Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 35
ÁGRIP VEGGSPJALDA / VlSINDI Á VORDÖGUM
Algengustu einkenni voru hósti, uppgangur og hiti. Flestir
sjúklinganna reyndust með lungnakrabbamein á háu stigi, en
sex sjúklingar voru á stigi IIIA eða IIIB. Þrír sjúklingar höfðu
fengið bæði geisla- (44 Gy) og krabbameinslyfjameðferð fyrir
lungnabrottnám. Aðrir þrír fengu geislun eftir aðgerð. Hjá
sex sjúklingum var stúfurinn þakinn, ýmis með fleiðru eða
bláæð (v. azygos) en límefni voru notuð í þremur tilvikum. Af
átta sjúklingum með fistil þurftu aðeins þrír að gangast undir
skurðaðgerð. Hjá tveimur þeirra var vöðvaflipi saumaður á
berkjustúfinn og í einu tilviki var saumað yfir stúfinn. Hinir
fimm voru meðhöndlaðir án skurðaðgerðar þar sem lokað
var fyrir fistilinn með vefjalími (Tissel®) en því var sprautað
í fistilgatið að innanverðu með berkjuspeglun. Stök meðferð
dugði hjá fjórum en hjá einum þurfti endurtekna sprautun
með vefjalími. Legutími var 21,5 dagar að meðaltali og enginn
sjúklinganna lést innan 30 daga. Tveimur árum frá aðgerð voru
þrír af átta sjúklingum á lífi. í dag er aðeins einn sjúklingur á lífi
og hefur sá lifað í 98 mánuði.
Álykfun: Berkjufleiðrufistill er frekar sjaldgæfur en alvarlegur
fylgikvilli eftir lungnabrottnám við lungnakrabbameini. Tíðni
fistla í þessari rannsókn (6%) er frekar lág, sérstaklega
þegar haft er í huga að rúnrur fjórðungur sjúklinganna
fékk geisla- og krabbameinslyfjameðferð fyrir aðgerðina.
Sjúklingar með fistil eru yfirleitt karlar með langt genginn
sjúkdóm í hægra lunga og langtímahorfur þeirra eru lakar.
Einnig er áhætta á fistilmyndun aukin hjá þeim sem fá geisla-
og/eða krabbameinslyfjameðferð fyrir og eftir aðgerð. Flesta
berkjufleiðrufistla eftir lungnabrottnám er hægt að meðhöndla
án skurðaðgerðar, t.d. með því að sprauta í þá vefjalími við
berkjuspeglun.
Tafla 1.
Sjúklingar með fistil (n = 8) Viðmiðunar- hópur (n = 122) P-gildi
Meðalaldur (ár) 62,3 63,4 óm
Karlar (%) 7 (87,5) 99 (81,1) óm
Hægra lungnabrottnám (%) 7 (87,5) 56 (45,9) < 0,01
Berkjustúfur þakinn (%) 5 (62,5) 73 (60) óm
Geislun og/eða krabbameinslyfjameðferð, fyrir eða eftir lungnabrottnám 6(75) 70 (57,4) <0,05
Meðallegutími og miðgildi (dagar) 21,5 / 13 11,5 / 9 <0,01
Skurðdauði (<30 daga) 0 1 (0,8) óm
óm = ómarktækt
V 60 Nuss-aðgerð - nýjung í meðferð trektarbrjósts
Tómas Guðbjartsson, Bjarni Torfason
Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, læknadeild HI
tomasgud@landspitali.is
Inngangur: Trektarbrjóst (pectus excavatum) er algengur
meðfæddur galli sem sést hjá einu af hverjum 1000 börnum
og er fjórum sinnum algengara hjá drengjum en stúlkum.
