Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 24

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 24
ÁGRIP VEGGSPJALDA / VÍSINDI Á VORDÖGUM sjúklingum. Hins vegar voru gigtarþættir ekki hækkaðir hjá þeim, né heldur voru frávik á komplementþáttum lektínferilsins, C4, MBL, L-og H-fíkóIín, MASP-2, MASP-3, merkjanleg miðað við heilbrigða. Brottfall C4B gensins var ekki algengara hjá IgA-N sjúklingum borið saman við heilbrigða. Alyktun: Ekki verður séð að gallar í lektínferlispróteinum séu orsök uppsöfnunar IgAl í sermi og mesangialfrumum sjúklinga með IgA-N. Lektínferilsprótein í útfellingum nýrna geta því verið tilkomin vegna ræsingar í nýrunavefnum sjálfum. V 36 Áhrifavaldar á PTH seytingu í tengslum við 25(OH)- vítamín-D gildi í sermi Örvar Gunnarsson', Ólafur Skúli Indriðason1, Leifur Franzson2, Gunnar Sigurðsson'. ‘Lyflækningasviði I,2rannsóknarsviði, Landspítala olasi@landspitali.is Inngangur: Áhrif D-vítamíns á starfsemi kalkkirtla má meta með því að kanna samband 25(OH)D og PTH styrks í sermi. Vel er þekkt að 25(OH)D skortur leiðir beint og óbeint til aukinnar seytingar PTH en jafnframt er ljóst að fleiri þættir hafa áhrif á PTH styrk. Markmiö: Að kanna hvaða aðrir þættir en 25(OH)D í sermi tengjast PTH styrk. Efniviður og aðferðir: Slembiúrtaki einstaklinga af höfuð- borgarsvæðinu á aldrinum 30-85 ára var boðin þátttaka. Rannsóknin fór fram á tveggja ára tímabili og dreifðist fjöldi þátttakenda jafnt á hvern mánuð. Hæð og þyngd voru mæld og holdastuðull (BMI) reiknaður. 25(OH)D, PTH, IGF-1 og testósterón voru mæld í blóði. Fyrir þennan hluta rannsóknarinnar voru útilokaðir þeir sem voru á lyfjum með áhrif á kalsíum og beinabúskap. Notuð var línuleg aðhvarfsgreining til að ákvarða samband PTH og 25(OH)D styrks í blóði. Reiknuð fjarlægð PTH gilda frá aðhvarfslínunni var notuð til að skipta hópnum í fernt (fjórðungar, quartiles). Einnig var hópnum skipt eftir 25(OH)D gildum í <45 nmól/L og >45 nmól/L. Hæstu og lægstu PTH fjórðungshóparnir innan hvors 25(OH)D hóps voru bornir saman aldursleiðrétt og kynjaskipt með ANCOVA. Niðurstöður: Af 2310 sem boðið var tóku 1630 þátt (70%). Eftir útilokun voru 490 karlar (58,2±14,6 ára) og 517 konur (55,2±16,4) eftir. í ANCOVA var marktækur munur milli efstu og lægstu PTH fjórðungshópanna innan 25(OH)D hópa hjá báðum kynjum, sérstaklega varðandi BMI, reykingar og IGF-1. Karlmenn með lægri PTH gildi voru líklegri til að reykja, vera með lægri BMI en hærra gildi á testósteróni og IGF-1, sérstaklega þegar 25(OH)D var lágt. Konur með lág PTH gildi virðast líklegri til að reykja, vera með lægri BMI og hærri gildi á IGF-1. Ályktanir: Þessar niðurstöður benda til að fleiri þættir en D-vítamín og kalk hafi áhrif á styrk PTH og gætu skipt máli varðandi D-vítamínþörf einstaklinga. Hlutverk IGF-1 í þessu sambandi þarfnast nánari rannsókna, hvort um bein áhrif á kalkkirtla gæti verið að ræða eða óbein gegnum áhrif á kalsíum frásog eða útskilnað. V 37 Magnakerfiðgegnirhlutverkiímeinþróunfæðumiðlaðs kransæðasjúkdóms 'Perla Porbjörnsdóttir. 