Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Síða 46

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2007, Síða 46
ÁGRIP VEGGSPJALDA / VÍSINDI Á VORDÖGUM E) Samlegðaráhrif PD-1.3A, C4AQ0 og lágs MBL koma fram í bæði SLE og öðrum sjálfsofnæmissjúkdómum: i) Allar samsetningar eru algengari hjá SLE sjúklingum. ii) PD-1.3A samfara lágu MBL eða C4AQ0 sýnir tilhneigingu um tengsl við sjálfofnæmissjúkdóma samanborið við heilbrigða ættingja. iii) 91% SLE sjúklinga og 85% ættingja með sjálfofnæmis- sjúkdóma hafa einn eða fleiri af áhættuþáttunum þremur. F) PD-1.3A, C4AQ0 eða lágt MBL sýna ekki tengsl við sjálfmótefni í sermi. Ályktun: í þessum íslensku SLE fjölskyldum þar sem áhættuþættirnir PD-1.3A, C4AQ0 og lágt MBL eru undirliggjandi, er jafnframt hækkuð tíðni annarra sjálfs- ofnæmissjúkdóma og sjálfsmótefna. Niðurstöður okkar sýna að PD-1.3A, C4AQ0 eða lágt MBL sýna ekki jafn sterk tengsl við aðra sjálfsofnæmissjúkdóma. Hins vegar koma fram samlegðaráhrif áhættuþáttanna í tengslum við bæði SLE og aðra sjálfofnæmissjúkdóma. V 85 Samanburður á tjáningu PD-1 ónæmisviðtakans á frosnum einkjarna hvítfrumum úr SLE sjúklingum og heilbrigðum Helga Kristjánsdóttir'-2, Iva Gunnarsson3, Elisabeth Svenungsson3, Kristján Steinsson1, Marta E. Alarcon-Riquelme2. 1 Rannsóknastofu í gigtsjúkdómum, Landspítala,2 Department of Genetics and Pathology, Rudbeck Laboratory, Uppsala University, Svíþjóð,3 Unit for Rheumatology, Karolinska University Hospital, Solna, Svíþjóð helgak@landspitali.is Inngangur: PD-1.3A arfgerðinnni hefur verið lýst sem áhættuþætti fyrir SLE og er talin leiða til breyttrar tjáningu PD-1 ónæmisviðtakans, sem gegnir lykilhlutverki í viðhaldi sjálfsþols. Markmið: A. Ákvarða aðstæður fyrir ræsingu T-fruma með aCD3+CD28 og bera saman tjáningu PD-1 viðtakans á frosnum og ferskum eitilfrumum. B. Bera saman tjáningu PD-1 viðtakans hjá SLE sjúklingum og heilbrigðum viðmunarhópi. Efniviður: A. Einkjarna hvítfrumur úr íslenskum og sænskum SLE sjúklingar og heilbrigðum viðmiðunarhópi. Aðferðir: Einkjarna hvítfrumur einangraðar á þyngdarstigli og ræstar ferskar og frystar með veggbundnu aCD3 og óbundnu aCD28 í háum (lOpg/ml) og lágum styrk (lpg/ml). Eftir 0, 24 og 48 klukkustundir voru frumurnar merktar með flúorljómandi einstofna mótefnum gegn PD-1, CD3, CD4, CD8, CD25 og tjáning yfirborðssameindanna greind í frumuflæðisjá. Niðurstöður: A.Styrkur aCD3+CD28 ræsingar og ræktunartími fyrir ferskar og frystar PBMCs úr viðmiðunar einstaklingum. • Ferskar PBMC sýndu aukna tjáning PD-1 viðtakans eftir ræsingu með aCD3+CD28 í 24 og 48 klukkustundir rneð bæði háum og lágum styrk aCD3+CD28. • Á grundvelli þessa niðurtaðna voru frystar PBMC ræstar í 48 klukkustundir með háurn styrk aCD3+CD28 og fengust sambærilegar