Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 36

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 36
ÁGRIP VEGGSPJALDA / VÍSINDI Á VORDÖGUM ástæður þessara aðgerða hér á landi og bera saman við opnar aðgerðir með tilliti til aðgerðarlengdar, fylgikvilla og legutíma. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir sjúkraskrár sjúklinga sem gengust undir brottnám á milta á Landspítala sem valaðgerð á rannsóknartímanum. Skráð var ábending aðgerðar,þættir tengdir aðgerð, legutími eftir aðgerð og fylgikvillar. Rannsóknin var samþykkt af Persónuvernd og Vísindasiðanefnd Landspítala. Niðurstöður: Á tímabilinu voru gerðar 66 valmiltistökur. Meðalaldur sjúklinga við aðgerð var 49,8 (8,9-82,3) ár, ekki var munur á aldri milli þeirra sem fóru í opna aðgerð og þeirra sem fóru í kviðsjáraðgerð. Karlar voru 34 en konur 32, ekki var munur á aldri milli kynja. I 27 tilfellum var byrjað með kviðsjáraðgerð en í þremur tilfellum þurfti að skipta yfir í opna aðgerð, í tveimur tilfellum vegna blæðingar og í einu tilfelli liggja ekki fyrir upplýsingar um ástæðu. Opnar aðgerðir voru 38 og í einu tilfelli vantaði upplýsingar. Kynjaskipting í hópunum var jöfn. Algengustu ábendingar aðgerðar voru blóðflögufæð 32, eitilfrumukrabbamein 10 og hnattrauðkornakvilli (spherocytosis) fimm. Samsvörun milli ábendinga aðgerða og meinafræði sýna var góð. Miðgildi aðgerðartíma var 110 mínútur, fyrir kviðsjáraðgerðir 132 mínútur en opnar 91 mínúta (p<0,0001). Meðal blæðing var 670 ml, í kviðsjáraðgerðum var meðal blæðing 580 ml en í opnum 730 ml (p=0,4413). Meðallegutími var 8,4 dagar, eftir opnar aðgerðir var legulengd 11,2 dagar en 4,4 eftir kviðsjáraðgerðir (p=0,0394). í 39 tilfellum komu ekki fram fylgikvillar en hjá 23 sjúklingum komu fram fylgikvillar, upplýsinar vantar í fjórum tilfellum. Af sjúklingum sem fóru í opnar aðgerðir fengu 15 (42%) fylgikvilla og eitt dauðsfall varð innan 30 daga frá aðgerð. Af sjúklingum sem fóru í kviðsjáraðgerð fengu 8 (31%) fylgikvilla. Ekki var marktækur munur á tíðni fylgikvilla. Ályktun: Miltistaka um kviðsjá hefur í för með sér tilhneigingu til minni blæðingar í aðgerð og færri fylgikvilla en opin aðgerð. Legutími er styttri eftir kviðsjáraðgerðir en opnar aðgerðir. Kviðsjáraðgerðir eru tímafrekari en opnar aðgerðir. V 62 Nýrnahettubrottnám með kviðsjá á íslandi 1997-2005 Bergþór Bjömsson', Margrét Oddsdóttir1-2 ‘Skurödeild Landspítala, 2læknadeild HÍ bergthor@landspitali. is Inngangur: Æxli í nýrnahettum eru sjaldgæf en geta verið margvísleg. Frá 1997 hafa valaðgerðir vegna nýrnahettuæxla á Islandi verið gerðar með kviðsjártækni. Flestar aðgerðirnar hafa verið gerðar af einum skurðlækni. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur umræddra aðgerða hér á landi og bera saman við erlendar niðurstöður. Efniviður og aðferðir: Sjúkraskrár allra voru skoðaðar og upplýsingum safnað um ástæður aðgerða, þætti tengda aðgerð, fylgikvilla, fjölda legudaga og vefjagreiningu. Niðurstöður: Fjarlægðar voru 53 nýrnahettur úr 48 sjúklingum á tímabilinu frá 1997 til 2005. Konur voru í meirihluta (37), meðalaldur sjúklinga var 53,6 ár (24,4-78,8). Algengara var að vinstri nýrnahetta væri fjarlægð en sú hægri (34/19), í fjórum tilfellum voru báðar nýrnahettur fjarlægðar í sömu aðgerð. Meðalstærð