Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 20

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 20
ÁGRIP VEGGSPJALDA / VlSINDI Á VORDÖGUM skerðing kemur einna helst fram í þáttum sem reyna á athygli, stýrikerfi heilans og hugrænan hraða. Aðferð: Framkvæmd var hefðbundin segulómunarrannsókn (MR) auk nýrrar sveimi segulómsskoðunar (diffusion tensor imaging; DTI) til að rannsaka hugsanlegar hvítavefsbreytingar og samband þeirra við taugasálfræðilega frammistöðu einstaklinga með meðhöndlaðan háþrýsting annars vegar og ómeðhöndlaðan háþrýsting hins vegar. Einnig var gerð litrófsgreining (magnetic resonance spectroscopy) til að skoða hugsanlegar breytingar á efnaskiptum. Fjörutíu einstaklingar með meðhöndlaðan háþrýsting (meðalaldur = 69,3 ± 11,3, 60% karlar), 30 viðmið, pöruð á aldri (meðalaldur = 68,2 ± 8,5, 53% karlar) og 10 einstaklingar með ómeðhöndlaðan háþrýsting (meðalaldur = 58,1 ± 6,1,50% karlar) tóku þátt í rannsókninni. Niðurstöður: Minnistap greindist í einstaklingum með meðhöndlaðan háþrýsting. Taugasálfræðileg frammistaða var einnig skert hjá einstaklingum með ómeðhöndlaðan háþrýsting, en skerðingin kom aðallega fram á prófum sem reyna á stýrikerfi heilans og hugrænan hraða. Það fannst ekkert marktækt samband á milli vitrænnar getu og myndgreiningar í einstaklingum með meðhöndlaðan háþrýsting. Hins vegar kom í ljós marktækt samband hjá einstkalingum með ómeðhöndlaðan háþrýsting á milli frammistöðu á prófum sem reyna á stýrikerfi heilans og athygli og stig meðalflæðis (mean diffusivily values; r=0,805, p=0,016). Einnig fannst marktækt samband a milli hugræns hraða og NAA/tCr útkomu litrófsgreiningar (r=0,853, p=0,015). Ályktun: Pessar niðurstöður gefa til kynna að vitræn geta sé skert í háþrýstingi. Hins vegar er mynstur skerðingarinnar ólík hjá einstaklingum með meðhöndlaðan og ómeðhöndlaðan háþrýsting. Ekki er vitað með vissu hvaða líffræðilegu breytur liggja hér að baki, en ef til vill finnast vísbendingar í sambandi taugasálfræðilegrar frammistöðu og útkomu á MR myndgreiningu. V 26 íslenskir unglingar sem misnota aðra kynferðislega. Hvaða bakgrunnsþættir greina þá frá öðrum unglingum? Jón Friörik Sigurðsson1, Gísli H. Guðjónsson3, Bryndís Björk Ásgeirsdóttir4, Inga Dóra Sigfúsdóttir4 'HÍ, 2geðsviði Landspítala, 3Institute of Psychiatry, King’s College, University of London, 4Háskólanum í Reykjavík jonfsig@landspitaIi. is Inngangur: Á síðustu árum hefur mönnum orðið ljóst að börn og unglingar misnota stundum aðra kynferðislega og að slík misnotkun er sjaldnast tilkynnt opinberum aðilum. Samfélagsrannsóknir á meðal ungmenna gefa til kynna að um þrjú prósent unglingsdrengja hafi beitt aðra einhvers konar kynferðislegu ofbeldi. Markmið: Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna muninn á íslenskum unglingum sem segjast hafa beitt aðra kynferðislegu ofbeldi og hinum sem ekki segjast hafa gert það. Aðferð: Þátttakendur voru 9533 nemendur í 38 framhaldsskólum á íslandi sem svöruðu spurningum um félagslegan bakgrunn, nám, fjölskyldu- og félagatengsl, líðan og lífsstíl og spurningu um hvort þeir hefðu sannfært, þvingað eða neytt aðra til kynferðislegra