Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Page 44

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Page 44
ÁGRIP VEGGSPJALDA / VÍSINDI Á VORDÖGUM utanbastverkjameðferð. I ljósi þessa voru gögn svæfingadeildar Landspítala skoðuð með tilliti til kynjamunar á sama aldursskeiði og utanbastverkjameðferðar eftir brjóstholsaðgerðir. Efniviður og aðferð: Úr skráðum gögnum áranna 1996-2006 var kannaður árangur utanbastverkja-meðferðar hjá 149 körlum (meðalaldur 60.05ár) og 159 konum (meðalaldur 60,02 ár) á aldrinum 51-70 ára. Árangur var metinn á fyrsta og öðrum degi eftir aðgerð og notast við VAS kvarða. VAS <3 var metinn ásættanlegur árangur. Dreypihraði í ml/klukkustund og notkun verkjalyfja var borin saman milli hópa. Niðurstöður: Verkjastilling í hvíld/ hreyfingu Karlar Konur Fyrsti dagur. VAS<3, í hvíld. 93% 92% Fyrsti dagur. VAS<3, v.hreyfingu 63% 68% Annar dagur VAS<3 í hvíld. 95% 93% Annar dagur VAS<3 v.hreyfingu 80% 85% Dreypihraði á öðrum degi 8,1 ml/klst 7,03 ml/klst Notkun ópíat verkjalyfja. 48% 31% Notkn salý lyfja 48% 44% Ályktun: Verkjastilling var betri við hreyfingu, dreypihraði lægri og notkun sterkra verkjalyfja var minni hjá konum en körlum. V 81 Aldur sjúklinga hefur áhrif á árangur utan-bastverkja- meðferðar - samanburður á þremur aldurshópum 369 karla eftir brjóstholsaðgerðir Gísli Vigfússon, Steinunn Hauksdóttir, Gísli H.Sigurðsson Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala Hringbraut gislivig@landspitali. is Inngangur: Rannsóknir sýna að ýmsir þættir eins aldur og kyn geta haft áhrif á verkun lyfja í og utan utanbasts. Um er að ræða fáar rannsóknir með litlu úrtaki sjúklinga. Fáar stærri klínískar rannsóknir liggja fyrir sem staðfesta áhrif aldurs á verkun utanbastverkjameðferðar. í ljósi þessa voru gögn svæfingadeildar Landspítala skoðuð með tilliti til aldurs og utanbastverkjameðferðar eftir brjóstholsaðgerðir. Efniviður og aðferð: Úr skráðum gögnum áranna 1996-2006 var kannaður árangur utanbastverkja-meðferðar hjá 369 körlunr, sem skipt var í þrjá aldurshópa, 50 ára og yngri, 108 sjúklingar, meðalaldur 32,8 ár , 51-70 ára, 156 sjúklingar, meðalaldur 61ár og 70 ára og eldri, 105 sjúklingar, meðalaldur 75,2 ár. Árangur var metinn á fyrsta og öðrun degi eftir aðgerð og notast við VAS kvarða. VAS <3 var metinn ásættanlegur árangur. Dreypihraði í ml/klukkustund og notkun verkjalyfja var borin saman milli hópa. Niðurstöður: Verkjastilling í hvild/hreyfingu < 50ára 51-70 ára >70 ára Fyrsti dagur. VAS<3, í hvíld. 86% 93% 92% Fyrsti dagur. VAS<3, v.hreyfingu 62% 66% 74% Annar dagur VAS<3 í hvíld. 90% “95% 93% Annar dagur VAS<3 v.hreyfingu 77% 81% 87% Dreypihraði á öðrum degi 8,3 ml/ klst 8,03 ml/ klst 7,25 ml/ klst Notkun ópíat verkjalyfja. 43% 29% 25% Notkn salílyfja 48% 46% 30% Ályktun: Verkjastilling var betri, dreypihraði lægri og notkun sterkra verkjalyfja var minni hjá eldri sjúklingum en þeim yngri. V 82 Notkun ECMO-dælu á íslandi Þorsteinn H. Ástráðsson', Bjarni Torfason2-1, Tómas Guðbjartsson2-1, Líney Símonardóttir2, Felix Valsson' ‘Svæfinga- og gjörgæsludeild, 2hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 3læknadeild HÍ felix@landspitali. is Inngangur: ECMO-dæla (extracorporeal membrane oxygenation) hefur verið eitt af meðferðarúrræðum við alvarlega öndunarbilun í rúma þrjá áratugi, einkum hjá nýburum. Hjá fullorðnum eru ábendingar hins vegar ekki eins skýrar og árangur talinn lakari. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur meðferðar ECMO-dælu á íslandi og þá sérstaklega afdrif sjúklinganna. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturvirk og nær til allra tilfella þar sem ECMO-dælu var beitt hér á landi. Upplýsingar um sjúklinga fengust afturskyggnt úr sjúkraskrám. ECMO-dælan var notuð til að „hvfla“ lungu sjúklinganna og þá með því að veita blóði úr stórri bláæð í loftskiptatæki (gervilunga). Par var blóðið mettað súrefni um leið og koltvísýringur var fjarlægður og blóðinu síðan veitt aftur til sjúklings í holæð eða náraslagæð. Rannsóknin nær ekki til þriggja íslenskra sjúklinga sem fluttir voru erlendis til ECMO-meðferðar, tvö börn og einn fullorðinn. Tveir af þessum þremur einstaklingum létust. Rannsóknin nær heldur ekki til fjögurra sjúklinga sem meðhöndlaðir voru með ECMO án dælu (Novalung®) en tveir þeirra lifðu af. Niðurstöður: Alls hafa átta sjúklingar verið meðhöndlaðir með ECMO-dælu á íslandi frá 1991, meðalaldur 30 ár (14-71 ára), sex karlar og tvær konur. Ástæða öndunarbilunar er sýnd í töflu. í öllum tilfellum var meðferð með ECMO-dælu talin síðasta meðferðarúrræðið. Meðaltími á ECMO var 16 dagar (6-40 dagar). Tveir sjúklingar (nr. 5 og 6) fengu marktækar blæðingar sem að hluta mátti rekja til blóðþynningar í tengslum við meðferðina. Að öðru leyti varð ekki vart alvarlegra fylgikvilla hjá þeim fimm sjúklingum (63%) sem lifðu meðferðina. Sjúklingarnir þrír sem dóu, létust í öllum tilvikum vegna undirliggjandi sjúkdóms án þess að hægt væri að rekja dánarorsök til ECMO-meðferðarinnar. Einn sjúklingur (nr. 3) var úrskurðaður heiladáinn en endurlífgun hafði verið gerð fyrir 44 Læknabi.aðið/fylgirit 54 2007/93 J

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.