'Ragnhildur Kolka, 2Eggert Gunnarsson, 2Slavko H. Bambir, ’Guðmundur Þorgeirsson, 4Girish J. Kotwal, 'Guðmundur Jóhann Arason 'Rannsóknastofnun Landspítala, ónæmisfræðideild, 2tilraunastofu HÍ í meinafræði, Keldum, 3lyfjadeild Landspítala, 4University of Cape Town. Höfðaborg, Suður-Afríku garason@landspitali. is Inngangur: Æðarkölkunarsjúkdómur er ein aðal orsök hjarta- og æðasjúkdóma og er aðal dánarorsökin um allan heim, að undanskildri Afríku sunnan Sahara. Algengi sjúkdómsins er 85% hjá fólki um fimmtugt og sjúkdómurinn á sök á >30% dauðsfalla í heiminum öllum. Kransæðasjúkdómur er þrálátur bólgusjúkdómur. Magnakerfið er einn öflugasli bólgumiðill mannslíkamans og gæti því komið við sögu í meinþróun kransæðasj úkdóms. Markmiö: Að kanna áhrif magnahindrans VCP (yaccinia virus complement controlprotein) í músamódeli. Aðferðir: Fiturákir voru framkallaðar í kvenkyns C57BL/6 músum með fituríku fæði í 15 vikur og saltvatni eða magnahindranum VCP (20 mg/kg) sprautað í æð á viku 8-15 (6 mýs hvor hópur). Til samanburðar voru þrjár mýs sem fengu venjulegt fæði og voru sprautaðar nreð saltvatni. Æðaskemmdir (sem hlutfall af umfangi æðar) voru metnar með smásjárskoðun á ósæð eftir litun með „oil-red-0“, og bornar saman með aðstoð Leica Qwin forrits. Til athugunar voru sneiðar teknar af 280pm bili við upptök ósæðar (fjórða hver sneið) skv. aðferð Paigen. Niðurstöður: Greinilegar vefjaskemmdir mynduðust í músum sem fengu fituríkt fæði og voru sprautaðar með saltvatni (0,75% ósæðar). Þær einkenndust af samsöfnun fitu og átfrumna í innri lögum æðarinnar (tunica intima/media). Marktækt minni fiturákir (0,41% ósæðar) mynduðust hjá músum sem fengu 20 mg/kg VCP (p=0,004). Engar skemmdir sáust í æðum músa sem fengu venjulegt fæði (0,04% ósæðar). Ályktanir: Hindrun magnakerfis hefur marktæk áhrif á fæðumiðlaðan kransæðasjúkdóm í músamódeli. V 38 Sjúklingar með kransæðastíflu eru með lækkaðan styrk bólguþáttar C4B í blóði ‘Perla Porbjörnsdóttir, 2Sigurður Böðvarsson, 2Sigurður Pór Sigurðarson, 2Guðmundur Þorgeirsson, 'Guðmundur Jóhann Arason 'Rannsóknastofnun Landspítala, ónæmisfræðideild, 2lyfjadeild Landspítala garason@landspitali. is Inngangur: Magnakerfið er öflugur bólgumiðill og kemur við sögu í meinþróun kransæðasjúkdóms. Við höfum áður lýst minnkandi tíðni arfgerðarinnar C4B*Q0 eftir miðjan aldur meðal reykingafólks og tengt það við aukna tíðni arfgerðarinnar í sjúklingum með kransæðasjúkdóm. Markmið: Að bera saman styrk C4B í blóði kransæðasjúklinga og viðmiðunarhóps. Aðferðir: Skoðaðir voru 74 íslenskir sjúklingar með hjartaöng (angina pectoris), 84 með innlögn vegna hjartaáfalls, 109 með fyrri sögu um hjartaáfall og 132 heilbrigðir. C4 og C4A var j 24 Læknablaðið/fylgirit 54 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.