Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Side 45

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Side 45
ÁGRIP VEGGSPJ ALDA / VÍSINDI Á VORDÖGUM ECMO-meðferðina. Annar sjúklingur (nr. 6) lést vegna mikillar brjóstholsblæðingar eftir bílslys og sá þriðji (nr. 7) lést af völdum hjartabilunar og sýklasóttarlosts. Ályktun: Tveir þriðju sjúklinganna (63%) lifðu sem er betri árangur en víðast erlendis þar sem hlutfallið er oftast á bilinu 15-54%. Hafa ber þó í huga að tilfelli í þessari rannsókn eru fá. Engu að síður styðja niðurstöður þessarar rannsóknir til þess að ECMO-dæla geti nýst í alvarlegri öndunarbilun hjá fullorðnum. Hjá þessum sjúklingum var ekki um önnur meðferðarúrræði að ræða og telja meðferðaraðilar að án ECMO-meðferðarinnar hefðu þeir allir látist. Sjúkl- ingur/ár Orsök öndunarbilunar Tegund ECMO Aldur (ár) Tími á ECMO (dagar) Afdrif 1 (1991) Fjöláverkar, bílslys lungnabrottnám V-A 16 40 Lifandi 2 (2001) Ásvelging eftir svæfingu V-V 18 26 Lifandi 3 (2002) Kranseeðastífla, hjartastopp, (bráö hjartaaðgerð) V-A 46 5 Lést 4(2002) Nærdrukknun V-V 28 6 Lifandi 5 (2003) Nærdrukknun V-V 14 7 Lifandi 6 (2003) Fjöláverkar, bílslys V-V 22 30 Lést 7 (2006) Hjartaþelsbólga, míturlokuleki, sýklasóttar lost, bráð hjartabilun, (bráð hjartaaðgerð) V-A 71 9 Lést 8 (2006) Hjartaþelsbólga, ósæðarleki, bráð hjartabilun, (bráð hjartaaögerð) V-A 28 7 Lifandi V-V: veno-venous, V-A: veno-arteriaj V 83 Bæliáhrif anti-TNFa (Infliximab) meðferðar á ræsingu óreyndra T-fruma in vitro orsakast ekki af auknum frumudauða Brynja Gunnlaugsdóttir, Björn Rúnar Lúðvfksson Rannsóknastofu í gigtsjúkdómum, ónæmisfræðideild, Landspítala, lækna- deild HÍ brynja@landspitali. is Inngangur: TNFa er bólgumiðlandi boðefni sem hefur breiða virkni innan ósérhæfða og sérhæfða hluta ónæmiskerfisins. Anti-TNFa er nú notað sem meðferð gegn langvinnum bólgusjúkdómum en áhrifin á T-frumur eru ekki að fullu þekkt. Mögulegt er að mótefnið bindist himnubundnu TNFa á yfirborði T-frumna og beini þeim þar með í sjálfstýrðan frumudauða. í þessari rannsókn könnuðum við áhrif anti-TNFa á lifun og fjölgun óreyndra T-frumna úr naflastrengsblóði. Efni og aðferðir: Óreyndar T-frumur úr naflastrengsblóði voru ræstar í 96 klukkustundir með aCD3 (10|ig/mL), +/- aCD28 (lpg/mL) og +/- aTNFa (lOOpg/mL Infliximab (Remicade; Centocor Inc.)) í sermislausu æti. Fjölgun var metin út frá upptöku á geislamerktu thymidíni eða út frá helmingun á frumulitnum CFSE. Hlutfall dauðra fruma var metið út frá litun með Viaprobe. Niðurstöður: Infliximab bældi T-frumufjölgun (aCD3: 247.475 ±96.602 cpm vs. aCD3 + aTNFa: 141.167 ±95.222 cpm; P<0.05) en dró úr frumudauða. Pessi áhrif á lifun voru þó eingöngu marktæk fyrir CD8+ T-frumur (% lifandi aCD3: 51.6 ±14.8 vs. aCD3 + aTNFa: 77.7±19.6; P<0.05) en ekki fyrir CD4+ T- frumur (% lifandi aCD3: 67.8 ±12.0 vs. aCD3 + aTNFa: 85.6 ±11.3; NS). Síðast en ekki síst kom í ljós að hjálparörvun um CD28 hindraði algerlega bæliáhrif anti-TNFa. Ályktun: Bæliáhrifum Infliximab á fjölgun óreyndra T-frumna er ekki miðlað með auknum frumudauða. Auk þess eru bæliáhrifin háð því að viðbótarörvun urn CD28 sé ekki til staðar. Niðurstöðurnar varpa nýju ljósi á það hversu mikilvæg ræsingarskilyrði eru fyrir virkni anti-TNFa lyfjameðferðar. V 84 Tengsl þriggja áhættuþátta fyrir SLE; PD-1,3a, C4AQ0 og lágt MBL, við SLE og sjálfsofnæmissjúkdóma í íslenskum fjölskyldum með ættlægan SLE Helga Kristjánsdóttir'-3, Sædis Sævarsdóttir2, Gerður Gröndal* 1, Marta E. Alarcon-Riquelme3, Helgi Valdimarsson2, Kristján Steinsson' 1 Rannsóknastofa í gigtjsúkdómum, Landspítala 2 rannsóknastofu í ónæm- isfræði, Landspítali, 3 Department of Genetics and Pathology, Rudbeck Laboratory, Uppsala University, Svíþjóð helgak@landspitali.is I nngangur: Erfðafræðilegir áhættuþættir geta verið sameiginlegir ólíkum sjálfsofnæmissjúkdómum. Hér eru skoðuð tengsl þriggja áhættuþátta fyrir SLE; PD- 1.3A, C4A prótein skortur (C4AQ0) og lágt MBL í sermi, við sjálfsofnæmissjúkdóma og sjálfsmótefni í fjölskyldum með ættlægan SLE og háa tíðni sjálfsofnæmissjúkdóma. Efniviður: Átta SLE fjölskyldur (n=124): 23 SLE sjúklingar, 101 ættingi. Viðmiðunarhópar: PD-1.3 (n=263), C4A (n=250), MBL (n=330). Aðferðir: Arfgerðagreing fyrir PD-1.3 A/G með PCR og PStl skerðiensími (RFLP) og fyrir breytileika í MBL geninu með RT-PCR. C4A allotýpur greindar með próteinrafdrætti og MBL gildi í sermi með ELISU. Sjálfsmótefni mæld í sermi. Niðurstöður: A) 33% fjölskyldumeðlima hafa SLE eða aðra sjálfsofnæmis- sjúkdóma, samanborið við 5-8% í viðmiðunarhópi. B) 48% fjölskyldumeðlima mælast jákvæðir fyrir sjálfsmót- efnum. C) Tíðni PD-1.3A og C4AQ0 er hækkuð í fjölskyldunum miðað við viðmiðunarhóp og tíðni PD-1.3A, C4AA0 og lágs MBL er hærri í hópi SLE sjúklinga samanborið við ættingja. D) PD-1.3A, C4AQ0 og lágt MBL sýna ekki marktæk tengsl við aðra sjálfsofnæmissjúkdóma samanborið við heilbrigða ættingja. Hins vegar er vísbending um tengsl C4AQ0 við aðra sjálfofnæmissjúkdóma. Læknablaðið/fylgirit 54 2007/93 45

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.