Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Síða 53

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Síða 53
ÁGRIP VEGGSPJ ALDA / VÍSINDI Á VORDÖGUM V102 Genatjáningargreining á blóðmyndandi forverafrumum sýnir fram á að Dlg7 sé mögulegt stofn- frumugen Kristbjörn Orri Guðmundsson1, Leifur Porsteinsson', Ólafur E. Sigurjónsson1, Jonathan R. Keller3, Karl Olafsson2, Torstein Egeland4, Sveinn Guðmundsson1, Þórunn Rafnar5 'Blóðbanki Landspítala,2kvensjúkdómadeild Landspítala,3National Cancer Institute-USA, 4Immunologisk Institutt - Rikshospitalet Oslo, ’Urður Verðandi Skuld kristbj@landspitali. is Inngangur: Þrátt fyrir miklar framfarir í rannsóknum á stofnfrumum á undanförnum árum hefur ekki verið sýnt fram á hvernig sjálfsendurnýjunarhæfni og sérhæfing stofnfrumna á sér stað með fullnægjandi hætti. Á undanförnum árum hefur með frumuræktunar- og dýratilraunum verið sýnt fram á ýmis erfðafræðileg stjórnkerfi sem virðast hafa áhrif á þessi ferli stofnfrumna. Þar er meðal annars um að ræða ýmsa umritunarþætti, frumuhringshindrara, gen sem stjórna umritun og ýmis prótein sem tengjast þroskunarferlum. Murkmið: Að nota stofnfrumulínuna KGl til þess að finna ný gen sem gegna hlutverki í sjálfsendurnýjun og sérhæfingu stofnfrumna. Aðferðir: Við beittum örflögutækni og „subtractive cioning" aðferðum, til þess að greina gen sem ekki höfðu verið tengd sjálfsendurnýjun og sérhæfingu í stofnfrumum. Síðan könnuðum við tjáningu gensins í „primary“ stofnfrumum og könnuðum áhrif yfirtjáningar í fósturstofnfrumum. Niðurstöður: Eitt af genunum sem við einangruðum var Dlg7 homolog við drosophilu genið Dlgl. Við höfum sýnt fram á að Dlg7 er tjáð í frumstæðum blóðmyndandi stofnfrumum (CD34+CD38-), mesenchymal stofnfrumum, CD133+ frumum, músa fósturstofnfrumum (mES frumum) en mun minna í blóðmyndandi froverafrumum og ekki tjáð í sérhæfðum blóðfrumum. Einnig höfum við sýnt fram á að Dlg7 er tjáð í nokkrum hvítblæðisfrumulínum og æxlum, þar á meðal í þvagblöðru, ristli og lifur, en ekki í heilbrigðum aðlægum vef. Yfirtjáning á Dlg7 í mES frumum, eykur vaxtarhraða mES frumna og dregur úr sérhæfingu þeirra (færri og smærri embryoid bodies) og eykur tjáningu á Oct4, Bmp4, Rexl og Nanog. Ályktanir: Við teljum að Dlg7 gegni mikilvægu hlutverki í stofnrumum við viðhaldi á sjálfsendurnýjunar hæfni stofnfrumna og í krabbameinsmyndun. V103 Kortlagning erfðabrenglana með hjálp örflögutækni í brjóstaæxlum sjúklinga úr fjölskyldum sem bera kímlínu- stökkbreytingu í BRCA1 og BRCA2 genunum og úrfjölskyld- um með hækkaða tíðni meinsins án BRCA1/2-stökkbreyt- ingar Haukur Gunnarsson1, Göran Jonsson2, Aðalgeir Arason', Bjarni A Agnarsson3, Óskar Þór Jóhannsson4, Johan Vallon-Christersson2, Johan Staaf2, Hakan Olsson2, Ake Borg2, Rósa Björk Barkardóttir' 'Sameindalíffræðieining, rannsóknastofu í meinafræði, Landspítala, 2Krabbameinsdeild Háskólasjúkrahúsins í Lundi, 3rannsóknastofa í meina- fræði, Landspítala, 4krabbameinsdeild Landspítala haukur@landspitali. is Inngangur: Um 5-10% brjóstakrabbameinstilfella tilheyra fjölskyldum með háa tíðni meinsins. Skýra má allt að helming þeirra með kímlínustökkbreytingu í BRCAl- og BRCA2- genunum. Ekki hefur tekist að finna önnur gen sambærileg BRCAl og BRCA2 sem skýra tilurð sjúkdómsins í hinum helmingnum. Markmið: Markmið rannsóknarinnar er að bera saman tíðni og dreifingu erfðabrenglana í brjóstakrabbameinsæxlum fjölskyldna með 1) kímlínustökkbreytingu í BRCAl- eða BRCA2-geni, 2) tíð mein án BRCAl/2-kímlínubreytingar (BRCAX) og 3) stakstæð (sporadisk) brjóstakrabbamein. Aðferðafræði: DNA var einangrað úr fersk-frosnum æxlisvef: BRCAl (n=24), BRCA2 (n=45), BRCAX (n = 89) og stakstæð viðmiðunarsýni (n=53). Framkvæmd var örflögurannsókn (array-CGH). Örflögurnar samanstóðu af yfir 32.400 BAC- klónuðum þreifurum með ca. 45 kb. upplausn. Örflögurnar voru skannaðar inn í tölvu (Agilent microarray scanner), niðurstöður villurýndar (GenePix Pro) og gögnum hlaðið inn á BASE (Bio Array Software Environment) til leiðréttingar á bakgrunni og stöðlunar. CGH-plotter hugbúnaðurinn var notaður til kortlagningar erfðabrenglana. Niðurstöður: Tíðni erfðabrenglana er hærri hjá BRCAl- og BRCA2-hópunum miðað við BRCAX og stakstæða hópinn. í samanburði við stakstæða hópinn er tap erfðaefnis á litningi 4 og 5q einkum einkennandi fyrir BRCAl hópinn en fyrir BRCA2 hópinn aukning erfðaefnis á 20q og tap erfðaefnis á 13q. BRCAX hópurinn sker sig ekki afgerandi frá stakstæða hópnum hvað varðar tíðni brenglana og staðsetningu þeirra. Tíðar brenglanir meðal beggja hópa eru aukning erfðaefnis á lq, 8q og 16p og tap erfðaefnis á 8p, 11 q og 16q. Ályktun: Niðurstöðurnar gefa til kynna að þau litningasvæði sem hafa áhrif til myndunar brjóstakrabbameins í fjölskyldum sem ekki skýrast af stökkbreytingum í BRCAl og BRCA2 séu mörg hver þau sömu og hafa áhrif í stakstæðum æxlum. Þær staðfesta einnig mjög háa brenglunartíðni BRCAl og BRCA2 æxla sem endurspegla aftur mikilvægi þeirra í DNA- viðgerðaferli frumnanna. Læknablaðið/fylgirit 54 2007/93 53

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.