan ósérhæfða og sérhæfða hluta ónæmiskerfisins. Anti-TNFa er nú notað sem meðferð gegn langvinnum bólgusjúkdómum en áhrifin á T-frumur eru ekki að fullu þekkt. Mögulegt er að mótefnið bindist himnubundnu TNFa á yfirborði T-frumna og beini þeim þar með í sjálfstýrðan frumudauða. í þessari rannsókn könnuðum við áhrif anti-TNFa á lifun og fjölgun óreyndra T-frumna úr naflastrengsblóði. Efni og aðferðir: Óreyndar T-frumur úr naflastrengsblóði voru ræstar í 96 klukkustundir með aCD3 (10|ig/mL), +/- aCD28 (lpg/mL) og +/- aTNFa (lOOpg/mL Infliximab (Remicade; Centocor Inc.)) í sermislausu æti. Fjölgun var metin út frá upptöku á geislamerktu thymidíni eða út frá helmingun á frumulitnum CFSE. Hlutfall dauðra fruma var metið út frá litun með Viaprobe. Niðurstöður: Infliximab bældi T-frumufjölgun (aCD3: 247.475 ±96.602 cpm vs. aCD3 + aTNFa: 141.167 ±95.222 cpm; P<0.05) en dró úr frumudauða. Pessi áhrif á lifun voru þó eingöngu marktæk fyrir CD8+ T-frumur (% lifandi aCD3: 51.6 ±14.8 vs. aCD3 + aTNFa: 77.7±19.6; P<0.05) en ekki fyrir CD4+ T- frumur (% lifandi aCD3: 67.8 ±12.0 vs. aCD3 + aTNFa: 85.6 ±11.3; NS). Síðast en ekki síst kom í ljós að hjálparörvun um CD28 hindraði algerlega bæliáhrif anti-TNFa. Ályktun: Bæliáhrifum Infliximab á fjölgun óreyndra T-frumna er ekki miðlað með auknum frumudauða. Auk þess eru bæliáhrifin háð því að viðbótarörvun urn CD28 sé ekki til staðar. Niðurstöðurnar varpa nýju ljósi á það hversu mikilvæg ræsingarskilyrði eru fyrir virkni anti-TNFa lyfjameðferðar. V 84 Tengsl þriggja áhættuþátta fyrir SLE; PD-1,3a, C4AQ0 og lágt MBL, við SLE og sjálfsofnæmissjúkdóma í íslenskum fjölskyldum með ættlægan SLE Helga Kristjánsdóttir'-3, Sædis Sævarsdóttir2, Gerður Gröndal* 1, Marta E. Alarcon-Riquelme3, Helgi Valdimarsson2, Kristján Steinsson' 1 Rannsóknastofa í gigtjsúkdómum, Landspítala 2 rannsóknastofu í ónæm- isfræði, Landspítali, 3 Department of Genetics and Pathology, Rudbeck Laboratory, Uppsala University, Svíþjóð helgak@landspitali.is I nngangur: Erfðafræðilegir áhættuþættir geta verið sameiginlegir ólíkum sjálfsofnæmissjúkdómum. Hér eru skoðuð tengsl þriggja áhættuþátta fyrir SLE; PD- 1.3A, C4A prótein skortur (C4AQ0) og lágt MBL í sermi, við sjálfsofnæmissjúkdóma og sjálfsmótefni í fjölskyldum með ættlægan SLE og háa tíðni sjálfsofnæmissjúkdóma. Efniviður: Átta SLE fjölskyldur (n=124): 23 SLE sjúklingar, 101 ættingi. Viðmiðunarhópar: PD-1.3 (n=263), C4A (n=250), MBL (n=330). Aðferðir: Arfgerðagreing fyrir PD-1.3 A/G með PCR og PStl skerðiensími (RFLP) og fyrir breytileika í MBL geninu með RT-PCR. C4A allotýpur greindar með próteinrafdrætti og MBL gildi í sermi með ELISU. Sjálfsmótefni mæld í sermi. Niðurstöður: A) 33% fjölskyldumeðlima hafa SLE eða aðra sjálfsofnæmis- sjúkdóma, samanborið við 5-8% í viðmiðunarhópi. B) 48% fjölskyldumeðlima mælast jákvæðir fyrir sjálfsmót- efnum. C) Tíðni PD-1.3A og C4AQ0 er hækkuð í fjölskyldunum miðað við viðmiðunarhóp og tíðni PD-1.3A, C4AA0 og lágs MBL er hærri í hópi SLE sjúklinga samanborið við ættingja. D) PD-1.3A, C4AQ0 og lágt MBL sýna ekki marktæk tengsl við aðra sjálfsofnæmissjúkdóma samanborið við heilbrigða ættingja. Hins vegar er vísbending um tengsl C4AQ0 við aðra sjálfofnæmissjúkdóma. Læknablaðið/fylgirit 54 2007/93 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.