Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 40

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 40
ÁGRIP VEGGSPJALDA / VÍSINDI Á VORDÖGUM V 70 Aðskilinn lungnahluti - átta tilfelli meðhöndluð með skurðaðgerð Andreas Pikwer'.Tómas Guðbjartsson2-3 Læknadeild Háskólans í Lundi', hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala2, læknadeild HÍ3 tomasgud@landspitali. is Inngangur: Aðskilinn lungnahluti (pulmonary sequestration) er sjaldgæfur meðfæddur galli þar sem hluti lungna er án tengsla við lungnaberkjur og lungnablóðrás. Lungnahlutinn tekur því ekki þátt í loftskiptum. Oftar en ekki veldur aðskilinn lungnahluti einkennum en sjúklingarnir geta einnig verið án einkenna og greinast stundum fyrir tilviljun. Meðferð felst í skurðaðgerð þar sem lungnahlutinn er fjarlægður. Þó er umdeilt hversu umfangsmikil skurðaðgerðin þarf að vera. Tilgangur þessarar rannsóknar var að rannsaka alla sjúklinga sem fengu meðferð við meðfæddum lungnahluta á Háskólasjúkrahúsinu í Lundi frá 1994 til 2004. Aðaláhersla var lögð á einkenni og greiningu sjúkdómsins auk árangurs skurðmeðferðar. Efniviður og aðferðir: Alls greindust átta tilfelli, sjö karlar og ein kona. Meðalaldur við greiningu var 7,3 ár (bil 25 dagar- 17 ár). Upplýsingar um sjúklinga fengust úr sjúkraskrám og gagnagrunni meinafræðideildar Háskólasjúkrahússins í Lundi. Haft var samband við sjúklinga eða aðstandendur þeirra og var lengd eftirfylgni 87 mánuðir (miðgildi). Niðurstöður: Alls greindust átta sjúklingar og gengust þeir allir undir skurðaðgerð. Sjö þessara sjúklinga greindust í kjölfar einkenna frá loftvegum, oftast vegna lungnabólgu. Tveir greindust með hjartabilun. Fimm sjúklingar voru með aðra meðfædda galla, þar á meðal sd/?n7a/--heilkenni og meðfædda hjartasjúkdóma. Greining aðskilins lungnahluta fékkst með slagæðamyndatöku hjá sjö sjúklingum en hjá einum með segulómskoðun. I öllum tilvikum var frantkvæmd skurðaðgerð þar sem lungnablaðið með lungnahlutanum var fjarlægt (blaðnám, lobectomy). Fylgikvillar eftir aðgerð voru sjaldgæfir og engir alvarlegir. I dag eru allir sjúklingarnir að einum undanskildum (sem hefur aðra flókna meðfædda galla) við góða líðan. Alyktun: Algengustu einkenni aðskilins lungnahluta eru frá öndunarfærum og hjarta. Fjölbreytileg einkenni gera greiningu erfiða og geta valdið töfum á greiningu. Þetta á ekki síst við um greiningu hjá börnum sem einnig eru með meðfædda hjartagalla. Þess vegna verður að hafa einkenni aðskilins lungnahluta í huga sem hugsanlega mismunagreiningu í þessum hópi sjúklinga. Hægt er að meðhöndla aðskilinn lungnahluta með góðum árangri með blaðnámi. V 71 Miðblaðsheilkenni. Klínísk einkenni og meinafræði Jón Þorkell Einarsson', Jónas G. Einarsson1, Helgi J. ísaksson2, Tómas Guðbjartsson3, Gunnar Guðmundsson' 1 Lungnadeild, 2rannsóknastofu í meinafræði og 3hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala tomasgud@landspitali. is Inngangur: Miðblaðsheilkenni (Middle lobe syndrome) er sjaldgæft sjúkdómsástand í miðblaði hægra lunga. Lítið er 40 Læknablaðið/fylgirit 54 2007/93 vitað um klínísk einkenni og meinafræði þess. