Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 53

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 53
ÁGRIP VEGGSPJ ALDA / VÍSINDI Á VORDÖGUM V102 Genatjáningargreining á blóðmyndandi forverafrumum sýnir fram á að Dlg7 sé mögulegt stofn- frumugen Kristbjörn Orri Guðmundsson1, Leifur Porsteinsson', Ólafur E. Sigurjónsson1, Jonathan R. Keller3, Karl Olafsson2, Torstein Egeland4, Sveinn Guðmundsson1, Þórunn Rafnar5 'Blóðbanki Landspítala,2kvensjúkdómadeild Landspítala,3National Cancer Institute-USA, 4Immunologisk Institutt - Rikshospitalet Oslo, ’Urður Verðandi Skuld kristbj@landspitali. is Inngangur: Þrátt fyrir miklar framfarir í rannsóknum á stofnfrumum á undanförnum árum hefur ekki verið sýnt fram á hvernig sjálfsendurnýjunarhæfni og sérhæfing stofnfrumna á sér stað með fullnægjandi hætti. Á undanförnum árum hefur með frumuræktunar- og dýratilraunum verið sýnt fram á ýmis erfðafræðileg stjórnkerfi sem virðast hafa áhrif á þessi ferli stofnfrumna. Þar er meðal annars um að ræða ýmsa umritunarþætti, frumuhringshindrara, gen sem stjórna umritun og ýmis prótein sem tengjast þroskunarferlum. Murkmið: Að nota stofnfrumulínuna KGl til þess að finna ný gen sem gegna hlutverki í sjálfsendurnýjun og sérhæfingu stofnfrumna. Aðferðir: Við beittum örflögutækni og „subtractive cioning" aðferðum, til þess að greina gen sem ekki höfðu verið tengd sjálfsendurnýjun og sérhæfingu í stofnfrumum. Síðan könnuðum við tjáningu gensins í „primary“ stofnfrumum og könnuðum áhrif yfirtjáningar í fósturstofnfrumum. Niðurstöður: Eitt af genunum sem við einangruðum var Dlg7 homolog við drosophilu genið Dlgl. Við höfum sýnt fram á að Dlg7 er tjáð í frumstæðum blóðmyndandi stofnfrumum (CD34+CD38-), mesenchymal stofnfrumum, CD133+ frumum, músa fósturstofnfrumum (mES frumum) en mun minna í blóðmyndandi froverafrumum og ekki tjáð í sérhæfðum blóðfrumum. Einnig höfum við sýnt fram á að Dlg7 er tjáð í nokkrum hvítblæðisfrumulínum og æxlum, þar á meðal í þvagblöðru, ristli og lifur, en ekki í heilbrigðum aðlægum vef. Yfirtjáning á Dlg7 í mES frumum, eykur vaxtarhraða mES frumna og dregur úr sérhæfingu þeirra (færri og smærri embryoid bodies) og eykur tjáningu á Oct4, Bmp4, Rexl og Nanog. Ályktanir: Við teljum að Dlg7 gegni mikilvægu hlutverki í stofnrumum við viðhaldi á sjálfsendurnýjunar hæfni stofnfrumna og í krabbameinsmyndun. V103 Kortlagning erfðabrenglana með hjálp örflögutækni í brjóstaæxlum sjúklinga úr fjölskyldum sem bera kímlínu- stökkbreytingu í BRCA1 og BRCA2 genunum og úrfjölskyld- um með hækkaða tíðni meinsins án BRCA1/2-stökkbreyt- ingar Haukur Gunnarsson1, Göran Jonsson2, Aðalgeir Arason', Bjarni A Agnarsson3, Óskar Þór Jóhannsson4, Johan Vallon-Christersson2, Johan Staaf2, Hakan Olsson2, Ake Borg2, Rósa Björk Barkardóttir' 'Sameindalíffræðieining, rannsóknastofu í meinafræði, Landspítala, 2Krabbameinsdeild Háskólasjúkrahúsins í Lundi, 3rannsóknastofa í meina- fræði, Landspítala, 4krabbameinsdeild Landspítala haukur@landspitali. is Inngangur: Um 5-10% brjóstakrabbameinstilfella tilheyra fjölskyldum með háa tíðni meinsins. Skýra má allt að helming þeirra með kímlínustökkbreytingu í BRCAl- og BRCA2- genunum. Ekki hefur tekist að finna önnur gen sambærileg BRCAl og BRCA2 sem skýra tilurð sjúkdómsins í hinum helmingnum. Markmið: Markmið rannsóknarinnar er að bera saman tíðni og dreifingu erfðabrenglana í brjóstakrabbameinsæxlum fjölskyldna með 1) kímlínustökkbreytingu í BRCAl- eða BRCA2-geni, 2) tíð mein án BRCAl/2-kímlínubreytingar (BRCAX) og 3) stakstæð (sporadisk) brjóstakrabbamein. Aðferðafræði: DNA var einangrað úr fersk-frosnum æxlisvef: BRCAl (n=24), BRCA2 (n=45), BRCAX (n = 89) og stakstæð viðmiðunarsýni (n=53). Framkvæmd var örflögurannsókn (array-CGH). Örflögurnar samanstóðu af yfir 32.400 BAC- klónuðum þreifurum með ca. 45 kb. upplausn. Örflögurnar voru skannaðar inn í tölvu (Agilent microarray scanner), niðurstöður villurýndar (GenePix Pro) og gögnum hlaðið inn á BASE (Bio Array Software Environment) til leiðréttingar á bakgrunni og stöðlunar. CGH-plotter hugbúnaðurinn var notaður til kortlagningar erfðabrenglana. Niðurstöður: Tíðni erfðabrenglana er hærri hjá BRCAl- og BRCA2-hópunum miðað við BRCAX og stakstæða hópinn. í samanburði við stakstæða hópinn er tap erfðaefnis á litningi 4 og 5q einkum einkennandi fyrir BRCAl hópinn en fyrir BRCA2 hópinn aukning erfðaefnis á 20q og tap erfðaefnis á 13q. BRCAX hópurinn sker sig ekki afgerandi frá stakstæða hópnum hvað varðar tíðni brenglana og staðsetningu þeirra. Tíðar brenglanir meðal beggja hópa eru aukning erfðaefnis á lq, 8q og 16p og tap erfðaefnis á 8p, 11 q og 16q. Ályktun: Niðurstöðurnar gefa til kynna að þau litningasvæði sem hafa áhrif til myndunar brjóstakrabbameins í fjölskyldum sem ekki skýrast af stökkbreytingum í BRCAl og BRCA2 séu mörg hver þau sömu og hafa áhrif í stakstæðum æxlum. Þær staðfesta einnig mjög háa brenglunartíðni BRCAl og BRCA2 æxla sem endurspegla aftur mikilvægi þeirra í DNA- viðgerðaferli frumnanna. Læknablaðið/fylgirit 54 2007/93 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.