Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 22
ÁGRIP VEGGSPJALDA / VÍSINDI Á VORDÖGUM
Margar rannsóknir á réttmæti og áreiðanleika orðaflæðisprófsins
liggja fyrir erlendis. Litlar rannsóknir hafa verið gerðar á prófinu
hérlendis og ófullnægjandi viðmið eru til.
Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að leggj a orðaflæðispróf
fyrir stóran hóp íslendinga og útbúa viðmið sem myndu nýtast í
klínísku starfi og rannsóknum.
Aðferðir: Þátttakendur voru 467 og voru valdir af hentugleika.
Aldursspönnin var 18-65 ár (M = 38; sf = 13,3)- Konur voru
52% þátttakenda. Hlutfall í aldurshópum og kynjaskipting var
í góðu samræmi við þýðið. Þeir sem höfðu sögu um alvarlega
höfuðáverka eða heilasjúkdóma voru undanskildir þátttöku.
Námsferill þátttakenda var flokkaður í grunnskólamenntun,
framhaldsskóla- eða iðnmenntun og háskólamenntun. Störf
voru flokkuð samkvæmt ístarf-95 starfaflokkunarkerfinu.
Hljóðunga- og merkingarflæði var lagt fyrir alla þátttakendur
í sömu röð og með stöðluðum fyrirmælum. í hljóðungaflæði
voru notaðir stafirnir H, S og F. í merkingarflæði voru notaðir
flokkarnir dýr, hljóðfæri og fatnaður. Þátttakendur fengu eina
mínútu til að leysa hvert verkefni fyrir sig.
Niðurstöður: Tengsl voru milli menntunar og starfs og
frammistöðu á hljóðunga- og merkingarflæði. Þeir sem voru
betur menntaðir eða sinntu störfum sem alla jafna krefjast meiri
menntunar stóðu sig betur. Ekki var algilt að kynjamunur væri í
frammistöðu þó hann kæmi fram á stöku stað (fatnaður).
Alyktun: Þau viðmið sem hér eru kynnt eru ekki eðlisólík
erlendum viðmiðum og því talin nothæf hér á landi. Þörf er
hinsvegar á að bæta við viðmiðum fyrir eldri hóp (> 65 ára).
V 31 Viðhorf skjólstæðinga til þjónustu iðjuþjálfa
Sigrún Garðarsdóttir* 1-2 Helga Kristín Gestsdóttir2, Jóhanna Hreinsdóttir2,
Sigrún Líndal Þrastardóttir2
'Iðjuþjálfun Landspítala Grensási, 2iðjuþjálfunarbraut Háskólans á
Akureyri
sigrgard@landspitali. is
Inngangur: í dag eru einstaklingar farnir að gera kröfur um að
vera þátttakendur í þeirri heilbrigðisþjónustu sem þeir fá og vilja
taka ábyrgð á henni. Iðjuþjálfar hafa reynt að koma til móts við
þessar kröfur með því að veita skjólstæðingsmiðaða iðjuþjálfun
en hún leggur áherslu á samvinnu, gagnkvæma virðingu og
samábyrgð iðjuþjálfa og skjólstæðings. Heimildir sýna að
skjólstæðingsmiðuð iðjuþjálfun auka árangur í iðjuþjálfun og
ánægju skjólstæðinga með þjónustu iðjuþjálfa.
Markmið: Megintilgangur rannsóknarinnar var að kanna
viðhorf skjólstæðinga í endurhæfingu til þjónustu iðjuþjálfa
með því að fá upplýsingar um hvort þjónusta þeirra hafi verið
skjólstæðingsmiðuð, hversu ánægðir skjólstæðingar voru með
þjónustuna og hvort hún hafi borið árangur og þá hvernig.
Aðferðir: Spurningalisti var sérstakleg útbúinn og sendur
þátttakendum. Úrtakið var 38 manns sem notið höfðu þjónustu
iðjuþjálfa á Landspítala Grensási árið 2004 og féllu að skilyrðum
rannsóknarinnar. Svarhlutfall var 58%, eða 22 einstaklingar, 12
karlar og 10 konur. Lýsandi megindleg rannsóknaraðferð var
notuð við greiningu gagna.