niðurstöður við ferskar frumur. B. Tjáning PD-1 viðtakans á frystum PBMC frá SLE sjúklingum og viðmiðunar einstaklingum. • Við 48 klukkustundir var tjáning PD-1 viðtakans aukin hjá bæði SLE sjúklingum og viðmiðunarhópi. SLE sjúklingar sýndu hins vegar marktækt minni tjáningu PD-1 viðtakans (p=0,012). • Greining mismunandi hópa eitilfruma sýnir aukna tjáningu PD-1 viðtakans hjá CD4+CD25+ T-frumum eftir ræsingu með aCD3+CD28 í 48 klukkustundir hjá bæði SLE sjúklingum og viðmiðunarhópi. SLE sjúklingar sýndu marktækt minni tjáningu (p=0.05). • Tjáning PD-1 viðtakans á CD4+CD25- T-frumum var ekki marktækt frábrugðin hjá SLE sjúklingum samanborið við viðmiðunarhóp. Ályktun: Ræsing ferskra og frystra PBMC með aCD3+CD28 í 48 klukkustundir leiðir til sambærilegrar tjáningar á PD- 1 viðtakanum. Fyrstu niðurstöður á samanburði á tjáningu PD-1 viðtakans hjá SLE sjúklingum og viðmiðunarhópi sýna marktækt niinni tjáningu PD-1 viðtakans hjá SLE sjúklingum. Þessi munur er helst vegna minni tjáningar PD-1 viðtakans hjá CD4+CD25+ T-frumum hjá SLE sjúklingum. Verið er að kanna hvort minni tjáning PD-1 viðtakans hjá SLE sjúklingum tengist PD-1.3A arfgerðinni eða hvort aðrir þættir liggja að baki. V 86 Algengi IgA skorts hjá einstaklingum með sjálfs- ofnæmissjúkdóma í skjaldkirtli Árni Egill Örnólfsson* 1, Guðmundur Haukur Jörgensen1, Ari J. Jóhannesson2, Sveinn Guðmundsson3,Lennart Hammarström4, Björn Rúnar Lúðvíksson1 'Ónæmisfræðideild Landspítala, 2innkirtladeild Landspítala, 3Blóðbankinn, JDiv. of Clinical Immunology, Karolinska University Hospital Huddinge, Svíþjóð bjomlud@landspitali. is Inngangur: IgA skortur er algengasti mótefnaskorturinn og einn algengasti nteðfæddi ónæmisgallinn. Algengi IgA skorts var nýlega rannsakað hjá íslenskum blóðgjöfum og reyndist vera 1:570. Á undanförnum árum hafa rannsóknir sýnt fram á tengsl IgA skorts við hina ýmsu sjálfsofnæmissjúkdóma en ekki hefur verið sýnt ótvírætt fram á að samband sé milli IgA skorts og sjálfsofnæmissjúkdóma í skjaldkirtli. Markmið: Meta algengi IgA skorts hjá einstaklingum með ofstarfsemi í skjaldkirtli á íslandi og athuga tengsl IgA og sjálfsmótefna gegn skjaldkirtli. Aðferðir: IgA styrkur í sermi var mældur hjá 319 einstaklingum með ofstarfsemi á skjaldkirtli og borinn saman við styrk IgA í sermi 609 blóðgjafa. Styrkur IgA var einnig skoðaður í tengslum við styrk mótefna gegn TSH viðtaka (TRAb) og thyroid peroxidasa (anti TPO). Niðurstöður: Af þeim 319 sýnum sem mæld voru greindist enginn einstaklingur með sértækan IgA skort. Konur með ofstarfsemi á skjaldkirtli höfðu marktækt lægri styrk IgA í sermi en karlar með ofstarfsemi á skjaldkirtli ([IgA] = 2,67 ± 1,16 46 Læknablaðið/fylgirit 54 2007/93

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.