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna þessi atriði. Efniviður og aðferðir: Skoðuð voru sjúkragögn sjúklinga þar sem miðblaðið hafði verið fjarlægt (lobectomy) árin 1984 til 2006. Þeir fundust með leit í gagnagrunni rannsóknarstofu í meinafræði, Landspítala, og sjúkraskýrslur frá klínískum deildum voru kannaðar. Niðurstöður: Um var að ræða 17 sjúklinga, fjóra karla og 13 konur á aldrinum 2-86 ára (meðalaldur 53 ár). Algengast var að sjúklingar hefðu endurteknar sýkingar (13) og hósta (11). Einnig uppgang (9), mæði (8), brjóstverk (7) og blóðhósta (2) sem einkenni. Átta voru með teppusjúkdóm í lungum. Við skoðun heyrðist önghljóð yfir lungum hjá sjö sjúklingum. Tölvusneiðmyndir voru til af öllum sjúklingunum og sýndu þær þéttingu (9), samfall (9), berkjuskúlk (6) og dreifðar þéttingar (4). Hjá einum sást aðskotahlutur í berkju. Alls sáust níu mismunandi vefjafræðilegar orsakir fyrir miðblaðsheilkenni. Algengast var að sjá berkjuskúlk eða hjá átta sjúklingum. Þrír höfðu aðskotahlutsviðbragð. Til viðbótar var algengt að sjá trefjavefslungnabólgu og berkjubólgu. Berkjuspeglun hafði verið gerð í 15 sjúklinganna og var fyrirstaða í miðblaðsberkju hjá einum. Áiyktanir: Miðblaðsheilkenni var algengara í konum. Endurteknar sýkingar, hósti, uppgangur og mæði voru algeng einkenni. Ýmsar vefjagreiningar koma fyrir en berkjuskúlk er algengast og æxli er sjaldgæft. Fyrirstaða í berkju var sjaldan fyrir hendi. V 72 Sogæðaæxli í kviðarholi - sjúkratilfelli Gígja Guðbrandsdóttir', Jónas Magnússon', Sigurður V. Sigurjónsson2 Kristrún R. Benediktsdóttir3, Páll Helgi Möller* 1 'Skurðlækningadeild^myndgreiningardeildogTannsóknastofuímeinafræði, Landspítala gigjagud@landspitali. is Inngangur: Sogæðaæxli í kviðarholi hjá fullorðnum er sjaldgæfur góðkynja sjúkdómur en einungis 2-8% þeirra eiga upptök sín þar. Þessi æxli eru algengari hjá konum, koma fyrir í öllum aldurshópum og geta haft breytilega sjúkdómsmynd. Orsök sjúkdómsins er talin vera þróunarlegur galli á sogæðakerfinu en einnig er kenning um að bólga eða sýking í sogæðakerfinu geti leitt til hindrunar á streymi vökva og þar af leiðandi samsöfnunar og myndunar fyrirferða. Meðferðin er brottnám með skurðaðgerð og horfur eftir aðgerð eru góðar. í september 2006 voru tveir karlmenn teknir til aðgerðar á Landspítala með sogæðaæxli og er þeim tilfellum lýst hér. Tilfelli: Fyrra tilfellið var 23ja ára hraustur karlmaður með tveggja ára sögu um vaxandi bakverki sem ekki svöruðu hefðbundinni meðferð. Tölvusneiðmynd af kviðarholi sýndi fyrirferð umhverfis briskirtil. Vefjasýni var fengið frá fyrirferðinni með kviðsjárspeglun sem staðfesti greininguna. Sjúklingur fór í kviðarholsskurð þar sem blöðrukennd fyrirferð var fjarlægð. Einnig var tekið sýni frá briskirtli. Aðgerðin var fylgikvillalaus sem og gangur eftir aðgerð. Engar illkynja breytingar greindust og var ekki mælt með frekari meðferð. Seinna tilfellið var 46 ára karlmaður með nýgreindan háþrýsting J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.