Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 29

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 29
ÁGRIP VEGGSPJ ALDA / VÍSINDI Á VORDÖGUM skurðaðgerðir, mikil blæðing og fullreynd meðferð blóðhluta eru einkennandi fyrir sjúklinga sem fengið hafa rFVIIa í hjartaaðgerð hér á landi. Svo virðist sem rfVII sé mjög virkt lyf í að stöðva alvarlegar blæðingar í hjartaaðgerðum. Dánartíðni er þó há. Rannsaka þarf betur fylgikvilla rFV'7/a-meðferðar, en lyfið gæti hafa stuðlað að myndun blóðtappa í heila og lungum hjá einum sjúklingi. V 48 Æxli í skeifugörn Jóhann Páll Ingimarsson1, Jón Gunnlaugur Jónasson2, Jónas Magnússon1, Páll Helgi Möller1 ‘Skurðlækningadeild Landspítala, 2rannsóknarstofa HÍ í meinafræði johannpa@landspitali.is Inngangur: Æxli í skeifugörn eru sjaldgæf og hafa yfirleitt slæmar horfur. Umdeilt er hvaða meðferð sé ákjósanlegust við slík æxli, bæði þegar kemur að aðgerðavali og lyfjameðferð. Tilgangur rannsóknar okkar var að athuga faraldsfræði skeifugarnaæxla, greiningaraðferðir, meðferðir og lifun á Islandi yfir 50 ára tímabil, eða frá 1955 til 2005. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar voru fengnar úr Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands um alla einstaklinga sem greinst hafa með æxli í skeifugörn á tímabilinu 1955 til 2005 og þær bornar saman við greiningaskrá Rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði. Gögn voru fengin úr sjúkraskrám einstaklinganna. Öll sýni voru endurskoðuð af einum og sama meinafræðingnum. Niðurstöður: Tultugu og níu manns greindust með æxli í skeifugörn á tímabilinu, 18 karlar og 11 konur. Meðalaldur við greiningu var 63 ár (bil 42-83). Heldur fleiri greindust seinustu 15 árin (n=13) samanborið við tímabilin þar á undan. Algengustu einkennin voru: kviðverkir (n=19), slappleiki (n=16), blóðleysi (n=7), þyngdartap (n=7), gula (n=6) og uppköst (n=6). Æxlin voru oftast greind með tölvusneiðmynd (n=13), passage (n=7) eða röntgen mynd af maga (n=7). Flest æxlanna voru kirtilfrumukrabbamein (n=16) en önnur voru silfurfrumuæxli (carcinoid) (n=7), strómaæxli (GIST) (n=2), meinvörp annarra æxla (n=2) og önnur æxli voru 2. Algengustu aðgerðir voru Whipple’s aðgerð (n=7), brottnám á skeifugörn og/eða ásgörn (n=5) og brottnám á æxli (n=3).Tveir einstaklingar voru greindir óskurðtækir í aðgerð, tveir fengu enga skurðmeðferð og einn einstaklingur greindist við krufningu. Algengustu fylgikvillar aðgerðar voru fistlar frá brisi (n=4) og sárasýkingar (n=3). Einn sjúklingur lést í kjölfar aðgerðar, úr sýklasótt og losti. Einn skurðlæknir hefur sinnt fimm tilfellum á íslandi, einn þremur og tveir tveimur. Sex manns fengu krabbameinslyfjameðferð eftir skurðaðgerð en enginn fyrir skurðaðgerð, fjórir við kirtilfrumukrabbameini og tveir við meinvörpum í skeifugörn. Miðgildi lifunar fyrir kirtilfrumukrabbamein er 16 mánuðir (bil 0-39). Þar af eru fjórir sjúklingar enn á lífi, (13-39 mánuðir frá greiningu). Miðgildi lifunar fyrir silfurfrumuæxli