Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 14

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 14
ÁGRIP VEGGSPJALDA / VÍSINDI Á VORDÖGUM Markmið: Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna tíðni áhættuþáttanýrnasteinameðalsjúklingaánýrnasteinagöngudeild Landspítala. Aðferðir: Þetta var afturvirk rannsókn á sjúklingum sem komu í nýrnasteinagöngudeild frá maí 2005 til loka janúar 2007. Sjúklingar gengust undir blóðrannsóknir og söfnuðu sólarhringsþvagi í tvígang. Við mat á efnaskiptaþáttum í þvagi var notast við meðaltal beggja safnana. Hyperoxaluria var skilgreind sem sólarhringsútskilnaður >0,49 mmól, hypercalciuria sem >7,5 mmól (karlar) og >6,5 mmól (konur), hyperuricosuria sem >4,8 mmól (karlar) og 4,5 mmól (konur) og hypocitraturia sem <2 mmól. Of lítill þvagútskilnaður var skilgreindur sem <1 1/24 klst. Niðurstöður: Alls hafa 65 manns komið til mats, 44 karlar og 21 kona. Þrír karlar skiluðu ekki sólarhringsþvagsýni og ein kona greindist með frumkomið kalkvakaóhóf á blóðprófi og safnaði ekki þvagi. Hins vegar skilaði einn karl með þekkta cystínmigu þvagsöfnunum. Af 61 sjúklingi voru 4 (6,6%) með þvagútskilnað undir 1 1/24 klst. Hyperoxaluria fannst hjá 22 (36,1%), hypercalciuria hjá 16 (26,2%), hyperuricosuria hjá 16 (26,2%) en hypocítraturia hjá 33 (54,1%). Þrjátíu og þrír einstaklingar greindust með fleiri en einn áhættuþátt en ekki var hægt að sýna fram á áhættuþætti fyrir myndun nýrnasteina hjá níu (14,8%) sjúklingum samkvæmt skilgreiningu okkar. Alyktanir: Sjúklingar sem koma á nýrnasteinagöngudeild Landspítala hafa slæman steinsjúkdóm og meirihluti þeirra hefur að minnsta kosti einn undirliggjandi efnaskiptaáhættuþátt. Vonast er til að sértæk meðferð sem beint er gegn undirliggjandi áhættuþáttum verði til þessa að fækka steinaköstum þessara sjúklinga. V 10 Tengsl mataræðis og svefnvenja skólabarna í 9. og 10. bekk grunnskóla Dóra Björk Siguröardóttir' og Guðrún Kristjánsdóttir12 'Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2Landspítala gkrist@hi.is Inngangur: Rannsóknir benda til að svefnvenjur og mataræði og sérílagi morgunverðarvenjur tengist heilsu skólabarna og árangri í lífinu. Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða tengsl svefnvenja íslenskra skólabarna og reglusemi þeirra í mataræði. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggir tilviljanalandsúrtaki 3913 nemenda í 9. og 10. bekkjum grunnskóla landsins (91% heimtur). Spurningalistar voru lagðir fyrir og könnuð var meðallengd nætursvefns skólabarna, hvenær þau fara að sofa, hvenær þau fara á fætur, hvort þau borði morgunmat ein eða hvort fjölskyldan borðar saman og reglusemi í mataræði. Tengsl milli svefns og matarvenja var metinn almennt og með tilliti til aldurs og kyns. Helstu niðurstöður: Marktækt samband var milli þess hvenær börn fara að sofa og reglusemi í mataræði; 40,8% þeirra barna sem fara að sofa fyrir miðnætti borða reglulega á móti 21,8% þeirra sem fara að sofa eftir miðnætti; 62,5% þeirra sem fara að sofa fyrir miðnætti borða morgunmat nánast daglega á móti 42,7% sem fara að sofa eftir miðnætti. Fá börn snæða morgumat með fjölskyldu sinni. Börn sem fá nægan svefn eru marktækt líklegri til að borða reglulega og borða morgunmat heldur en þau sem sofa ekki nóg. Meirihluti skólabarna (58,3%) borðar morgunmat nánast daglega. Af þeim sem borða morgunmat nánast daglega eru 55,5% strákar og 44,5% stúlkur. Af þeim sem borða nánast aldrei morgunmat eru 39,1% strákar en 60,9% stúlkur. Flest sofa í um átta klukkustundir. Marktækt fleiri drengir (55,6%) en stúlkur (44,4%) sofa skemur en átta klukkustundir. Stúlkur fara fyrr að sofa og fyrr á fætur en strákar en eru þó ólíklegri til að borða morgunmat. Alyktanir: Af niðurstöðum má álykta að reglusemi í mataræði eða svefnvenjum endurspegli almenna reglusemi í lífsstíl. Samband er á milli svefnvenja og þess að neyta morgunverðar þó svo að ekki sé þar um algilt samband að ræða þar sem stúlkur og drengir virðast nokkuð ólík í morgunmatar- og svefnvenjum sínum. Vekja þarf umræðu um gildi svefns og reglusams mataræðis meðal barna og virkja fjölskyldur og heilbrigðisfagfólk í að stuðla að bættum svefnvenjum og morgunmatarvenjum meðal skólabarna. V 11 Félags- og lýðfræðilegir þættir tengdir foreldraálagi á íslandi Guörón Kristjánsdóttir' 2 og Rúnar Vilhjálmsson' 'Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2Landspítala gkríst@hi.is Inngangur: Almennt er litið á barneignir og uppeldi barna sem jákvæð lífsverkefni er veiti foreldrum ánægju og vellíðan. Engu að síður leiða rannsóknir í ljós að barnaforeldrar upplifa meiri sálræna vanlíðan en annað fullorðið fólk. Rannsóknin beinist að tengslum félags- og lýðfræðilegra þátta við einstaka þætti foreldraálags og foreldraálag í heild, meðal íslenskra foreldra barna yngri en 18 ára. Rannsóknin athugar umfang einstakra þátta foreldraálags og foreldraálags almennt eftir aldri, kynferði, hjúskaparstöðu, menntun og atvinnuþátttöku foreldra, fjölskyldutekjum, búsetu, fjölda barna á heimilinu og aldri yngsta barns. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggir á undirúrtaki 872 foreldra sem tóku þátt í landskönnun meðal fullorðinna undir heitinu Helsa og lífskjör íslendinga. Heimtur voru 69%. Foreldraálag var metið með hjálp átta atriða sem koma úr stærri atriðalista Pearlin og Lieberman um álagsþætti í lífi fullorðinna. Heildarálag í foreldrahlutverki var reiknað með því að leggja saman normalgerð hrágildi allra átta atriða kvarðans. Níu félags- og lýðfræðilegir þættir voru teknir til athugunar. Helstu niðurstöður: Foreldrar á aldrinum 25-54 ára, foreldrar með tvö eða fleiri börn heima, útivinnandi foreldrar, og mæður, sérstaklega einstæðar mæður og lágtekjumæður, greindu frekar en aðrir foreldrar frá einstökum álagsþáttum og meira heildarálagi í foreldrahlutverki. Alyktanir: Foreldraálag dreifist misjafnlega meðal íslenskra foreldra barna yngri en 18 ára. Kortlagning og greining á foreldraálagi stuðlar að auknum skilningi á þáttum er hafa áhrif á geðlýðheilsu fullorðinna. Læknablaðið/fylgirit 54 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.