Frjáls verslun - 01.05.2011, Qupperneq 124
124 FRJÁLS VERSLUN 5.tbl.2011
jafnréttisstEfna fyrirtækja
Á síðasta ári fagnaði Congress Reykjavík tíu ára afmæli. Lára B. Pétursdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi fyrirtækisins, þakkar góðu
starfsfólki, farsælu samstarfi við birgja og
ráðdeild í rekstri það að fyrirtækið hefur
vaxið og dafnað í rúman áratug. Síðast en
ekki síst eru tryggir viðskiptavinir sem
koma aftur og aftur lykilatriðið í góðum
árangri fyrirtækisins.
Sameinaðir kraftar
Skila árangri
Hjá Congress Reykjavík starfa, auk Láru,
Bryndís Lúðvíksdóttir, Ingibjörg Hjálmfríð
ardóttir og Þorbjörg Þráinsdóttir. Þrátt
fyrir að hjá fyrirtækinu starfi aðeins konur
skil greina þær fyrirtækið ekki sem kvenna
fyrirtæki.
„Að þeim verkefnum sem við tökum að
okkur koma fjölmargir. Þegar við veljum
samstarfsaðila veljum við ávallt besta
aðil ann til verksins óháð kyni,“ segir Lára.
„Í okkar huga er það raunverulegt jafn
rétti, allir hafa möguleika og besti aðilinn
vinn ur verkið. Þetta leiðarljós hefur skilað
fyrirtækinu góðum árangri og við höfum
verið einstaklega heppnar með samstarfs
aðila í gegnum árin, sem á stóran þátt í
árangri okkar.“
farSælt SamStarf
Þær Lára, Bryndís, Ingibjörg og Þorbjörg
hafa unnið lengi saman en það samstarf
er einn lyklanna að árangri fyrirtækisins.
„Hver okkar hefur sitt hlutverk en um leið
vinnum við mjög vel saman og myndum
sterka heild,“ segir Bryndís, sem meðal
annars sér um fjármál fyrirtækisins. „Þetta
gerir það að verkum að við getum tekist
á við fjölbreytt og krefjandi viðfangsefni
með árangursríkum hætti.“ Vafalítið er
þetta góða samstarf eitt af því sem gerir
það að verkum að viðskiptavinir koma
aftur og aftur og eru ánægðir með þjónustu
fyrir tækisins, eins og sjá má af umsögnum
nokkurra þeirra á heimasíðu þess – www.
congress.is.
tækifæri Í ráðStefnuhaldi
„Í ráðstefnuhaldi liggja mikil tækifæri,“
segir Lára. „Með tilkomu Hörpu og þeirri
aukningu á gistirými sem við höfum séð
undanfarin misseri aukast möguleikar á
stærri ráðstefnum, innlendum sem erlend
um, en slíkir viðburðir fela í sér umtals
verðar tekjur fyrir þjóðarbúið í heild.“
Þeir eru ófáir aðilarnir sem koma að upp
setningu stórra ráðstefna. Slík verkefni skapa
því fjölda ólíkra fyrirtækja tekjur. Gestir
ráðstefnanna kaupa þar að auki vörur og
ýmsa þjónustu. „Það er því hagur fyrir alla
að fá til landsins fleiri ráðstefnur, ekki bara
ferðaþjónustuna og ráðstefnufyrirtækin,“
segir Lára að lokum og bætir við að hjá
Congress Reykjavík séu nú bókaðar stórar
ráðstefnur allt til ársins 2015, sem verður
að teljast góður árangur.
Gott starfsfólk, samvinna
og ráðdeild skila góðum árangri
Þrátt fyrir að hjá Congress Reykjavík starfi aðeins konur skilgreina þær
fyrirtækið ekki sem kvennafyrirtæki heldur velja besta aðilann til samstarfs
hverju sinni óháð kyni.
Congress Reykjavík
Einn lyklanna að góðum árangri Congress Reykjavík er samhentur hópur starfsmanna sem hefur starfað lengi saman.
Frá vinstri: Lára B. Pétursdóttir, Bryndís Lúðvíksdóttir, Ingibjörg Hjálmfríðardóttir og Þorbjörg Þráinsdóttir.