Frjáls verslun - 01.05.2011, Side 71
FRJÁLS VERSLUN 5.tbl.2011 71
„Ragnhildur er traust og óhrædd við að
takast á við krefjandi viðfangsefni,“ segir
Magnús Jóhannesson, ráðuneytissjóri í
umhverfisráðuneytinu, en þau hafa þekkst í
rúman aldarfjórðung. „Starfið sem hún hef
ur nýverið tekið að sér sem ráðuneytisstjóri
í innanríkisráðuneytinu er mjög ögrandi.
Að sameina tvö ráðuneyti, dómsmálaráðu
neytið og samgönguráðuneytið, sem voru
með mörg afar ólík viðgangsefni er ekkert
áhlaupaverk. Þetta verkefni mun reyna mjög
á stjórnunarhæfileika hennar og ég veit að
henni á eftir að farnast vel í því.
Það býr mikill kraftur í Ragnhildi og fólk
sem er kraftmikið getur stundum farið of
hratt fyrir þá sem þurfa að fylgja með.“
Magnús segir að Ragnhildur sé afskaplega
hlý og skemmtileg, traustur vinur vina sinna
og jafnan hrókur alls fagnaðar á manna
mótum. „Ég myndi segja að gleðin og já
kvæðnin væru hennar helstu fylgisveinar.“
(Ragnhildur situr í stjórn Eftirlaunasjóðs Leikfélags
Reykjavíkur og er í „Jónsmessunefnd“ sem er sam
ráðsnefnd ríkis og sveitarfélaga.)
Það býr mikill
kraftur í henni
Ragnhildur Hjaltadóttir,
ráðuneytisstjóri í innan
ríkisráðuneytinu
Magnús Jóhannesson, ráðuneytis
sjóri í umhverfisráðuneytinu.
„Leiðtogahæfileikar Mörthu komu snemma í ljós,“
segir Helgi Eiríksson, bróðir hennar og framkvæmda
stjóri Lúmex, en hann er einu og hálfu ári eldri. „Hún
var alltaf þessi klára og gáfaða sem stjórnaði mér. Hún
var aldrei frek. Hún er ákveðin, skipulögð og fylgin sér.
Hún klárar málin.“
Helgi segir að Martha hafi átt auðvelt með að læra en
hún hafi verið að gera svo margt annað á sama tíma,
t.d. verið mikið í félagsstarfi. „Það var ekkert aðalatriði
hjá henni að vera hæst á prófum heldur að ná öllum
prófum og gera það vel.“
Helgi segir að Martha sé mikil fjölskyldumanneskja,
traust og skemmtileg og að hún sé trygg vinum sínum.
„Hún drífur hlutina áfram og á auðvelt með að fara í
hluti með litlum fyrirvara. Ef við hittumst getur hún
galdrað fram veislu á stuttum tíma. Svo er hún hrókur
alls fagnaðar; alltaf í léttu skapi og jákvæð út í alla.
Hún talar aldrei illa um fólk. Ef henni er treyst fyrir
einhverju þá fer það ekki lengra.“
(Martha situr í stjórn Ísfells hf. og EFIL (European Federation for
Intercultural Learning).)
Klárar málin
Martha Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri Kreditkorta
Helgi Eiríksson, bróðir Mörthu og
framkvæmda stjóri Lúmex.