Niðurstöður: Niðurstöður sýndu að viðhorf skjólstæðinga í
endurhæfingu ti! þjónustu iðjuþjálfa væri almennt jákvætt þar
sem flestir þátttakendur voru ánægðir með þjónustuna og
töldu að hún hafði borið árangur. Einnig voru sjö lykilþættir
skjólstæðingsmiðaðrar iðjuþjálfunar að mestu leyti hafðir að
leiðarljósi í þjónustu iðjuþjálfa en þrernur þáttum var ekki
nægilega vel mætt, þeir eru: að iðjuþjálfi veitir upplýsingar, að
iðjuþjálfi hvetji skjólstæðing til þátttöku í öllu þjónustuferlinu
og að iðjuþjálfi efli skjólstæðing til að leysa eigin iðjuvanda.
Ályktanir: Með þessum niðurstöðum er hægt að sjá hvernig
best er að hátta þjónustunni eftir þörfum og óskum
skjólstæðinga og hvort þörf sé á breytingum í þjónustunni eða
þjónustufyrirkomulaginu.
V 32 Áhrif skynþjálfunar á jafnvægi hjá öldruðum
Bergþóra Baldursdóttir1, Ella K. Kristinsdóttir1-2
‘Sjúkraþjálfun Landspítala Landakoti, 2Læknadeild HÍ
bergbald@landspitali. is
Inngangur: Með auknum aldri minnkar skyn í neðri útlimum
og hárfrumum fækkar í jafnvægiskerfi innra eyra. Þessar
aldurstengdu breytingar hafa mikil áhrif á jafnvægi og
jafnvægisviðbrögð aldraðra(l-4).
Markmið: Kanna hvort unnt er að bæta stöðustjórnun og
öryggi við athafnir daglegs lífs hjá öldruðum með örvun
stöðu-/hreyfiskyns og jafnvægiskerfis innra eyra, auk þjálfunar
fallviðbragða.
Aðferðir: Þátttakendur voru 43 aldraðir sem komu í jafnvægismat
og þjálfun á Landakot vegna óstöðugleika. Þjálfunarhópur
1 (n=29) hóf þjálfun að loknum upphafsmælingum,
viðmiðunarhópur (n=14) þurfti að bíða í 2-6 mánuði eftir
þjálfun. Átta þáðu þjálfun að biðtíma loknum, þjálfunarhópur
2. Tími á: standa upp/setjast 5 sinnum, venjulegri og hraðri 30
metra göngu og stigagöngu, ásamt stigum á skynúrvinnsluprófi
og ABC- sjálfsmatskvarða, voru mæld fyrir og eftir þjálfun.
Sömu breytur voru bornar saman hjá viðmiðunarhópnum
fyrir og eftir biðtíma og þjálfunarhópum 1 og 2 við upphaf
þjálfunar. Áhrif þjálfunar á þátttakendur með staðfesta sjúk-
dómsgreiningu frá miðtaugakerfi (n=6) var einnig könnuð.
Notuð var lýsandi tölfræði, Wilcoxon signed-rank og Mann-
Whitney próf, marktæknimörk p<05.
Niðurstöður: Marktækur munur var ekki á hópunum við
grunnmat og upphaf þjálfunar. Allar mælingar sýndu
marktækar framfarir (p<,001) eftir þjálfun hjá þjálfunarhópi
l.Engar marktækar breytingar voru hjá viðmiðunarhópnum
á biðtímanum. Þjálfunarhópur 2 bætti sig marktækt (p<,05),
nema á ABC-sjálfsmatskvarða. Þátttakendur með staðfesta
sjúkdómsgreiningu frá miðtaugakerfi bættu sig marktækt
(p<,05) á skynúrvinnsluprófi, göngu á venjulegum hraða og
stigagöngu.
Ályktun: Þjálfun sem beinist að örvun jafnvægiskerfis innra eyra,
stöðu-/hreyfiskyns og þjálfun fallviðbragða, bætir stöðustjórnun
og öryggi hjá öldruðum. Þjálfun sem beinist að örvun skynkerfa
sem mikilvæg eru í stöðustjórnun ætti að vera grundvöllur og
undanfari annarra æfingaforma sem beitt er í jafnvægisþjálfun
aldraðra. Þessi þjálfun virðist einnig gagnast þeim sem hafa
staðfestar sjúkdómsgreiningar frá miðtaugakerfi.
Læknablaðið/fylgirit 54 2007/93