Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2011, Page 113

Frjáls verslun - 01.05.2011, Page 113
FRJÁLS VERSLUN 5.tbl.2011 113 jafnréttisstEfna fyrirtækja Hjá Icelandair starfa um 1.200 manns. Rúmlega helm ingur þeirra er karlar, 51%, og tæplega helming­ur konur, 49%. Hvert er hlutfall kvenna á meðal stjórn­ enda hjá Icelandair og hvert er hlutfall þeirra í stjórnum? Birna Bragadóttir, staðgengill forstöðumanns þjónustudeildar Icelandair, sem jafn framt stýrir vinnu jafnréttismála hjá fyrirtækinu: „Þegar kemur að stjórnendastöðum innan Icelandair eru 55 starfsmenn skilgreindir sem stjórnendur. Þar er hlutfallið 32% konur og 68% karlar. Fjöldi deildarstjóra af kvenkyni er helmingur. Í stjórn Icelandair Group sitja fimm stjórnarmenn, þar af tvær konur. hugarfar Stjórnenda Skiptir öllu Jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði er mann ­ réttindi. Til að ná því fram skiptir hugar far stjórnenda öllu. Við stefnum að því að jafna frekar stöðu kynjanna í áhrifa­ og stjórnun­ arstöðum innan Icelandair. Hjá félaginu starfar vel menntað og reynt fólk sem hefur burði til að láta til sín taka á ýmsum sviðum.“ Er ákveðin stefna innan fyrirtækisins í jafnréttismálum? „Hjá Icelandair er virk jafnréttisstefna sem tekur til allra þátta í starfsemi fyrirtækisins eins og kjaramála, ráðninga, stöðubreyt­ inga, starfsþróunar, hlunninda, aðbúnaðar og vinnutíma, samþættingar vinnu og fjölskyldulífs ásamt fræðslu til stjórnenda um jafnréttismál. Einnig er starfræktur vinnuhópur starfsmanna sem fjallar um jafnréttismál og eftirfylgni með þeim markmiðum sem að er stefnt. Stór skref hafa verið stigin í þá átt að gera jafnréttis­ málum hátt undir höfði innan félagsins og við höfum metnað til að gera enn betur í framtíðinni. Jafnréttismál eru sanngirnis­ mál. Vinnustaðir sem hafa þau í heiðri eru eftirsóknarverðir, starfsánægja er meiri og þeir hvetja fólk til dáða í störfum sínum. Það er okkar trú að best sé að hafa starfs­ mannahópinn sem fjölbreyttastan og leyfa hæfileikum hvers og eins að njóta sín, óháð kyni.“ Hvernig leggst sumarið í starfsmenn? „Sumarið leggst mjög vel í starfsmenn Ice­ landair enda spennandi tímar framundan. Í vor hófum við áætlunarflug til fimm nýrra áfangastaða. Sumarið er háannatími í starf­ semi félagsins og það stefnir í að núverandi sumar verði það stærsta í sögu þess. Til að mæta aukinni áætlun í sumar hefur Iceland­ air ráðið til sín alls 350 sumarstarfsmenn.“ ÍSlenSkt er Séreinkenni icelandair Eru einhverjar nýjungar á döfinni? „Við erum stöðugt að fylgjast með nýjung­ um og þróun þjónustumála í flugheimin­ um. Við erum vel meðvituð um það harða samkeppnisumhverfi sem við störfum í og viljum veita viðskiptavinum okkar bæði bestu þjónustu og tryggja endurtekin viðskipti. Þjónustumælingar hafa sýnt að farþegar okkar eru ánægðir með þá þjónustu sem þeir fá hjá Icelandair og við erum stolt af þeim árangri sem félagið hefur náð. Til að mynda var Icelandair val ið þjónustufyrirtæki ársins. Íslenskt er sér kenni Icelandair. Viðskiptavinum eru kynntar íslenskar hefðir um borð. Við erum með íslenska tónlist, bjóðum upp á íslenskt lambakjöt og fisk, komum íslenskri tungu á framfæri á kaffibollum, servíettum, púðum, teppum og hnakkastykkjum, svo dæmi séu tekin. Þjálfun starfsfólks er lykilatriðið í því að þjónustan sé sem best og við leggj­ um mikið upp úr henni svo starfsmenn okkar nái sem mestri færni í samskiptum við viðskiptavini. Þannig teljum við okkur tryggja sem besta þjónustu við viðskipta­ vini okkar.“ jafnrétti er mannréttindi „Hjá Icelandair er virk jafnréttisstefna sem tekur til allra þátta í starfsemi fyrirtækisins eins og kjaramála, ráðninga, stöðubreytinga, starfsþróunar, hlunninda, aðbúnaðar og vinnutíma, samþættingar vinnu og fjölskyldulífs ásamt fræðslu til stjórnenda um jafnréttismál.“ Icelandair Birna Bragadóttir, staðgengill forstöðumanns þjónustudeildar Icelandair eða „Deputy Director In-flight Safety and Service“.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.