Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 49

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 49
ÁGRIP VEGGSP JALDA / VÍSINDI Á VORDÖGUM gæti bent til þess að bandvefsforverafrumur hafi meiri hæfni sem stofnfrumur en CD34+ forverafrumur. V 92 B-minnisfrumur sem myndast við bólusetningu gegn meningókokkum C eru langlífar Maren Henneken* 1, Nicolas Burdin2, Einar Thoroddsen3, Sigurveig Þ. Sigurðardóttir1-4 * * * * * * *' Emanuelle Trannoy2, Ingileif Jónsdóttir14 'Ónæmisfræðideild Landspítala, 2Sanofi Pasteur, Marcy1 Étolie, Frakklandi, 3 háls-, nef- og eyrnadeild Landspítala, 4læknadeild HI marenh@landspitali. is Inngangur: Mikilvægt er að bólusetning veki ónæmisminni sem veitir langtímavernd gegn smitsjúkdómum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna myndun og viðhald B- minnisfrumna gegn fjölsykru (FS) Neisseria meningitides (meningókokka) af gerð C (MenC) Aðferðir: B-frumur voru merktar með flúrskinsmerktri MenC- FS og tíðni þeirra metin í flæðifrumusjá eftir bólusetningu fullorðinna (n=12) með MenC-FS tengdri TT (MenC-TT), og ungbörnum (n=21) sem fengu MenC-TT sex og átta mánaða,og eldri börunum sem fengu einn skammt.Tíðni MenC-FS sértækra plasmafrumna fyrir var mæld með ELISPOT og mótefni mæld með ELISA. Niðurstöður: Tíðni MenC-FS sértækra B-frumna í blóði var hæst á níunda degi (0,07% fyrir og 0,29% eftir bólusetningu),og marktæk aukning var í tíðni MenC-FS-sértækra plasmafrumna. MenC-sértæk IgA mótefni voru l,2pg/ml og 5,0pg/ml fyrir og eftir bólusetningu (p=0,002), IgG mótefni voru l,9pg/ml og 5,4pg/ ml fyrir og eftir bólusetningu (p=0,006) og hátt hlutfall IgG/IgM benti til minnissvars. í ungbörnum sem fengu tvo skammta af MenC-TT var tíðni MenC-FS sértækra 0,16% og IgG mótefni l,5pg/ml. f börnum sem fengu einn skammt af MenC-Tl 0,5-2 (n=15), 3-10 (n=14) eða 11-18 (n=4) ára gömul var tíðni MenC- FS sértækra B-frumna var 0,12%, 0,10% og 0,08% og magn IgG mótefna var 1,3,4,2 og 1,6 pg/ml. Langflestar MenC-FS sértækar B frumur höfðu svipgerð minnisfrumna (86,6%; 6,7-100%) og það var marktæk fylgni milli tíðni MenC-FS sértækra B-frumna og MenC-FS sértækra B-minnisfrumna (r=0,931, p<0,001). Ályktun: Rannsókn okkar sýnir að hægt er að greina og meta tíðni FS-sértækra B-minnisfrumna þrem árum eftir bólusetningu með próteintengdu fjölsykrubóluefni, jafnvel hjá börnum sem fengu einn skammt af bóluefni sem ungabörn. Aðferðin mun gagnast við mat á langtímaáhrifum bólusetninga. V 93 Mótefnasvarogónæmisminniaukastviðbólusetningu nýburamúsameðprótein-tengdummeningókokkafjölsykrum C ef ónæmisglæðirinn LT-K63 er gefinn með Siggeir F. Brynjólfsson12, Stefanía P. Bjarnarson1-2, Giuseppe Del Giudice3, Ingileif Jónsdóttir1-2 'Ónæmisfræðideild Landspítala,2læknadeild HÍ, 3Novartis Vaccines, Siena. Ítalíu siggeir@landspitali. is Inngangur: Ónæmiskerfi nýbura einkennist af vanþroska. Því er brýnt að þróa bólusetningaleiðir sem hámarka vernd gegn