Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 44

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 44
ÁGRIP VEGGSPJALDA / VÍSINDI Á VORDÖGUM utanbastverkjameðferð. I ljósi þessa voru gögn svæfingadeildar Landspítala skoðuð með tilliti til kynjamunar á sama aldursskeiði og utanbastverkjameðferðar eftir brjóstholsaðgerðir. Efniviður og aðferð: Úr skráðum gögnum áranna 1996-2006 var kannaður árangur utanbastverkja-meðferðar hjá 149 körlum (meðalaldur 60.05ár) og 159 konum (meðalaldur 60,02 ár) á aldrinum 51-70 ára. Árangur var metinn á fyrsta og öðrum degi eftir aðgerð og notast við VAS kvarða. VAS <3 var metinn ásættanlegur árangur. Dreypihraði í ml/klukkustund og notkun verkjalyfja var borin saman milli hópa. Niðurstöður: Verkjastilling í hvíld/ hreyfingu Karlar Konur Fyrsti dagur. VAS<3, í hvíld. 93% 92% Fyrsti dagur. VAS<3, v.hreyfingu 63% 68% Annar dagur VAS<3 í hvíld. 95% 93% Annar dagur VAS<3 v.hreyfingu 80% 85% Dreypihraði á öðrum degi 8,1 ml/klst 7,03 ml/klst Notkun ópíat verkjalyfja. 48% 31% Notkn salý lyfja 48% 44% Ályktun: Verkjastilling var betri við hreyfingu, dreypihraði lægri og notkun sterkra verkjalyfja var minni hjá konum en körlum. V 81 Aldur sjúklinga hefur áhrif á árangur utan-bastverkja- meðferðar - samanburður á þremur aldurshópum 369 karla eftir brjóstholsaðgerðir Gísli Vigfússon, Steinunn Hauksdóttir, Gísli H.Sigurðsson Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala Hringbraut gislivig@landspitali. is Inngangur: Rannsóknir sýna að ýmsir þættir eins aldur og kyn geta haft áhrif á verkun lyfja í og utan utanbasts. Um er að ræða fáar rannsóknir með litlu úrtaki sjúklinga. Fáar stærri klínískar rannsóknir liggja fyrir sem staðfesta áhrif aldurs á verkun utanbastverkjameðferðar. í ljósi þessa voru gögn svæfingadeildar Landspítala skoðuð með tilliti til aldurs og utanbastverkjameðferðar eftir brjóstholsaðgerðir. Efniviður og aðferð: Úr skráðum gögnum áranna 1996-2006 var kannaður árangur utanbastverkja-meðferðar hjá 369 körlunr, sem skipt var í þrjá aldurshópa, 50 ára og yngri, 108 sjúklingar, meðalaldur 32,8 ár , 51-70 ára, 156 sjúklingar, meðalaldur 61ár og 70 ára og eldri, 105 sjúklingar, meðalaldur 75,2 ár. Árangur var metinn á fyrsta og öðrun degi eftir aðgerð og notast við VAS kvarða. VAS <3 var metinn ásættanlegur árangur. Dreypihraði í ml/klukkustund og notkun verkjalyfja var borin saman milli hópa. Niðurstöður: Verkjastilling í hvild/hreyfingu < 50ára 51-70 ára >70 ára Fyrsti dagur. VAS<3, í hvíld. 86% 93% 92% Fyrsti dagur. VAS<3, v.hreyfingu 62% 66% 74% Annar dagur VAS<3 í hvíld. 90% “95% 93% Annar dagur VAS<3 v.hreyfingu 77% 81% 87% Dreypihraði á öðrum degi 8,3 ml/ klst 8,03 ml/ klst 7,25 ml/ klst Notkun ópíat verkjalyfja. 43% 29% 25% Notkn salílyfja 48% 46% 30% Ályktun: Verkjastilling var betri, dreypihraði lægri og notkun sterkra verkjalyfja var minni hjá eldri sjúklingum en þeim yngri. V 82 Notkun ECMO-dælu á íslandi Þorsteinn H. Ástráðsson', Bjarni Torfason2-1, Tómas Guðbjartsson2-1, Líney Símonardóttir2, Felix Valsson' ‘Svæfinga- og gjörgæsludeild, 2hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 3læknadeild HÍ felix@landspitali. is Inngangur: ECMO-dæla (extracorporeal membrane oxygenation) hefur verið eitt af meðferðarúrræðum við alvarlega öndunarbilun í rúma þrjá áratugi, einkum hjá nýburum. Hjá fullorðnum eru ábendingar hins vegar ekki eins skýrar og árangur talinn lakari. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur meðferðar ECMO-dælu á íslandi og þá sérstaklega afdrif sjúklinganna. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturvirk og nær til allra tilfella þar sem ECMO-dælu var beitt hér á landi. Upplýsingar um sjúklinga fengust afturskyggnt úr sjúkraskrám. ECMO-dælan var notuð til að „hvfla“ lungu sjúklinganna og þá með því að veita blóði úr stórri bláæð í loftskiptatæki (gervilunga). Par var blóðið mettað súrefni um leið og koltvísýringur var fjarlægður og blóðinu síðan veitt aftur til sjúklings í holæð eða náraslagæð. Rannsóknin nær ekki til þriggja íslenskra sjúklinga sem fluttir voru erlendis til ECMO-meðferðar, tvö börn og einn fullorðinn. Tveir af þessum þremur einstaklingum létust. Rannsóknin nær heldur ekki til fjögurra sjúklinga sem meðhöndlaðir voru með ECMO án dælu (Novalung®) en tveir þeirra lifðu af. Niðurstöður: Alls hafa átta sjúklingar verið meðhöndlaðir með ECMO-dælu á íslandi frá 1991, meðalaldur 30 ár (14-71 ára), sex karlar og tvær konur. Ástæða öndunarbilunar er sýnd í töflu. í öllum tilfellum var meðferð með ECMO-dælu talin síðasta meðferðarúrræðið. Meðaltími á ECMO var 16 dagar (6-40 dagar). Tveir sjúklingar (nr. 5 og 6) fengu marktækar blæðingar sem að hluta mátti rekja til blóðþynningar í tengslum við meðferðina. Að öðru leyti varð ekki vart alvarlegra fylgikvilla hjá þeim fimm sjúklingum (63%) sem lifðu meðferðina. Sjúklingarnir þrír sem dóu, létust í öllum tilvikum vegna undirliggjandi sjúkdóms án þess að hægt væri að rekja dánarorsök til ECMO-meðferðarinnar. Einn sjúklingur (nr. 3) var úrskurðaður heiladáinn en endurlífgun hafði verið gerð fyrir 44 Læknabi.aðið/fylgirit 54 2007/93 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.