er 72 mánuðir (bil 23-144). Uniræða: Æxli í skeifugörn eru sjaldgæf á íslandi og skurðlæknar því útsettir fyrir fáum tilfellum. Einkenni eru ósértæk og greiningaraðferðir mismunandi. Hlutfall kirtilfrumuæxla og silfurfrumuæxla er svipað hér og erlendis. Horfur eru slæmar hérlendis og heldur verri en lýst er í erlendum rannsóknum, þó þær rannsóknir nái flestar yfir mun skemmra tímabil. Tíðni fer vaxandi af óþekktum ástæðum. V 49 Vefjagerð carcinoid lungnaæxla er óáreiðanleg til að spá fyrir um klíníska hegðun þeirra Jóhanna M. Sigurðardóttir1, Kristinn B. Jóhannsson1, Helgi ísaksson2, Steinn Jónsson3-4, Bjarni Torfason1-4,Tómas Guðbjartsson1-4 ‘Hjarta- og Iungnaskurðdeild.2Rannsóknarstofa í meinafræði og3lungnadeild Landspítala, 4læknadeild HÍ johannamsig@yahoo. com Inngangur: Carcinoid æxli eru krabbamein af neuroendocrine uppruna sem oftast greinast í kviðarholi en geta greinst í lungum. Þau hegða sér oftast sem góðkynja æxli en geta þó meinverpst. Hefð er fyrir því að skipta þeim í illkynja (atypical) og hefðbundna (classical) vefjagerð. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna faraldsfræði og árangur meðferðar við carcinoid lungnaæxlum á Island með sérstaka áherslu á vefjagerð æxlanna. Efniviður og aðferðir: Afturvirk rannsókn sem nær til allra tilfella sem greinst hafa á íslandi frá 1955-2005. Upplýsingar fengust úr sjúkra- og aðgerðarskrám. Æxlin voru stiguð skv. TNM stigunarkerfi fyrir lungnakrabbamein. Öll æxlin voru endurskoðuð af meinafræðingi. Niðurstöður: Alls greindust 64 tilfelli (22 karlmenn, 42 konur, meðalaldur 49 ára),sem er 1,9% af öllum lungnakrabbameinum greindum á þessum 50 árum. Algengustu einkennin voru takverkur og hósti en 20 sjúklingar greindust fyrir tilviljun. Hjá 45 sjúklingum fannst æxlið miðlægt í lungum, jafnt í hægra sem vinstra lunga. Langoftast var um að ræða klassíska vefjagerð (84%) en 10 sjúklingar voru með illkynja vefjagerð. Meðalstærð æxlanna var 2,6 cm (bil 0,4-5,5 cm) og reyndust 33 sjúklingar vera á stigi I og 2 á stigi II. Hjá fjórum sjúklingum fundust meinvörp í miðmætiseitlum (stig III) og 4 reyndust með fjarmeinvörp (stig IV), en tveir þeirra (50%) voru með hefðbundna vefjagerð. Einn sjúklingur lést innan 30 daga frá aðgerð en algengasta aðgerðin var blaðnám (82%) og fjórir sjúklingar gengust undir lungnabrottnám.Við eftirlit höfðu íimm af 64 sjúklingum látist af völdum sjúkdómsins (7,8%), tveir þeirra voru með hefðbundna vefjagerð. Fimm ára lífshorfur voru mun betri fyrir sjúklinga með hefðbundna vefjagerð, eða 96% samanborið við 70% (p<0,001). Ályktun: Carcinoid lungnaæxli hegða sér ofast góðkynja en þessi æxli geta sáð sér í miðmætiseitla og/eða önnur líffæri. Þetta getur dregið sjúklingana til dauða. Engu að síður eru horfur hópsins í heild mjög góðar og árangur skurðaðgerða er góður. Vefjagerð virðist ekki vera áreiðanleg til að spá fyrir um klíníska hegðun þessara æxla. Læknablaðið/fylgirit 54 2007/93 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.