Trektarbrjóst er oftast án einkenna en getur í vissum tilvikum
þrengt að hjarta og lungum. Langalgengasta ábending aðgerðar
er þó til að lagfæra lýti. Fram til þessa hefur verið beitt opnum
brjóstholsskurðaðgerðum þar sem geislungar eru fjarlægðir að
hluta og rif ásamt bringubeini sveigð og fest með spöng, plötu
og/eða stálvírum. Um er að ræða allstórar skurðaðgerðir með
töluverðum fylgikvillum og langri sjúkrahússvistun. Reynt
hefur verið að notast við sflikonfyllingu í stað lagfæringar á
brjóstveggnum en fyllingin þolist illa vegna verkja. Nuss-aðgerð
er ný meðferð við trektarbrjósti. Aðgerðinni var fyrst lýst fyrir
17 árum og felst í því að sterkum stálboga er komið fyrir aftan
við bringubeinið og rétt úr trektinni. Aðgerðin hefur verið þróuð
frekar á síðustu árum og er stálboganum nú komið fyrir með
aðstoð brjóstholssjár og örin eftir aðgerðina eru því hverfandi
lítil. Sjúkrahússvistun er í kringum eina viku en þann tíma fá
sjúklingarnir epiduraldeyfingu. Stálboginn er oftast látinn sitja í
tvö til þrjú ár og síðan fjarlægður.
Árið 2004 var Nuss-aðgerð tekinn upp á íslandi í stað eldri og
stærri aðgerðar við trektarbrjósti. Lýst er fyrstu aðgerðunm
hérlendis og helstu skrefum aðgerðar með skýringarmyndum
úr aðgerð.
Niðurstöður: Alls hafa verið framkvæmdar 16 Nuss aðgerðir
hér á landi (15 karlar, ein kona, meðalaldur 18,4 ár. Allar
aðgerðirnar voru framkvæmdar til að lagfæra lýti. Einn
sjúklingur var með Marfans-heilkenni og tveir með alvarlega
hryggskekkju. Aðgerðirnar tóku að meðaltali 68 mínútur (bil 40-
110). Engir fylgikvillar komu upp í aðgerð og allir sjúklingarnir
lifðu aðgerðina. Tveir sjúklingar fengu yfirborðssýkingar í
skurðsár sem létu undan sýklalyfjameðferð og tveir sjúklingar
fengu loftbrjóst. Annan síðastnefndu sjúklinganna þurfti að
leggja inn og gekkst hann undir fleygskurð á lunga með aðstoð
brjóstholssjár. Árangur aðgerðanna (útlitslegur) var metinn
tveimur vikum frá aðgerð og reyndist ágætur í 12 (75%)
tilfellum og góður (skor 4) hjá fjórum (25%). Sjúklingarnir
voru drengir á aldrinum 15 til 25 ára. Aðgerðartími var stuttur
og sjúkrahúsdvöl á bilinu sjö til 13 dagar. Aðgerðirnar voru án
stærri fylgikvilla í öllum tilvikum. Ekki þurfti að snúa neinni
aðgerðanna í opna aðgerð. Trektarbrjóstið tókst að lagfæra í
öllum tilvikum með góðum árangri. Stálbogarnir bíða nú þess
að verða fjarlægðir.
Ályktun: Nuss-aðgerð er örugg og fljótleg aðgerð við
trektarbrjósti sem skilur eftir lítil ör. Aðgerðin leysir af hólmi
allstóra opna aðgerð og verður því að teljast fýsilegur kostur
sem meðferð við trektarbrjósti hjá börnum og ungu fólki.
V 61 Valmiltistökur á Landspítala 1993 til 2004
Bergþór Björnsson1, Guöjón Birgisson', Pétur Hannesson2, Margrét
Oddsdóttir1-1
'Skurðlækningadeild og 'myndgreiningadeild Landspítala, "læknadeild HÍ
bergthor@landspitali.is
Inngangur: Brottnám á milta er vel þekkt meðferð við ýmsum
góðkynja og illkynja blóðsjúkdómum. Fram til ársins 1991 var
um að ræða stóra opna kviðarholsaðgerð en miltistöku með
kviðsjá var fyrst lýst það ár. Byrjað var að gera þessar aðgerðir á
Landspítala árið 1994. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna
Læknablaðið/fylgirit 54 2007/93 35