Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2011, Page 100

Frjáls verslun - 01.05.2011, Page 100
100 FRJÁLS VERSLUN 5.tbl.2011 jafnréttisstEfna fyrirtækja Getur það verið að þeir sem stýra fyrirtækjum á Íslandi láti tækifæri til að auka hagn­að sinn framhjá sér fara? Skoðum tvö frábær íslensk fyrirtæki. Myndi Össur vilja hafa EBITA­ hagnað sinn 3,8 milljörðum króna hærri? Og arðsemi eigin fjár 14% í stað 10%? Eða Marel 5,2 milljörðum króna hærri? Og arðsemi eigin fjár nærri 6% í stað 4%? Er eitthvað sem ég sé sem stjórnendur þessara fyrirtækja sjá ekki? Já og mig langar mjög mikið til að opna augu þeirra fyrir ónýttri auðlind sem blasir beint við augum þeirra. Það er að auka hlut kvenna í stjórnendastöðum og sérstaklega á efstu stigum. Marel virðist hafa áttað sig á þess­ ari staðreynd miðað við nýlegar fréttir frá fyrirtækinu um jafnréttisátak sem það hefur sett á laggirnar. Ekki hætta að lesa – ég skal koma með niðurstöður rannsókna sem styðja mál mitt – þetta er ekki bara eitthvert kvenna kjaft­ æði heldur blákaldar staðreyndir. Hið virta ráðgjafarfyrirtæki McKinsey hefur frá árinu 2007 rannsakað vídd í stjórn­ endahópi fyrirtækja með sérstaka áherslu á hlut kvenna og gefið út árlegar skýrslur undir nafninu: Women Matters. Ég ætla hér að draga fram nokkrar niðurstöður úr þeim fjórum skýrslum sem hafa komið út á þessum tíma. Konur í stjórnum og framkvæmda stjórnum Milli áranna 2007 og 2010 hefur konum í stjórnum fjölgað mjög lítið, mest í Frakk­ landi, um 7%, og á Spáni, um 6%. Nor eg­ ur hefur vinninginn í þessum efnum en 32% stjórnarmanna þar eru kon ur (þar er lögbundinn kynjakvóti) og Svíþjóð fylgir fast á eftir með 27%. Þetta er með al fyrir­ tækja sem skráð eru á hluta bréfa markaði. Ef skoðað er hlutfall kvenna í fram kvæmda­ stjórnum í sömu löndum kemur í ljós að hlut­ fall þeirra er enn minna, eða 12% í Noregi og 17% í Svíþjóð. En hvernig er staðan hér á landi? Skoðum nýjar tölur frá Hagstofu Íslands um kynja­ skiptingu meðal íslenskra fyrirtækja í stjórn­ endastöðum: Ef tekin eru öll skráð fyrirtæki landsins er hlutfall kvenna í þessum þremur stjórn­ endastöðum frá 20­24% og ef skoðuð eru sömu gögn fyrir stærri fyrirtæki landins, þ.e. með starfsmannafjölda frá 100­249, er staða kvenna lakari eða frá 11­19%. Menntun – skilar hún konum í stjórnunarstöður? Andstætt því sem mætti álykta út frá almennri skynsemi skilar menntun ekki konum í stjórnunarstöður og aukið há­ skóla nám kvenna hefur heldur ekki skilað þeim í auknum mæli í stjórn una rstöður. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að ágætur stjórnarformaður Össurar gagnrýndi mjög fyrirhugaðan kynjakvóta á aðalfundi fél ag s ins fyrr á þessu ári og gat þess að staða kvenna og fjölgun kvenna í stjórnum myndi lagast af sjálfu sér með aukinni mennt un og hærra hlutfalli kvenna sem útskrifaðist úr háskólum. Hér er þetta svart á hvítu: Þrátt fyrir að konur séu meirihluti útskrifaðra nem enda úr háskóla skilar það þeim ekki stjórn unar­ stöðu. Hér hefur ekkert gerst af sjálfu sér þrátt fyrir að árið 1978 væri 61% út skri f­ aðra úr háskólum í Svíþjóð konur. Í könnun McKinseys, sem gerð var árið 2008, kom í ljós að það voru ákveðnir hegðunarþættir við stjórnun, sem voru meira áberandi hjá konum en körlum, sem höfðu jákvæð áhrif á