Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2011, Page 32

Frjáls verslun - 01.05.2011, Page 32
32 FRJÁLS VERSLUN 5.tbl.2011 „Heiðrún var ákaflega rólegt barn,“ segir faðir hennar, Jón Gestsson. „Hún var orðin læs fimm ára, eiginlega áður en nokkur vissi af því. Hún var yfirleitt í sveit á sumrin og svo hélt hún sig mikið inni í herberginu sínu og las þegar hún var heima. Þetta entist þar til hún var níu eða tíu ára gömul. Eftir það fór hún meira út að leika sér.“ Jón segir að Heiðrún hafi snemma orðið sjálfstæð; hún fór t.d. fimmtán ára gömul ein til Englands til að fara á enskunámskeið. Hann segir hana hafa verið góðan náms­ mann sem þurfti ekki að hafa mikið fyrir náminu. „Hún var yfirleitt að lesa einhverja reyfara fram á prófdag en tók ævinlega góð próf eftir sem áður. Mér finnst vera stutt í léttlyndið og hrekk­ ina í henni. Hún var á vissum aldri mjög hrekkjótt og maður vissi aldrei á hverju maður gat átt von. Það er mikil „aksjón“ á henni en hún vinnur mikið. Ég myndi segja að hún væri dugleg og svo er hún mjög ábyrg; hún vill yfirleitt geta staðið við það sem hún segir.“ (Heiðrún er stjórnarformaður Norðlenska matarborðs­ ins hf. á Akureyri, hún er stjórnarmaður í GILDI lífeyrissjóði og í endurskoðunarnefnd og í stjórn Samtaka verslunar og þjónustu.) rólegur dugn­ aðarforkur Heiðrún Jónsdóttir, fram­ kvæmdastjóri lögfræði­ sviðs Eimskips Jón Gestsson, faðir Heiðrúnar. „Ég kynntist Hafdísi árið 1989 þegar ég byrjaði að æfa í World Class,“ segir Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur. „Þá upp götvaði ég þessa lífsgleði sem mér finnst einkenna hana. Hún gaf mikið af sér í tímum, það var alltaf troðið og þótt maður væri misjafnlega fyrirkallaður náði hún alltaf að virkja þá sem voru í tímum. Við karlarnir vorum yfirleitt aftast og okkur fannst hún svo hvetjandi og skemmtileg að við vorum alltaf að komast framar; hún hvatti okkur til dáða. Hún gefur mikið af sér, hún er hvetjandi og það er sú upplifun sem ég hef haft af henni alla tíð.“ Jóhann Ingi hefur haldið námskeið og fyrirlestra hjá World Class og segir að það sé sama hvað hann biðji um eða hvaða samstarfi hann óski eftir; Hafdís sé til í að prófa nýja hluti. „Það er mikill kostur. Hún er að frá morgni til kvölds; mér finnst vinnu semi og dugnaður einkenna hana.“ (Hafdís er í stjórn Lauga Spa, formaður FKA, Félags kvenna í atvinnurekstri, hún er í stjórn fjárfestingarfélagsins Naskar, í stjórn styrktarsjóðs Umhyggju, sem er félag til stuðnings langveikum börnum, og í stjórn RÍH sem er rannsóknarstofa í íþrótta­ og heilsufræðum.) vinnusemi og dugnaður Hafdís Jónsdóttir, fram kvæmdastjóri Lauga Spa Jóhann Ingi Gunnarsson sálfræðingur. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Velkomin í Eignastýringu Landsbankans Sigurður B. Stefánsson Eyrún Anna Einarsdóttir Heimsæktu ráðgjafa Eignastýringar í Austurstræti 11, hringdu í 410 4040 eða sendu okkur póst á fjarmalaradgjof@landsbankinn.is. Eignastýring Landsbankans er sérhæfð fjármálaþjónusta fyrir viðskiptavini sem vilja byggja upp öflugt eignasafn og njóta sérfræðiráðgjafar á öllum sviðum bankaþjónustu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.