sýna var 6,8 cm (4,5-10,5). Ástæður aðgerða voru 17 vegna stærðar kirtils, 12 vegna hækkunar aldosterons í blóði, 10 vegna gruns um litfíkilsæxli, fjórir vegna Cushings heilkennis/sjúkdóms, fjórir vegna offramleiðslu karlhormóna, tveir vegna gruns um meinvarp. Meðal agerðartími var 168 (87-370) mínútur (ein nýrnahetta) og meðalblæðing var 117 ml (0-650). Aðgerðartími var marktækt lengri þegar um litfíkilsæxli var að ræða (233 mínútur) en aðrar fyrirferðir (p=0,003) og í þeim aðgerðum var blæðing einnig meiri (260 ml) en í öðrum aðgerðum á annarri nýrnahettu (p<0,0001). Fylgikvillar voru sjaldgæfir, engir meiriháttar. Meðal legutími var 2,6 dagar (1-6 dagar). Aldrei þurfti að skipta yfir í opna aðgerð. Einn sjúklingur reyndist óvænt vera með illkynja æxli og einn sem talinn var vera með litfíkilsæxli reyndist ekki hafa það. Ályktanir: Nýrnahettubrottnám um kviðsjá hafa gengið vel á Islandi og er í dag valmeðferð við góðkynja fyrirferð í nýrnahettu. Niðurstöður á Islandi eru í góðu samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna. Brottnám litfíkilsæxla með kviðsjá er örugg þó það sé tímafrekara og hafi í för með sér lítillega meiri blæðingu en brottnám annarra æxla. V 63 Árangur af ísetningu lyfjabrunna á Landspítala yfir eins árs tímabil Bergþór Björnsson1, Pétur Hannesson2, Agnes Smáradóttir1, Páll Möller1 ‘Skurðlækningadeild, 2 myndgreiningadeild og 3lyflækningadeild krabba- meina Landspítala bergthor@landspitali.is Inngangur: Notkun lyfjabunna hefur aukist undanfarin ár á Landspítala. Erlendar rannsóknir sýna að tíðni bráðra sem og síðkomina fylgikvilla er lág. Þetta hefur ekki verið rannsakað áður hér á landi og því var tilgangur rannsóknarinnar að kanna notkun lyfjabrunna á Landspítala auk tíðni fylgikvilla og bera saman við niðurstöður erlendra rannsókna. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn. Allir fullorðnir sjúklingar sem fengu lyfjabrunn á skurðlækningadeild Landspítala Hringbraut á tímabilinu 1. september 2005 til 31. ágúst 2006 voru teknir inn í rannsóknina. Skráðar voru upplýsingar úr aðgerð, niðurstöður lungnamyndatöku eftir ísetningu og klínískar upplýsingar á meðan á notkun stóð. Farið var yfir myndrannsóknir allra sjúklinga, bæði lungnamyndatöku og síðari viðeigandi rannsóknir. Rannsóknin var samþykkt af Vísindasiðanefnd Landspítala og Persónuvernd. Niðurstöður: Settir voru 128 lyfjabunnar í 121 sjúkling. Heildarfjöldi daga þar sem sjúklingar voru með lyfjabrunn var 32.290. Konur voru 85, karlar 44. Meðalaldur sjúklinga var 57 (18-86,4) ár. Algengasta ástæða ísetningar var krabbameinslyfjameðferð (n=121). Algengustu greiningar voru brjóstakrabbamein (34), ristil- og endaþarmskrabbamein (31), eitlakrabbamein (12) og briskrabbamein (8). í 14 tilfellum náði slanga ekki inn í efri miðbláæð og í 19 tilfellum var slanga niður undir hægri gátt eftir ísetningu. I sex tilfellum lá slanga niður í hægri gátt og í þremur tilfellum færðist slanga þangað síðar. Snemmkomnir fylgikvillar við ísetningar voru sex ástungur á slagæð (án alvarlegra afleiðinga), tvö loftbrjóst sem hvorugt greindist fyrir útskrift og í einu tilfelli blæðing sem leiddi til enduraðgerðar. Eftir 101 ísetningu komu ekki fram neinir 36 Læknablaðið/fylgirit 54 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.