Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 39

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Blaðsíða 39
ÁGRIP VEGGSPJALDA / VÍSINDI Á VORDÖGUM erlendum háskólasjúkrahúsum. í rúmum 10% sjúklinga hefur vélindaómun bein áhrif á eðli aðgerðar ellegar breytir meðferð sjúklings t.d. með tilliti til enduraðgerðar, lyfjagjafar eða annarra inngripa. Vandaðar vélindaómskoðanir ásamt náinni teymisvinnu svæfingalækna og hjartaskurðlækna hjálpar til þess að sjúklingar njóti hámarksávinnings af hjartaskurðaðgerðum. V 68 Djúpar sýkingar í bringubeinsskurði eftir opnar hjartaskurðaðgerðir á íslandi Stcinn Steingrímsson'. Magnús Gottfreðsson1-2, Bjarni Torfason ' \ Karl G. Kristinsson1-4, Tómas Guðbjartsson1-3 ‘Læknadeild HÍ, 2smitsjúkdómadeild, 3hjarta- og lungnaskurðdeild, 4sýklafræðideild Landspítala steinns@hi.is Inngangur: Sýking í bringubeinsskurði er alvarlegur fylgikvilli opinna hjartaskurðaðgerða en skv. erlendum rannsóknum greinast þær í 1-8% tilfella. í kjölfar slíkra sýkinga eykst dánartíðni umtalsvert og sömuleiðis legutími. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tíðni þessara alvarlegu sýkinga hér á landi og rannsaka áhættuþætti. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturvirk og náði til allra fullorðinna sem gengust undir opnar hjartaskurðaðgerðir á íslandi 1997-2004, eða samtals 1650 einstaklinga (63 börnum var sleppt). Upplýsingar um sjúklinga fengust úr sjúkra- og aðgerðarskrám. Sjúklingar sem reyndust vera með grunna sýkingu eða los á bringubeinsskurði af öðrum orsökum en sýkingu voru ekki teknir með í rannsóknina. Fyrir sérhvern sjúkling með sýkingu voru valdir fjórir sjúklingar í samanburðarhóp sem gengist höfðu undir hjartaskurðaðgerð á sama tímabili. Hóparnir voru bornir saman með tilliti til ýmissa áhættuþátta og fjölbreytugreining notuð til að meta áhættuþætti fyrir sýkingu. Einnig var farið yfir sýklaræktanir, lagt mat á árangur meðferðar og kannaðar lífshorfur Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu greindist 41 sjúklingur (2,5%) með sýkingu í bringubeini og miðmæti og greindist sýkingin yfirleitt innan tveggja vikna frá aðgerð. Oftast var um að ræða kransæðahjáveituaðgerð (75%) og ósæðarlokuskipti (17%). Ekki var marktækur munur á sýkingartíðni milli ára á þessu átta ára tímabili (bil 1,2-4%). Algengustu sýkingavaldar voru Staphylococcus aureus (37%) og kóagúlasa-neikvæðir Staphylokokkar (34%). Hóparnir voru sambærilegir hvað varðar kynjahlutföll, líkamsþyngdarstuðul og ábendingu fyrir aðgerð. Sjúklingar með sýkingu reyndust vera eldri (68,8 vs. 65,5 ára, p=0,04), höfðu oftar sögu um útæðasjúkdóm (32% vs. 8%, P<0,001), heilablóðfall (15% vs. 3%, p=0,003) og nýrnabilun (5% vs. 1%, p=0,04). Einnig reyndust sýktu sjúklingarnir hafa hærra Euroscore (7,6 vs. 4,6, p=0,001) og fleiri voru í NYHA flokki IV (54% vs. 30%, p=0,004). Legutími (43 vs. 10 dagar, P<0,001) og lengd meðferðar í öndunarvél var marktækt lengri hjá sýkingarhópnum. í þessum hópi sást einnig tilhneiging til hærri sjúkrahússdauða (10% vs. 4%, p=ns) og eins árs lífshorfur voru marktækt lakari en hjá viðmiðunarhópi (83% vs. 95%, P=0,01). Fjölbreytugreining sýndi að sterkustu sjálfstæðu áhættuþættirnir fyrir sýkingu voru heilablóðfall (RR=5,1), útæðasjúkdómar (RR=5,0), meðferð með bólgueyðandi sterum (RR=4,3), enduraðgerð vegna blæðinga (RR=4,7) og reykingar (RR=3,7). Alyktun: Tíðni bringubeins- og miðmætissýkinga á íslandi (2,5%) og áhættuþættir eru sambærilegir við stærri erlendar rannsóknir. Dánarhlutfall sjúklinga með sýkingar er umtalsvert hér á landi (17,1%) en sambærilegt og í nágrannalöndum okkar. V 69 Frelsi eða fjötrar? - Meðferðarheldni frá sjónarhóli sykursjúkra: Áskoranir, samræður og samningar Brynja Ingadóttir Hjarta- og lungnaskurðdeild og legudeild augndeildar, Landspítala brynjain@landspitali.is Inngangur: Innan heilbrigðisþjónustunnar er það álitið vandamál þegar sjúklingar fylgja ekki meðferðarfyrirmælum við sjúkdómum sínum. Þrátt fyrir ítarlegar rannsóknir áratugum saman fer meðferðarheldni lítt batnandi. Athygli hefur verið vakin á þeirri staðreynd að sjónarhorn sjúklinga koma sjaldan fram í þeim rannsóknum. Markmið: Rannsókn þessi leitar svara við spurningunni: Hver er reynsla sykursjúkra af því að fylgja og/eða fylgja ekki meðferðarfyrirmælum og hvað gerist í samskiptum þeirra við heilbrigðisstarfsfólk þegar meðferð er ekki fylgt? Aðferð: Um túlkandi fyrirbærafræðilega rannsókn er að ræða með samræður sem gagnasöfnunaraðgerð og var úrtakið tilgangsúrtak 11 einstaklinga. Niðurstöður: Megininntaki þessarar reynslu er lýst sem stöðugum áskorunum, svo og samræðum og samningum við sjálfan sig í þeirri viðleitni að finna ásættanlegt jafnvægi á milli meðferðar og líkamlegrar og sálfélagslegrar vellíðunar. Þekking og skilningur á sjúkdómnum kemur með tímanum og er grundvallaratriði þess að hægt sé að stjórna honum en nægir ekki eitt og sér. Ótti og langanir einkenna reynsluna og tímabil ábyrgðarkenndar og sjálfsblekkingar skiptast gjarnan á. Mikilvægi þess að borin sé virðing fyrir sjálfræði einstaklingsins var undirstrikuð af þátttakendum. Heilbrigðisstarfsfólk beitir mismunandi samskiptaformum sem ýmist hvetja eða letja meðferðarheldni. Ályktun: Meðferðarheldni er flókið og margþætt fyrirbrigði sem felur í sér samskipti tveggja aðila, sjúklings og heilbrigðisstarfsfólks. Það er siðfræðilegt í eðli sínu því togstreita skapast gjarnan á milli þeirra höfuðreglna er leiðbeina heilbrigðisstarfsfólki, sjálfræðisreglunni og velgjörðarreglunni. Stuðningur í formi samræðna sem byggðar eru á gagnkvæmri virðingu og trausti auðveldar sykursýkissjúklingum það lífsverkefni sem blóðsykurstjórnun er. Sé hann ekki í boði getur það leitt til þess að sjúklingar lágmarka samskipti sín við heilbrigðiskerfið eins mikið og unnt er. Læknablaðið/fylgirit 54 2007/93 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.