árangur fyrirtækisins. TexTi: KATrín olgA jÓhAnneSdÓTTir mynd: geir ÓlAfSSon Jafnvægi kynja er best Greinarhöfundur, Katrín Olga Jóhannesdóttir. Eru stjórnendur fyrirtækja að missa af hagnaðartækifærum? Horfa þeir á möguleikann á auknum hagnaði streyma framhjá án þess að hafa áhuga á að nálgast þann aukna hagnað? Er það mögulegt að þeir stjórn- endur sem stýra fyrirtækjum á Íslandi láti slík tækifæri framhjá sér fara? Aukin arðsemi fyrirtækja með jafnvægi kynja í stjórnendastöðum: AUKIN  ARÐSEMI  FYRIRTÆKJA  MEÐ  JAFNVÆGI  KYNJA  Í  STJÓRNENDASTÖÐUM   Inngangur   Eru  stjórnendur  fyrirtækja  að  missa  af  hagnaðartækifærum?    Horfa  stjórnendur    á  möguleikann  á  auknum   hagnað  streyma  framhjá  án  þess  að  hafa  áhuga  á  að  nálgast  þann  aukna  hagnað?    Er  það  mögulegt  að  þeir   stjórnendur  sem  stýra  fyrirtækjum  á  Íslandi  í  dag  láti  slík  tækifæri  framhjá  sér  fara?       Setjum  þetta  inn  í  íslenskan  raunveruleika  og  skoðum  tvö  frábær  fyrirtæki.    Myndi  Össur  vilja  hafa  EBIT   hagnað  sinn  3.8  ma.  króna  hærri?    Og  ROE  14%  í  stað  10%.    Eða  Marel    5.2  ma.  króna  hærri?    Og  ROE  nærri   6%  í  stað  4%.       Bíddu,  bíddu,  er  eitthvað  sem  ég  sé  sem  stjórnendur  þessa  fyrirtækja  sjá  ekki?    Já  og  mig  langar  mjög  mikið   að  opna  augu  stjórnenda  fyrir  ónýttri  auðlind  sem  blasir  beint  við  augum  þeirra.    Það  er  að  auka  hlut  kvenna   í  stjórnendastöðum  og  sérstaklega  á  efstu  stigum  –  Marel  virðist  hafa  áttað  sig  á  þessari  staðreynd  miðað   við  nýlegar  fréttir  frá  fyrirtækinu  um  jafnréttisátak  sem  það  hefur  sett  á  laggirnar.         Ekki  hætta  að  lesa  –  ég  skal  koma  með  niðurstöður  rannsókna  sem  styðja  mál  mitt  –  þetta  er  ekki  bara   eitthvað  kvennakjaftæði  heldur  blákaldar  staðreyndir.   Hið  virta  ráðgjafafyrirtæki  McKinsey  hefur  frá  árinu  2007  rannsakað  vídd  í  stjórnendahópi  fyrirtækja  með   sérstaka  áherslu  á  hlut  kvenna  og  hefur  gefið  út  árlegar  skýrslur  undir  nafninu:    Women  Matters.    Ég  ætla   hér  að  draga  fram  nokkrar  niðurstöður  úr  þeim  fjórum  skýrslum  sem  hafa  komið  út  á  þessum  tíma.         Konur  í  stjórnum  og  framkvæmdastjórnum     Milli  áranna  2007  og  2010  hefur  konum  í  stjórnum  fjölga  mjög  lítið,  mest  í  Frakklandi  um  7%  og  Spáni  um   6%.    Noregur  hefur  vinninginn  í  þessum  efnum  en  32%  stjórnarmanna  þar  eru  konur  (þar  er  lögbundinn   kynjakvóti)  og  Svíþjóð  fylgir  þar  fast  á  eftir  með  27%.    Þetta  er  meðal  fyrirtækja  sem  skráð  eru  á   hlutabréfamarkaði.      Ef  skoðað  er  hlutfall  kvenna  í  framkvæmdastjórnum  í  sömu  löndum  þá  kemur  í  ljós  að   hlutfall  þeirra  er  enn  minna  eða  12%  í  Noregi  og  17%  í  Svíþjóð.        En  hvernig  er  staðan  hér  á  landi.    Skoðum   nýjar  tölur  frá  Hagstofu  Íslands  um  kynjaskiptinum  meðal  íslenskra  fyrirtækja  í  stjórnendastöðum:     Ef  tekin  eru  öll  skráð  fyrirtæki  landsins  þá  er  hlutfall  kvenna  í  þessum  þremur  stjórnendastöðum  frá  20-­‐24%   og  ef  skoðuð  eru  sömu  gögn  fyrir  stærri  fy irtæki  landins  þ.e.  með  starfsmannafjölda  milli  100-­‐249  þá  er   staða  kvenna  lakari  eða  frá  11-­‐19%   Menntun  –  skilar  hún  konum  í  stjórnunarstöður?   