Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2011, Side 99

Frjáls verslun - 01.05.2011, Side 99
FRJÁLS VERSLUN 5.tbl.2011 99 staðið skal að vali á stjórnar­ mönnum, ábyrgð þeirra og verksvið. Ég held að mögu lega sé meiri hefð fyrir því víða erlendis að fylgja þessum leið­ beiningum þar sem eru virkir hlutabréfamarkaðir en hér á landi eru fá fyrirtæki skráð í Kauphöllinni, og því hefur ekki myndast sama hefðin fyrir því að fylgja þessum leiðbeiningum en það er að breytast. Í dag er kallað eftir auknu gagnsæi og „allt upp á borðið“ en ein leið viðskiptalífsins til að verða við því er að fyrirtæki fylgi þess um leiðbeiningum og auki þann ig traust samfélagsins á við skipta­ lífinu,“ segir Liv. Situr í stjórn norsks fjarskiptafélags Fyrir ári var Liv kjörin stjórnar­ maður í norska fjarskipta fél ag ­ i nu Telio eftir að hluthafar þess, íslenska félagið Boreas Capital, auglýstu í Morgunblaðinu eftir konu í stjórn. „Morgunblaðið birti frétt í kjölfar auglýsingarinnar þar sem athygli vakti að sérstaklega var auglýst eftir konu í stjórn en í fréttinni sagði að það væru lög í Noregi sem þvinguðu fyrir tæki þar í landi til að ráða konur í stjórn. Það er vissulega hægt að líta á þetta sem þving­ un en það er líka hægt að sjá í þessu tækifæri og leið til að hugsa hlutina upp á nýtt. Svokölluð tilnefningarnefnd sá um valið í Telio­stjórnina en það fyrirkomulag er einmitt útlistað í leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja. Nefnd­ in tilnefnir stjórnarmenn fyrir aðalfund félagsins. Hlut verk nefndarinnar er að tryggja „rétta“ samsetningu stjórn­ arinnar og fara yfir árlegt árangursmat hennar. Vinnu ferl­ ið við val á stjórnarmönnum er ekki ósvipað því þegar ráðið er í önnur störf, fyrst er auglýst eftir fólki og síðan er það tekið í viðtal en þetta er fyrirkomulag sem hentar að mínu mati mjög vel í fámenninu hér á landi. Með því er hægt að velja úr fjöl breyttari hópi fólks í starfið og rökstyðja ráðninguna betur. Fjöl breytileiki í stjórnum er nauðsynlegur ásamt samsetn­ ingu og reynslu í stjórnar hópn­ um. Eftir hrunið skilur fólk betur hversu mikilvæg mislit reynsla hópsins er,“ útskýrir Liv. Snýst um öflugustu liðsheildina Í fyrirlestri sínum endaði Liv á að horfa til baka og minnast þess þegar Vigdís Finn boga ­ dóttir fór í forseta fram boð árið 1980 með því að sýna brot úr myndinni Fífl djarfa framboðið eftir Guðfinn Sigur vinsson og Ragnar Santos. „Myndin sýnir okkur hvað margt hefur breyst á stuttum tíma, þegar maður horfir á myndina vekur hún mann svo vel til umhugsunar; vorum við virkilega svona fyrir ekki lengri tíma! Vigdís er spurð hvort það eigi að kjósa hana af því að hún sé kona. Hún segir: „Nei, það á að kjósa mig af því að ég er maður.“ Það er einmitt málið, það á ekki að kjósa konu í stjórn af því að hún er kona, ekki frekar en af því að hún er í bogmannsmerkinu,“ segir Liv og bætir við: „Ef það er faglega staðið að ráðningum verður 40 prósenta kvótinn aukaatriði. Þú ræður fólk í stjórn út af þekkingu og reynslu. Þetta snýst jú um fagleg vinnubrögð, hæfni um sækjenda og sam ­ setningu stjórnar. Sem stjórn­ andi fyrir tækis ertu alltaf að reyna að setja saman öflugustu liðs heild ina og ég hef trú á að lagasetn ingin verði aukaatriði þegar fram í sækir.“ LöG uM KyNJAKVóTA Lög um kynjakvóta eru í raun breytingar á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög sem samþykkt voru hinn 4. mars árið 2010 á Alþingi en taka gildi árið 2013. Lögin tryggja að hlutfall hvors kyns í stjórnum hluta­ og einkahluta ­ fél aga sé ekki lægra en 40%. Skylt verður að sundurliða upplýsingar um hlutföll kynja í stjórnum í tilkynningum til hlutafélagaskrár. Í hlutafélögum, þar sem starfa fleiri en 25 að jafnaði, verður skylt að sundurliða upplýsingar um hlutföll kynja meðal starfsmanna og stjórnenda félagsins. Skylt verður að gæta að kynjahlutföllum við ráðningu framkvæmda­ stjóra. Fyrirtækjum er gert skylt að gefa hlutafélagaskrá upplýsingar í tilkynn ingum til skrárinnar um hlutföll kynja meðal framkvæmdastjóra. Frumvarpið var samþykkt með atkvæðum 32 þingmanna úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokknum. Ellefu þingmenn greiddu ekki atkvæði. Það á að kjósa mig af því að ég er manneskja. Það á ekki að kjósa konu í stjórn af því að hún er kona.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.