Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Page 25

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Page 25
ÁGRIP VEGGSPJALDA / VÍSINDI Á VORDÖGUM mælt með ELISA aðferð, og C4B fundið með frádrætti C4A frá heildar C4. Niðurstöður: Samanburður 124 sjúklinga og 46 heilbrigðra sýnir að sterk samsvörun er milli styrks C4A og C4B í blóði og tjáningar viðkomandi gens. Styrkur C4B/C4A var marktækt lægri í arfberum samsvarandi gens (C4B*Q0/C4A*Q0). Arfberar bættu sér upp skort á afurðinni með aukinni framleiðslu hinnar C4 gerðarinnar, en þetta var meira áberandi hjá arfberum C4A*Q0, og hjá þeim var styrkur C4 í heild hærri en þeirra sem höfðu C4B*Q0 (p=0,046). Sjúklingar með hjartaöng (N=42) höfðu sama styrk C4, C4A og C4B og heilbrigðir. Styrkur C4B (p=0,003) og heildarstyrkur C4 (p=0,001) var mun lægri í sjúklingum með kransæðastíflu (N=82) en í heilbrigðum. Þessi munur var ekki einfaldlega vegna aukinnar tíðni C4B*Q0 í sjúklingunum því styrkur C4B (p=0,005) og heildarstyrkur C4 (p=0,05) var einnig lægri hjá þeim hópi sem hafði fulla tjáningu á bæði C4A og C4B. Ályktanir: C4B og C4 í heild er lækkað í sjúklingum með kransæðastíflu miðað við heilbrigða og sjúklinga með hjartaöng. Þessar niðurstöður er ekki unnt að skýra einungis á grundvelli aukinnar tíðni C4B*Q0 meðal sjúklinganna. V 39 Fylgni bólgumiðilsins C3 við áhættuþætti kransæða- sjúkdóms 'Perla Þorbjörnsdóttir,, * 2Siguröur Þór Sigurðarson, 2Sigurður Böðvarsson, 2Guðmundur Þorgeirsson, 'Guðmundur Jóhann Arason 'Rannsóknastofnun Landspítala, ónæmisfræðideild, 2lyfjadeild Landspítala garason@landspitali. is Inngangur: Magnakerfið er einn öflugasti bólgumiðill mannslíkamans. Það kemur við sögu í kransæðasjúkdómi og gæti einnig komið við sögu í áhættuþáttum hans. Markmið: Að kanna fylgni ntilli styrks C3 og helstu áhættuþátta kransæðasj úkdóms. Aðferðir: Skoðaðir voru 74 íslenskir sjúklingar með hjartaöng (angina pectoris),84 með innlögn vegna hjartaáfalls, 109 með fyrri sögu um kransæðastíflu og 132 heilbrigðir. Efnaskiptaheilkenni (metabolic syndrome) var greint ef 3 eftirfarandi þátta voru til staðar: sykursýki eða hár fastandi blóðsykur (pre-DM) (>6,1 mmól/L), háþrýstingur (>130/85 mmHg), lágt HDL-kólesteról (HDLC) (<1,04 mmól/L í körlum og 1,29 mmól/L í konum), há fastandi þríglyseríð (>1,69 mmól/L),og ofþyngd (LÞS >25). C3 var mælt með rafdrætti í mótefnageli. Niðurstöður: í viðmiðunarhópi var styrkur C3 hærri í efnaskiplaheilkenni (p<0,001) og fólki með hækkuð þríglyseríð (p<0,001), ofþyngd (p=0,002), háþrýsting (p=0,019), sykursýki (p=0,076 - NS) eða HDLC-lækkun (0,188 - NS). Fylgni var milli C3 styrks og líkamsþyngdarstuðuls (r=0,359, p=0,02). Samanburður viðmiðunarhóps og sjúklinga sýndi að C3 gildi voru hækkuð í hjartaöng (p=0,035), kransæðastíflu (p<0,001) og í sjúklingum sem höfðu lifað af fyrri kransæðastíflu (p=0,004), en þessi hækkun var bundin við þann