smitsjúkdómum, sérstaklega í nýburum. Meningókokkar, sem geta valdið heilahimnubólgu og blóðsýkingu, er gott dæmi um slíkan sýkil. Nýburamúsamódel fyrir pneumókokkasýkingar hefur verið aðlagað að bólusetningu gegn meningókokkum. Par sem meningókokkar sýkja ekki mýs er verndandi virkni í sermi eftir bólusetningu metin in vitro sem „serum bactericidial activity" (SBA). Verndandi áhrifum próteintengdra MenC bóluefna hefur verið lýst í unglingum og ungbörnum en þau hafa ekki verið gefin nýburum. Markmið rannsóknarinnar var að meta hæfni próteintengds fjölsykrubóluefnis gegn meningókokkum af gerð C (MenC- CRM197) til að vekja ónæmisvar í nýburamúsum. Áhrif ónæmisglæðisins LT-K63 og mismunandi bólusetningaleiða voru einnig könnuð. Aðferðir: Nýburamýs (einnar viku gamlar) voru frumbólusettar með MenC-CRM með eða án LT-K63, undir húð (s.c.) eða urn nef (i.n.) og endurbólusettar 16 dögum síðar með MenC-CRM með eða án LT-K63, MenC fjölsykru, LT-K63 eða salvatni eftir sömu leið. Mótefni voru mæld með ELISA og minnismyndun metinn. Eftir er að mæla SBA. Niðurstöður: MenC-CRM var lítt ónæmisvekjandi, en LT-K63 jók ónæmisvarið marktækt gagnvart MenC-CRM bæði við bólusetningu s.c. og i.n. Endurbólusetning með MenC-CRM og LT-K63 kallaði fram sterkt ónæmisvar og mikla aukningu í IgG mótefnamagni, sem gefur til kynna að minnisfrumur hafi myndast við frumbólusetningu. Endurbólusetning með fjölsykru og LT-K63 gaf slakt mótefnasvar. Ályktun: Rannsóknin sýndi að ónæmisglæðirinn LT-K63 eykur mótefnasvar og ónæmisminni gegn MenC-CRM í nýburamúsum, bæði við bólusetningu s.c. og i.n., og bendir til að hægt sé að þróa örugga og öfluga leið til bólusetninga nýbura gegn meningókokkum C. V 94 Tjáning á hCAP18/LL-37 í kverkeitlum Sigrún Laufey Sigurðardóttir1-2 .Guðmundur Hrafn Guðmundsson,3 Helgi Valdimarsson,1-2 Andrew Johnston' 1 Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3Iíffræðistofnun HÍ andrewj@landspitali. is Inngangur: LL-37 er örverudrepandi peptíð með breiða virkni gegn ýmsum bakteríum auk þess sem það er virkur efnatogi og hefur áhrif á stjórnun ónæmissvara. LL-37 var nýlega greint í kverkeitlum (palatine tonsils) en virkni þess og tjáning hefur ekki verið að fullu rannsökuð. Markmið: Markmið verkefnisins var að greina hvaða frumur tjá LL-37 í kverkeitlum. Efni og aðferðir: Tjáning á LL-37 var metin með ónæmis- fræðilegum vefjalitunum á kverkeitlum fjarlægðum vegna endurtekinna sýkinga úr fimm sórasjúklingum og 15 einstakl- ingum án sóra auk fimm kverkeitla sem fjarlægðir voru vegna ofvaxtar. LL-37 jákvæðar frumur voru greindar með flúorljómandi mótefnum. Niðurstöður: Þekja kverkeitlaganga (crypts) tjáði mikið af LL- 37 en hins vegar var flöguþekjan einungis jákvæð á svæðum með ífarandi hvítfrumum sem reyndust að stærstum hluta vera sterkt jákvæðir neutrofílar. Makrófagar virtust ekki tjá peptíðið en Læknablaðið/fylgirit 54 2007/93 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.