Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 33

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 33
ÁGRIP VEGGSPJALDA / VlSINDI Á VORDÖGUM hindrar blóðflæði frá vinstri slegli og veldur háþrýstingi í efri hluta líkamans og skertu blóðflæði til neðri hluta líkamans. Hjartabilun og lost geta sést í alvarlegum tilvikum. í flestum tilfellum er þrengingin fjarlægð með skurðaðgerð eða ósæðin víkkuð með belg. í vægum tilvikum nægir lyfjameðferð. A Islandi eru ekki til rannsóknir á árangri skurðaðgerða við þessunt sjúkdómi. Tilgangur þessarar rannsóknar var að leggja mat á árangur skurðaðgerða við meðfæddri ósæðarþrengingu og kanna afdrif sjúklinganna. Efniviður og aðferðir: Um er að ræða fyrstu niðurstöður úr stærri rannsókn sem tekur til allra barna sem greinst hafa með meðfædda ósæðarþrengingu á íslandi á árunum 1990- 2006. í þessari rannsókn eru eingöngu börn (yngri en 18 ára) sem gengusl undir skurðaðgerð hér á landi vegna þessa sjúkdóms. Rannsóknin er afturskyggn og fengust upplýsingar úr sjúkraskrám auk greiningar- og aðgerðarskrám á Landspítala. Könnuð voru einkenni og ábendingar skurðaðgerða auk þess sem lagt var mat á fylgikvilla og árangur skurðmeðferðar. Niðurstöður: Alls greindust 67 börn yngri en 18 ára með meðfædda ósæðarþrengingu á þeim 17 árum sem rannsóknin náði til. Af þeim fóru 38 í skurðaðgerð hér á landi, 22 drengir og 16 stúlkur, meðalaldur 37 mánuðir (bil 3 dagar-17,8 ár). Alls greindust 26 (68%) með einkenni þar sem einkenni hjartabilunar voru algengust. Ellefu sjúklingar greindust fyrir tilviljun og einn á fósturskeiði. Við skoðun voru 32 (84%) með daufa eða óþreifanlega púlsa í nárum. Átta sjúklingar fóru í bráðaaðgerð, oftast vegna alvarlegrar hjartabilunar og losts. Þrýstingsfall fyrir og eftir aðgerð var 50 og 12 mmHg að meðaltali. Algengasta aðgerðin var bein æðatenging (end-to- end) og subclavian-flap viðgerð. Aðgerðartími var að meðaltali 134 mínútur (bil 80-260 mínútur) og meðal-tangartími á ósæð 24 mínútur. Hjá einum sjúklingi þurfti að nota hjarta- og lungnavél sem tengd var í nára. Algengustu fylgikvillar eftir aðgerð voru háþrýstingur (n=22) og hjartabilun (n=3). Enginn sjúklingur lamaðist eftir aðgerð. Miðgildi legutíma var níu dagar (bil 4- 127 dagar). Sjö börn (18 %) hafa þurft á víkkun að halda eftir aðgerð og eitt barn fór í enduraðgerð í framhaldi af víkkun með blöðru. Endurtekna skurðaðgerð þurfti ekki að gera hjá neinum vegna endurþrengsla. Öll börnin lifðu af aðgerð og í dag eru öll á lífi utan eitt sem dó rúmlega þremur mánuðum eftir aðgerð vegna annarra flókinna meðfæddra galla. Ályktun: Tíðni meðfæddrar ósæðarþrengingar er svipaður og í nágrannalöndum okkar. Meira en helmingur þessara sjúklinga fer í skurðaðgerð. Árangur skurðaðgerða er mjög góður og á það bæði við um tíðni fylgikvilla í og eftir aðgerð. Skurðdauði er lágur og langtímahorfur mjög góðar. V 57 Tímatengd áhrif tolterodins á taugatengda blöðru- ofvirkni í sjúklingum með mænuskaða Guðmundur