Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Qupperneq 34

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Qupperneq 34
ÁGRIP VEGGSPJALDA / VÍSINDI Á VORDÖGUM klukkustund og var nærri marktækum mun hvað varðar AUC. Mestur munur milli meðferða mældist eftir eina klukkustund sem þó var ekki marktækur vegna mikillar dreifingar (SD) á mæligildum við lyfleysumeðferð (table 1). Alyktun: Það var greinileg lækkun á AUC og Pmax gildum allt að tveimur klukkustundum eftir gjöf á tveggja mg skammti af tolterodin. Sama lækkun fannst einnig við lyfleysumeðferð og virðist sem endurtekin kröftug fylling á blöðru hafi haft letjandi áhrif á blöðrusamdrátt hjá flestum þátttakendum. Þörf er á frekari rannsóknum til þess að skýra þessi þreytuááhrif. V 58 Krufningagreind nýrnafrumukrabbamein á íslandi 1971-2000: Samanburður við æxli greind í sjúklingum á lífi Áriminn Jónsson'. Sverrir Harðarson21, Vigdís Pétursdóttir2, Helga Björk Pálsdóttir1, Eiríkur Jónsson31, Guðmundur Vikar Einarsson3, Tómas Guðbjartsson31 'Læknadeild HÍ, 2rannsóknarstofu Landspítala í meinafræði, 3þvagfæraskurðdeild Landspítala tomasgud@landspitali. is Inngangur: Á síðasta áratug hefur nýgengi nýrna- frumukrabbameins aukist töluvert hér á landi. Þetta hefur verið skýrt með hratt vaxandi notkun ómskoðana og tölvusneiðmynda við uppvinnslu óskyldra sjúkdóma í kviðarholi. Krufningagreind nýrnafrumukrabbamein greinast fyrir tilviljun við krufningu hjá sjúklingum sem fyrir andlát hafa ekki þekkt einkenni sjúkdómsins. Þessi tilfelli geta geymt mikilvægar upplýsingar um hegðun sjúkdómsins hér á landi, ekki síst hvað varðar upplýsingar um raunverulega aukningu sjúkdómsins. Efniviður og aðferöir: Rannsóknin er hluti af stærri rannsókn á nýrnafrumukrabbameini á Islandi og byggir á gagnagrunni sem inniheldur alla sjúklinga sem greindust 1971 til 2000. í þessari afturskyggnu rannsókn var eingöngu litið á krufningagreind tilfelli. Upplýsingar fengust úr gagnagrunni rannsóknarstofu Landspítala í meinafræði, Krabbameinsskrá og sjúkraskrám Landspítala. Upplýsingar um fjölda krufninga og mannfjölda á rannsóknartímabilinu fengust frá Hagstofu íslands. Tíðni krufninga lækkaði marktækt á rannsóknartímabilinu, eða úr 31- 38% fyrstu 10 árin í 19% árið 2000. Athugaður var aldur og kyn sjúklinganna auk þess sem vefjasýni voru yfirfarin af tveimur meinafræðingum og skráð vefjagerð, æxlisstærð, gráðun og TNM-stigun. Krufningagreind tilfelli voru síðan borin saman við 629 sjúklinga sem greindust á lífi með nýrnafrumukrabbamein á íslandi á sama tímabili. Niðurstöður: Alls greindust 104 æxli fyrir tilviljun við krufningu og var meðalaldur 74,8 ár (tafla 1).Tíðni krufningagreininga var mjög breytileg á 5 ára tímabilum, eða 0,5-1,9% krufninga frá 1971-1995 en aðeins 0,18% frá 1996-2000 (p<0,05). Samanburður á æxlum sem greindust við krufningu og hjá lifandi greindum er sýndur í töflu I. Kynjahlutfall var áþekkt, einnig hlutfall hægri og vinstri æxla. Krufningagreindu æxlin voru marktækl rninni, eða 3,7 miðað við 7,4 cm í þvermál.Totufrumugerð (papillary RCC) var algengari í krufningagreinda hópnum og tærfrumugerð (clear cell RCC) heldur fátíðari samanborið við lifandi greinda. Krufningagreindu æxlin reyndust með lægri stigun og gráðun en hjá lifandi greindum. Tafla 1. Æxli greind í sjúkl. á lífi Krufningagreind æxli p-gildi Fjöldi 629 104 Aldur, ár 64,0 74.8 p <0,001 Hlutfall kk/kvk 1,6 1.5 óm Æxli hæ.megin 53% 50% óm Meðalstærð.cm 7,4 3,7 p < 0,001 Tærfrumugerð 558 (88,7) 73(71,6) p < 0,05 Totufrumugerð 53 (8,4) 21 (20,6) p < 0,05 Gráðun 1 + 2 337 (53,9) 82 (83,7) p <0,01 TNM-stig 1 188(29,9) 83 (81,4 ) p <0,01 II 85 (13,5) 5 (4,9) III 153 (24,3) 6(5,9) IV 203(32,3) 8(7,8) óm = ómarktækt Ályktun: Eins og búast mátti við eru krufningagreind nýrnafrumukrabbamein á lægri stigum og gráðun, enda greind fyrir tilviljun. Totufrumgerð er þó algengari samanborið við lifandi greinda. Krufningagreindum nýrnafrumukrabbameinum hefur fækkað á íslandi, sérstaklega eftir 1995. Þetta er staðreynd jafnvel þótt leiðrétt sé fyrir hlutfallslegri fækkun krufninga. Aukið nýgengi nýrnafrumukrabbameins skýrist því ekki af tilfellum greindum við krufningu. V 59 Berkjufleiðrufistla eftir lungnabrottnám vegna lungna- krabbameins er oftast hægt að lækna án skurðaðgerðar Tómas Guftbjartsson'3, Erik Gyllstedt* 2 Hjarta- og lungnaskurðdeildir 'Landspítala og 2háskólasjúkrahússins í Lundi, Svíþjóð, 3læknadeild HÍ tomasgud@landspitali. is Inngangur: Lungnabrottnámi er aðallega beitt við stór og miðlæg lungnakrabbamein. Um stóra aðgerð er að ræða sem getur haft fylgikvilla í för með sér. Fistill á milli berkjustúfs og fleiðru er hættulegur fylgikvilli þessara aðgerða. Fistillinn veldur þá sýkingu í fleiðruholi sem getur valdið blóðeitrun sem getur reynst banvæn. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tíðni þessara fistla eftir lungnabrottnám og leggja mat á árangur meðferðar. Efniviður og aöferöir: Á tímabilinu 1996-2003 gengust 130 sjúklingar undir lungnabrottnám vegna lungnakrabbameins (NSCLC) á háskólasjúkrahúsinu í Lundi. Eftir aðgerðina greindust alls átta sjúklingar (6,2%) með fistil á milli berkjustúfs (sjö karlar og ein kona, meðalaldur 62,3 ár). Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og aðgerðarlýsingum. Sjúklingar með fistil voru bornir saman við þá sem ekki greindust með fistil (n=122) og þannig reynt að leggja mat á hugsanlega áhættuþætti fistilmyndunar. Niðursföður: Niðurstöður eru sýndar í töflu I. í sjö tilfellum greindust fistlar eftir hægra lungnabrottnám og í einu tilviki vinstra megin (p<0,05), yfirleitt innan viku frá aðgerð. Læknablaðið/fylgirit 54 2007/93

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.