Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Side 50

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Side 50
ÁGRIP VEGGSPJALDA / VÍSINDI Á VORDÖGUM veik tjáning var til staðar á ljósa svæði sumra virkra kímmiðja í kverkeitlum fjarlægðum vegna endurtekinna sýkinga úr einstaklingum með eða án sóra. Tvílitun með flúorljómandi mótefnum leiddi í ljós að algengustu angafrumur ljósa svæðisins (CNA.42+) tjáðu ekki peptíðið heldur var um að ræða lítinn undirhóp CD13+ angafrumna. Alyktun: LL-37 tjáning í kverkeitlum er helst að finna í neutrófílum. Ennfremur virðast CD13+ angafrumur, staðsettar í virkum kímmiðjum, tjá peptíðið sem bendir til þess að LL-37 gæti tekið þátt í stjórnun ónæmissvara og haft áhrif á myndun eða hrörnun kímmiðja. V 95 Ónæmisglæðirinn LT-K63 nær að yfirvinna aldurs- háðar takmarkanir í myndun kímmiðja og mótefnaseytandi frumna gegn próteintengdu pneumókokkafjölsykru bóluefni í nýbura músum Stcfanía P. Bjarnarson12, Brenda C. Adarna1, Maren Henneken1, Giuseppe Del Giudice3, Emanuelle Trannoy4, Ingileif Jónsdóttir1'2 'Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3Novartis Vaccines. Ítalíu, 4Sanofi pasteur, Frakklandi stefbja@landspitali. is Inngangur: Langtímavernd gegn sýkingum byggist á B minnisfrumum. Myndun þeirra tengist flokkaskiptum og sækniþroskun mótefna sem fer fram í kímmiðjum eitilvefja. Við höfum sýnt að próteintengd pneumókokkafjölsykra (Pnc-TT) með ónæmisglæðinum LT-K63 eykur mótefnamyndun og vernd gegn pneumókokkasýkingum í nýburamúsum. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að kanna myndun kímmiðja og mótefnaseytandi frumna (AbSC) í nýburamúsum (1 vikna) eftir frumbólusetningu með Pnc-TT (Pnc-TT) og áhrif LT-K63, samanborið við fullorðnar mýs. Efni og aðferðir: Nýburamýs og fullorðnar mýs voru bólusettar undir húð (s.c.) með Pnc-TT eða ásamt LT-K63. Mýs sem fengu saltvatn eða einungis LT-K63 voru notaðar sem viðmið. Miltu voru einangruð, á degi 14 eftir frumbólusetningu nýburamúsa og degi 10 úr fullorðnum ntúsum, helmingur miltans var skorðað í OCT og snöggfryst. Skornar voru 7 pm þykkar vefjasneiðar og litaðar með PNA sem einkennir virkjaðar kímmiðjur, IgM sem litar B frumur sem hafa ekki hafa farið í gegnum flokkaskipti og IgG sem litar þær sem hafa farið í gegnum flokkaskipti. Hinn helmingur miltans var nýttur til að meta fjölda IgG sértækra AbSC miltisfrumna bæði fyrir fjölsykru- og próteinhluta bóluefnisins með ELISPOT. Niðurstöður: I Pncl-TT bólusettum nýburum voru marktækt færri PNA, IgG eða IgM jákvæðar kímmiðjur en í fullorðnum. Einnig voru kímmiðjur í nýburum minni og form þeirra ekki eins fullmyndað og í fullorðnum músum. Sértækar IgG AbSC voru vart mælanlegar í nýbura-músum, sérstaklega gegn fjölsykruhluta bóluefnisins. Þegar ónæmisglæðirinn LT-K63 var gefinn með bóluefninu varð aukning á fjölda kímmiðja bæði í nýfæddum og fullorðnum músum, en minni aldursháður munur. Mikilvægast var að kímmiðjur í nýburum voru stærri og form þeirra líkara því sem sást í fullorðnum músum. Ónæmisglæðirinn LT-K63 jók einnig marktækt fjölda IgG AbSC gegn fjölsykru- og próteinhluta bóluefnisins í nýburamúsum. Ályktun: LT-K63 nær að yfirvinna takmörkun í kímmiðj umyndun nýburamúsa ogmyndunfj ölsykrusértækra IgG mótefnamyndandi miltisfrumna. V 96 Ný rannsóknaraðferð til greiningar á jarðhnetu- ofnæmi Valentínus I>. Valdimarsson1-2, Sigurveig P. Sigurðardóttir2, Inga Skaftadóttir2, Michael Clausen3, Björn R. Lúðvíksson1-2 'Læknadeild HI, 2rannsóknastofnun Landspítala, ónæmisfræði-deild, 3göngudeild ofnæmis, lungna og svefns, Landspítala valentv@hi.is Inngangur: Fæðuofnæmi er algengur sjúkdómur sem veldur flestum tilfellum ofnæmislosts í börnum. Greining þess er oft vandkvæðum bundin. U.þ.b. 20% telja sig vera með fæðuofnæmi en einungis um 2% eru greindir með IgE miðlað ofnæmissvar. Hér er lýst aðferð til greiningar fæðuofnæmis sem grundvallast á virkjun hvítfrumna í blóði. Efniviður og aðferðir: Rannsakaðir voru einstaklingar með (n=5) eða án (n=3) jarðhnetuofnæmi. Sértæk flúorskinsmerkt músamótefni fyrir CD63 og CD203c var blandað í heilblóð með eða án ofnæmisvaka (jarðhnetur) og svörun metin í frumuflæðissjá (basófílvirkjunarpróf/BVP). Ofnæmi var einnig metið með mælingu á sértæku IgE með ImmunoCAP aðferð og ofnæmishúðprófum (SPT). Niðurstöður: Hlutfall sértækt merktra frumna (BVP) jókst marktækt frá 4,19 +0,6% í 60,88 ±31,9% (p=0,008) hjá þeim sem voru klínískt með jarðhnetuofnæmi en ekki hjá viðmiðunarhópi. Marktæk fylgni var á milli svörunar BVP miðað við SPT (R=0,817; p=0,013) en hins vegar náði fylgni milli BVP og sértæks IgE ekki marktækni (R=0,602; p=0,102). Samanburður á næmi og sértæki er umtalsvert betri fyrir BVP en SPT og sértækt IgE (sjá töflu I). BVP SPT Sértækt IgE > 0,35 kUA/L Sértækt IgE > 15 kUA/L Sértæki 100% 100% 75% 100% Næmi 100% 83% 100% 56% Tafla I. Nœmi og sértœki reiknað miðað við álit ofnœmislœknis um einstaklinga meó eða án jarðhnetuofnœmi. Ályktanir: BVP er gott til þess að greina jarðhnetuofnæmi og jafnvel vænlegra en SPT og mæling á sértæku IgE. SPT og mæling á sértæku IgE sem er hærra en 15 kUA/L greinir of marga falskt neikvætt en mæling á sértæku IgE hærra en 0,35 kUA/L greinir of marga falskt jákvætt. Læknablaðið/fylgirit 54 2007/93

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.