athafna. Hópurinn samanstóð af 4488 (47%) drengjum og 5012 (53%) stúlkum á aldrinum 15-24 ára. Rannsóknin var unnin af Rannsóknum og greiningu í samvinnu við Barnaverndarstofu, Menntamálaráðuneytið og Lýðheilsustöð. Niðurstöður: Alls sögðu 344 (4,6%) unglingar hafa sannfært, þvingað eða neytt aðra til kynferðislegra athafna, 212 (4,7%) drengjanna og 130 (2,6%) stúlknanna (Kí-kvaðrat=30,95, fg=l, p<0,001). Fleiri drengir en stúlkur sögðust hafa gert þetta oftar en einu sinni (Kí-kvaðrat=9,54, fg=l, p<0,01). Drengir sem sögðust hafa misnotað aðra kynferðislega voru rúmlega tíu sinnum líklegri en hinir til að skýra frá því að þeir hefðu sjálfir orðið fyrir kynferðislegri misnotkun, stúlkur átta sinnurn líklegri. Ályktanir: Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa til kynna að alvarleg áhrif kynferðislegrar misnotkunar geti þróast í afbrigðilega kynhegðun hjá unglingum. V 27 Sjálfsvígstilraunir meðhöndlaðar á gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi 2000-2004 Kristinn Örn Sverrisson1, Sigurður Páll Pálsson2, Kristinn Sigvaldason1, Sigurbergur Kárason' 'Svæfinga- og gjörgæsludeild, 2geðdeild Landspítala skarason@landspitali.is Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að fá upplýsingar um þann sjúklingahóp sem þarfnast vistunar á gjörgæslu eftir alvarlegar sjálfsvígstilraunir og afdrif hans. Aðferðir: Aftursæ rannsókn á gögnum sjúklinga sem lagðir höfðu verið inn á gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi á árunum 2000-2004 vegna sjálfsvígstilraunar. Niðurstöður: Á tímabilinu var 191 innlögn á gjörgæslu Landspítala Fossvogi vegna sjálfsvígstilraunar, 16 (8%) voru lagðir inn oftar en einu sinni. Sjúklingarnir voru 172, 64 (37%) karlar (meðalaldur 37 ár, bil 14-73) og 108 (63%) konur (meðalaldur 38, bil 13-77). Alls 53 (31%) höfðu áður reynt sjálfsvíg. 190% tilvika var um lyfjaeitrun að ræða, algengust voru bensódíasepín (42%) en þvínæst þríhringlaga geðdeyfðarlyf (24%). 75% tóku inn fleiri en eitt lyf og áfengi kom við sögu í 61% tilvika. 56 (29%) manns komu á bráðamóttöku <1 klukkustund eftir töku lyfja,79 (41 %) >1 klukkustund eftir hana en hjá 56 (29%) var ekki vitað hvort/hvenær lyfin voru tekin. Hjá 45% í hverjum þessara þriggja hópa var gerð magaskolun og gefin lyfjakol. 61 (32%) tilfelli var barkaþrætt, miðgildi tíma í öndunarvél var 13 klukkustundir (bil 1 klst.-32 d.), þrír þurftu blóðskilun vegna lyfjaeitrunar og einn vegna nýrnabilunar. Miðgildi APACHE-stigunar karla var 12 og kvenna 11. Miðgildi gjörgæsludvalar var 20 klukkustundir (bil 2 klst,- 35 d.). Fjórir (2%) sjúklingar létust á gjörgæslu, tveir (1%) á legudeild. Frá gjörgæslu útskrifuðust 168 sjúklingar, 40 (22%) fóru beint á geðdeild, 95 (53%) á lyfjadeild og 28 (16%) heim. Innlagðir á geðdeild urðu alls 76 (45%), 65 (37%) var fylgt eftir á göngudeild geðdeildar eða einkastofu. Algengasta aðalgeðgreining var fíkn (46%), þar næst þunglyndi (22%). Alls voru 26% karlanna giftir og 29% kvennanna. 11% karla voru í sambúð en 29% kvenna.17% karla voru fráskildir en 24% kvenna. 40% karla 20 Læknablaðið/fylgirit 54 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.