Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 34

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 34
ÁGRIP VEGGSPJALDA / VÍSINDI Á VORDÖGUM klukkustund og var nærri marktækum mun hvað varðar AUC. Mestur munur milli meðferða mældist eftir eina klukkustund sem þó var ekki marktækur vegna mikillar dreifingar (SD) á mæligildum við lyfleysumeðferð (table 1). Alyktun: Það var greinileg lækkun á AUC og Pmax gildum allt að tveimur klukkustundum eftir gjöf á tveggja mg skammti af tolterodin. Sama lækkun fannst einnig við lyfleysumeðferð og virðist sem endurtekin kröftug fylling á blöðru hafi haft letjandi áhrif á blöðrusamdrátt hjá flestum þátttakendum. Þörf er á frekari rannsóknum til þess að skýra þessi þreytuááhrif. V 58 Krufningagreind nýrnafrumukrabbamein á íslandi 1971-2000: Samanburður við æxli greind í sjúklingum á lífi Áriminn Jónsson'. Sverrir Harðarson21, Vigdís Pétursdóttir2, Helga Björk Pálsdóttir1, Eiríkur Jónsson31, Guðmundur Vikar Einarsson3, Tómas Guðbjartsson31 'Læknadeild HÍ, 2rannsóknarstofu Landspítala í meinafræði, 3þvagfæraskurðdeild Landspítala tomasgud@landspitali. is Inngangur: Á síðasta áratug hefur nýgengi nýrna- frumukrabbameins aukist töluvert hér á landi. Þetta hefur verið skýrt með hratt vaxandi notkun ómskoðana og tölvusneiðmynda við uppvinnslu óskyldra sjúkdóma í kviðarholi. Krufningagreind nýrnafrumukrabbamein greinast fyrir tilviljun við krufningu hjá sjúklingum sem fyrir andlát hafa ekki þekkt einkenni sjúkdómsins. Þessi tilfelli geta geymt mikilvægar upplýsingar um hegðun sjúkdómsins hér á landi, ekki síst hvað varðar upplýsingar um raunverulega aukningu sjúkdómsins. Efniviður og aðferöir: Rannsóknin er hluti af stærri rannsókn á nýrnafrumukrabbameini á Islandi og byggir á gagnagrunni sem inniheldur alla sjúklinga sem greindust 1971 til 2000. í þessari afturskyggnu rannsókn var eingöngu litið á krufningagreind tilfelli. Upplýsingar fengust úr gagnagrunni rannsóknarstofu Landspítala í meinafræði, Krabbameinsskrá og sjúkraskrám Landspítala. Upplýsingar um fjölda krufninga og mannfjölda á rannsóknartímabilinu fengust frá Hagstofu íslands. Tíðni krufninga lækkaði marktækt á rannsóknartímabilinu, eða úr 31- 38% fyrstu 10 árin í 19% árið 2000. Athugaður var aldur og kyn sjúklinganna auk þess sem vefjasýni voru yfirfarin af tveimur meinafræðingum og skráð vefjagerð, æxlisstærð, gráðun og TNM-stigun. Krufningagreind tilfelli voru síðan borin saman við 629 sjúklinga sem greindust á lífi með nýrnafrumukrabbamein á íslandi á sama tímabili. Niðurstöður: Alls greindust 104 æxli fyrir tilviljun við krufningu og var meðalaldur 74,8 ár (tafla 1).Tíðni krufningagreininga var mjög breytileg á 5 ára tímabilum, eða 0,5-1,9% krufninga frá 1971-1995 en aðeins 0,18% frá 1996-2000 (p<0,05). Samanburður á æxlum sem greindust við krufningu og hjá lifandi greindum er sýndur í töflu I. Kynjahlutfall var áþekkt, einnig hlutfall hægri og vinstri æxla. Krufningagreindu æxlin voru marktækl rninni, eða 3,7 miðað við 7,4 cm í þvermál.Totufrumugerð (papillary RCC) var algengari í krufningagreinda hópnum og tærfrumugerð (clear cell RCC) heldur fátíðari samanborið við lifandi greinda. Krufningagreindu æxlin reyndust með lægri stigun og gráðun en hjá lifandi greindum. Tafla 1. Æxli greind í sjúkl. á lífi Krufningagreind æxli p-gildi Fjöldi 629 104 Aldur, ár 64,0 74.8 p <0,001 Hlutfall kk/kvk 1,6 1.5 óm Æxli hæ.megin 53% 50% óm Meðalstærð.cm 7,4 3,7 p < 0,001 Tærfrumugerð 558 (88,7) 73(71,6) p < 0,05 Totufrumugerð 53 (8,4) 21 (20,6) p < 0,05 Gráðun 1 + 2 337 (53,9) 82 (83,7) p <0,01 TNM-stig 1 188(29,9) 83 (81,4 ) p <0,01 II 85 (13,5) 5 (4,9) III 153 (24,3) 6(5,9) IV 203(32,3) 8(7,8) óm = ómarktækt Ályktun: Eins og búast mátti við eru krufningagreind nýrnafrumukrabbamein á lægri stigum og gráðun, enda greind fyrir tilviljun. Totufrumgerð er þó algengari samanborið við lifandi greinda. Krufningagreindum nýrnafrumukrabbameinum hefur fækkað á íslandi, sérstaklega eftir 1995. Þetta er staðreynd jafnvel þótt leiðrétt sé fyrir hlutfallslegri fækkun krufninga. Aukið nýgengi nýrnafrumukrabbameins skýrist því ekki af tilfellum greindum við krufningu. V 59 Berkjufleiðrufistla eftir lungnabrottnám vegna lungna- krabbameins er oftast hægt að lækna án skurðaðgerðar Tómas Guftbjartsson'3, Erik Gyllstedt* 2 Hjarta- og lungnaskurðdeildir 'Landspítala og 2háskólasjúkrahússins í Lundi, Svíþjóð, 3læknadeild HÍ tomasgud@landspitali. is Inngangur: Lungnabrottnámi er aðallega beitt við stór og miðlæg lungnakrabbamein. Um stóra aðgerð er að ræða sem getur haft fylgikvilla í för með sér. Fistill á milli berkjustúfs og fleiðru er hættulegur fylgikvilli þessara aðgerða. Fistillinn veldur þá sýkingu í fleiðruholi sem getur valdið blóðeitrun sem getur reynst banvæn. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tíðni þessara fistla eftir lungnabrottnám og leggja mat á árangur meðferðar. Efniviður og aöferöir: Á tímabilinu 1996-2003 gengust 130 sjúklingar undir lungnabrottnám vegna lungnakrabbameins (NSCLC) á háskólasjúkrahúsinu í Lundi. Eftir aðgerðina greindust alls átta sjúklingar (6,2%) með fistil á milli berkjustúfs (sjö karlar og ein kona, meðalaldur 62,3 ár). Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og aðgerðarlýsingum. Sjúklingar með fistil voru bornir saman við þá sem ekki greindust með fistil (n=122) og þannig reynt að leggja mat á hugsanlega áhættuþætti fistilmyndunar. Niðursföður: Niðurstöður eru sýndar í töflu I. í sjö tilfellum greindust fistlar eftir hægra lungnabrottnám og í einu tilviki vinstra megin (p<0,05), yfirleitt innan viku frá aðgerð. Læknablaðið/fylgirit 54 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.