Gegn  því  sem  mætti  álykta  út  frá  almennri  skynsemi  þá  er  menntun  ekki  að  skila  konum  í  stjórnunarstöðu     og  aukið  háskólanám  kvenna  hefur  ekki  valdið  því  að  konur  komist  frekar  að  þeim  stólum  eins  og   meðfylgjandi  mynd  sýnir.      Í  myndinni  má  einnig  sjá  framtíðarspá  um  hvernig  hlutirnir  verða  2040  –  og  ekki   verður  staðan  betri  fyrir   dætur  okkar  lands.     Þetta  er  athyglisvert  í  ljósi   þess  að  ágætur   stjórnarformaður  Össurar   gagnrýndi  mjög   fyrirhugaðan  kynjakvóta  á   aðalfundi  félagsins  fyrr  á   þessu  ári  og  gat  þess  að   staða  kvenna  og  fjölgun   kvenna  í  stjórnum  myndi   lagast  af  sjálfum  sér  með   aukninni  menntun  og   hærra  hlutfalli  kvenna   sem  útskrifast  úr   háskólum.    Hér  er  þetta  svart  á  hvítu  -­‐  þrátt  fyrir  að  konur  eru  meirihluti  útskrifaðra  nemenda  úr  háskóla   skilar  það  þeim  ekki  stjórnunarstöðu.    Hér  hefur  ekkert  gerst  af  sjálfu  sér  þrátt  fyrir  að  árið  1978  væru  61%   útskrifaðara  úr  háskólum  í  Svíþjóð  konur.   Hverjar  eru  hindranir?   Hverj r  eru  ástæðurnar  fyrir  því  að  konum  gengur  ekki  b tur  að  komast  í  stjórnunarstöður.    McKinsey   rannsakaði  þennan  þátt  sérstaklega  og  niðurstaðan  úr  könnun  meðal  1500  stjórnenda  var  að  það  væru   helst  tvær  hindranir  sem  kæmu  í  vegi  fyrir  frama  kvenna  og  þær  eru:    „Tvöfalda  vinnuálagið“  (double   burden  syndrom)  þ.e.  að  konur  bera  ennþá  meiri  ábyrgð  á  heimilinu  og  fjölskyldunni  og  því  kemur  síðari   meginhi dr n  ekki  á  óvart  „hv r  sem  er  hvenær  sem  er“  ( nytime,  anywhere)  kerfið  sem  keyrt  er  eftir.   Fjárhagslegur  ávinningur   Skoðum  núna  fjárhagslega  ávinninginn,  sem  mér  finnst  að  stjórnendur  fyrirtækja  á  Íslandi  sem  ekki  skilja   mikilvægi  víddar  í  stjórnendahóp,    séu  að  missa  af.    McKinsey  bar  saman  fyrirtæki  sem  þeir  kalla  „top-­‐ quartile“  fyrirtæki  þ.e.  fyrirtæki  sem  eru  hvað  best  í  dreifingu  á  samsetningu  kynja  í  stjórnendateymi  sínu  og   síðan  þeirra  fyrirtækja  sem  ekki  hafa  tekið  tillit  til  þessarar  víddar.      Ef  skoðað  meðaltal  ROE  (return  on   equity)  á  árunum  2007-­‐2009  þá  voru  þau  fyrirtæki  sem  höfðu  jafnvægi  milli  kynjanna  í  stjórnun   fyrirtækjanna    að  skila  að  meðaltali  41%  hærra  ROE  en  hin  fyrirtækin  (22%  á  móti  15%).    Sé  skoðuð  EBIT   hlutfall  þessara  sömu  fyrirtækja  þá  voru  þau  að  skila  56%  hærra  hlutfalli  en  hin  (17%  á  móti  11%).      Hér   liggja  ónýttu  hagnaðartækifærin  –  já  svo  einfalt!   McKinsey  spurði  sig  hvað  gæti  verið  að  orsaka  þennan  mikla  mun  og  fundu  svarið  að  hluta  til  í  því  hvernig   konur  stjórnuðu  og  hvaða  leiðtogahegðun  þær  beittu.        Í  könnun  þeirra  sem  gerð  var  árið  2008  kom  í  ljós   að  það  voru  ákveðnir  hegðunarþættir  við  stjórnun  sem  væru  meira  áberandi  hjá  konum  en  körlum  sem   hefði  jákvæð  áhrif  á  árangur  fyrirtækisins.      McKinsey  skilgreindi  níu  mikilvæga  hegðunarþætti  tengda  
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.