Geirsson', A. Harðardóttir', S. Steindórsdóttir1, D. Scholfield2, S. Haughie2, P. Glue’, B. Malhotra3 'Þvagfæraskurðdeild Landspítala, 2Pfizer í Bretlandi og 3Bandarikjunum gug@landspitali.is Tilgangur rannsóknar: Lyfið tolterodin er sértækur samkeppnisblokki muskarinvirkra viðtaka með sértækni á þvagblöðru. Pekkt er að lyfið tolterodin IR frásogast vel með hámarksþéttni í blóði einni klukkustund eftir gjöf á töflu. Það má því búast við að klínisk lyfjafræðileg áhrif sé í samræmi við lyfjahvörf lyfsins. Pað hefur áður verið sýnt fram á að blöðruþrýstingsmæling með átaksfyllingu (force-fill cystometry, FrFC) getur framkallað óhaminn blöðrusamdrátt hjá sjúklingum með mænuskaða og taugatengda blöðruofvirkni. Hægt hefur verið að draga úr þessum viðbrögðum með raförvunarmeðferð og andkólínvirkum lyfjum.Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta þann tíma sem það tekur að bæla óhaminn blöðrusamdrátt eftir gjöf á tveggja mg skammti af tolterodin IR, borið saman við lyfleysu þegar átaksfyllingarpróf (FrFc)er notað. Aðferðir: Þetta var tvíblind slembirannsókn með tvíhliða víxlun (2 way cross over) þar sem notað var annars vegar einn 2ggja mg. skammtur af tolterodine og hins vegar lyfleysa. Átta sjúklingar, sem eru með staðfesta taugatengda blöðruofvirkni eftir mænuskaða, tóku þátt í rannsókninni. Fyrir lyfjagjöf var gerð blöðruþrýstingsmæling með hraðri fyllingu (fast-fill cystometry, FsFC) til að ákvarða blöðrurýmd við fyrsta óhaminn samdrátt. Hámarksþéttni lyfs í sermi (PK) fyrir, Vi, 1 og 2 klukkustundum eftir lyfjagjöf var mælt. Strax eftir blóðtöku var gerð FrFC sem endurtekin var þrisvar með 2-5 mínútna millibili. Blaðran var fyllt með 100 ml minni vökva en það magn sem olli fyrsta óhamda samdrætti við FsFC. Síðan var 100 ml af saltvatni sprautað hratt inn í blöðru með fyllihraða 10-20 ml/sek til að framkalla óhaminn samdrátt. Flatarmál undir þrýstingskúrfu þess samdráttar sem framkallaðist við FrFC(AUC) var mælt fyrir lyfjagjöf, 'Æ, 1 og 2 klukkustundum eftir lyfjagjöf. Auk þess var hámarksþrýstingur samdráttar skoðaður á sömu tímapunktum. Niðurstöður: The mean (SD) values for detrusor pressure AUC and Pmax are shown in Table 1 (N=8). Tablo 1. Mean (SD) AUC and PTOX Following Toltorodino and Placebo Troatmonts Endpoint Treatment Pro-Doso 0.5 hr 1 hr 2 hr AUC (cmHjO.sec) Tolterodine 3713 (1702) 1513 (996) 1036 (383) 1133 (718) Placebo 3464 (1342) 2213(1134) 2067 (2144) 1363 (899) Pmax (cmHjO) Tolterodine 49.4 (22.3) 24.8 (22.2) 13.5(4.9) 12.9 (6.8) Placebo 47.8 (30.4) 34.8 (26.8) 26.3 (25.5) CO 00 CO ö Á mynd 1 sést þéttni tolterodins í sermi á mismunandi tímapunktum og áhrif þess á flatarmál undir þrýstingskúrfu og hámarksþrýsting. Gildin eru skráð sem mismunur á áhrifum tolterodins og lyfleysu. í ljós kom að munur er á áhrifum lyfs og lyfleysu á því tímaskeiði sem rannsóknin náði til. Þessi mismunur var marktækur hvað varðar hámarks blöðruþrýsting eftir 'A Mynd 1 Læknablaðið/fylgirit 54 2007/93 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.