hluta sjúklingahópsins sem uppfyllti skilyrði efnaskiptaheilkennis (p<0,001). Tíðni efnaskiptaheilkennis var hærri (p=0,005) í kransæðasjúkdómi (53%) en viðmiðunarhópi (24%) og efnaskiptasjúkdómur við komu hafði sterkt forspárgildi fyrir síðari greiningu kransæðasjúkdóms (p<0,001). Ályktanir: Styrkur C3 sýnir fylgni við efnaskiptaheilkenni og einstök skilmerki hans, og getur hugsanlega spáð fyrir um kransæðasjúkdóm síðar meir. V 40 Endurþrengsli í stoðneti kransæðasjúklinga hefur ekki áhrif á heilsutengd lífsgæði Álfhildur Þórðardóttir, Hólmfríður Aðalsteinsdóttir, Karl Andersen Hjartadeild, lyflækningasviði I, Landspítala alfhildurth@gmail.com Inngangur: Mælingar á heilsutengdum lífsgæðum (HL) eru mikilvægar hjá skjólstæðingum okkar. Þekkt er að kransæðavíkkun (PCI) bætir HL. Minna er hins vegar vitað um hvort að endurþrengsli í stoðneti kransæðasjúklinga hafi einhver áhrif á HL. Markmiö: Rannsóknin var gerð til að meta hvort að endurþrengslin hafi einhver á hrif á HL einstaklingsins. Aðferð: Við rannsökuðum 87 sjúklinga sem gengust undir kransæðavíkkun með stoðnetsísetningu. Sjúklingarnir svöruðu spurningalistanum SF-36 v2 um HL sama dag og þeir gengust undir kransæðavíkkun og aftur sex mánuðum síðar er þeir komu innkallaðir í endurþræðingu til að meta ástand stoðnetsins, þ.e. hvort um endurþrengsli væri að ræða (miðað var við 50% þrengsli). Niðurstöður: Á meðal þeirra 87 þátttakenda voru 69 (79%) karlmenn og 18 (21%) konur. Meðalaldur var 62,8 ár (±11,55). Fimmtíu og tvö prósent voru með háþrýsting, 29% reyktu, 40% voru með of hátt kólesteról og 67% voru með jákvæða ættarsögu. Tuttugu og tveir sjúklingar (25%) höfðu myndað endurþrengsli sem komu í ljós er þeir voru endurþræddir sex mánuðum síðar. Ekki fannst marktækur munur(p>0,05) á HL þeirra sem voru með endurþrengsli og þeirra sem ekki höfðu myndað endurþrengsli. Hvorki kom fram munur í andlegum þáttum HL prófsins né líkamlegum þáttum. Ef litið var yfir hópinn í heild sinni höfðu líkamleg HL aukist um 15% (p<0,001) á sex mánaða tímabilinu, en enginn munur var á þeim er myndað höfðu endurþrengsli í stoðneti og þeirra sem ekki höfðu gert það (p n.s.). Sá þáttur er sneri að andlegum hluta HL breyttist hjá hvorugum hópnum. Ályktun: Líkamleg heilsutengd lífsgæði batna þó nokkuð (15%) hjá báðum hópunum. En ekki virðist skipta máli hvort einstaklingur hafi framkallað endurþrengsli í stoðneti hvað varðar heilsutengd lífsgæði. V 41 Kynjamunur á heilsutengdum lífsgæðum kransæða- sjúklinga Álfhildur Þórðardóttir, Hólmfríður Aðalsteinsdóttir, Karl Andersen Hjartadeild. lyflækningasviði I, Landspítala alfliildurth@gmail.com Inngangur: Það er þekkt að konur koma verr útúr rannsóknum á heilsutengdum lífsgæðum en karlmenn. Minna er þó vitað um kynjamun hjá sjúklingum sem hafa gengist undir kransæðavíkkun. Læknablaðið/fylgirit 54 20 07/93 25 L

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.