Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2011, Page 132

Frjáls verslun - 01.05.2011, Page 132
132 FRJÁLS VERSLUN 5.tbl.2011 jafnréttisstEfna fyrirtækja Völvuheitið var réttnefni hjá Drucker, enda var hún langt á undan sinni sam­ tíð og setti fram nýjar og róttæk ­ ar hugmyndir sem áttu eftir að verða að veruleika mörg um ára tugum síðar. Segja má að ekkert nýtt hafi komið fram innan stjórnunarfræðanna eftir hennar dag, aðeins eitthvað sem hefur verið umorðað og sett í annað samhengi. Follett hafði einstaklega mikla yfirsýn, inn sæi og djúpan skilning á við ­ fangsefninu. Bandarískur fræðimaður Mary Parker Follett fæddist í Quincy í Massachusetts í Banda ríkjunum árið 1868. Móð ir hennar átti við fötlun að stríða, en föður sinn missti hún á unglingsaldri. Hún var frá bær námsmaður og lauk prófi frá Thayer Academy í Brain tree og síðar Radcliffe Coll ege í Harvard­ háskólanum. Hún hlaut hæstu einkunn í hagfræði, lögum, heimspeki og stjórnmálafræði. Hún fór síðar til frekara náms til Frakklands og var þá í París. Hún lést í Englandi árið 1933, 65 ára að aldri. Hún hafði þá búið þar um fimm ára skeið. Follett gerðist um aldamótin 1900 félagsráðgjafi og mikil kvenréttindakona. Hún skrifaði framan af fjölda greina og rit gerða á sviði félagslegra um ­ bóta, lýðræðis og mannlegra sam skipta, þá ritaði hún einnig bækur um sama efni og hélt fjölmarga fyrirlestra víða um heim. Gott gengi hópa Rauði þráðurinn í verkum hennar er áherslan á hina heil drænu þætti samfélagsins og birtingar ­ myndir mannlegs eðlis. Follett áleit að samfélag sem lyti góðu skipulagi og réttlæti myndi leiða til vellíðunar einstaklingsins. Það gerðist með lýðræðislegum stjórnarháttum og þróun þeirra hópa sem einstaklingar samfé­ l agsins tilheyrðu. Í þessu ljósi sá hún gott gengi fyrirtækja. Hún lagði áherslu á þau sterku og mikilvægu tengsl sem gætu verið fyrir hendi innan hópa. Á þeim forsendum vildi hún rann­ saka samskipti fólks og þróun þeirra, sér í lagi sálfræði hópa. Nýtt skeið í lífi Follett Á síðari hluta ævinnar fór Follett að skrifa greinar og bækur um stjórnun og forystu, vald og ágrein ing á vinnustöðum. Bók henn ar Creative Experience frá 1924 markar upphaf þessa skeiðs í lífi hennar er lauk með fráfalli hennar níu árum síðar. Sagt er að hún hafi haft mikla útgeislun og hafi hrifið fólk í ræðum sínum og fyrirlestrum. Stjórnendur fyrirtækja sótt­ ust eftir því að hlýða á hana. Hún var ekki þessi dæmigerði fyrir lesari síns tíma. Hún var kona, en nánast allir fyrirlesarar á sviði stjórnunarfræða voru karl ar um þessar mundir, en þar að auki var hún samkynhneigð. Í ljósi þess þurfti hún oft að þola smáborgaralegar og fordóma­ fullar athugasemdir, illt augna ráð og pískur samferðafólks síns. Þrátt fyrir aukið frjálsræði og kosningarétt kvenna áttu konur að vera þægar og góðar, kurt­ eisar og auðsveipar. Þannig var tíðarandinn. Hún ögraði ríkjandi viðhorfum í samfélaginu og kom fram með nýjar og róttækar hug myndir varðandi stjórnun skipu lagsheilda. Ný hugsun á tímum Taylorismans Follett boðaði þessa nýju hugs un á þeim tíma er Taylorism inn var allsráðandi, þar sem vís inda ­ stjórn unin var í algleymingi og hið vélræna viðhorf til manns­ ins. Charlie Chaplin birti ein mitt ádeilu sína á Taylori sm ann í mynd sinni Nútíminn (Modern Times). Þessi ismi er kenndur við Fredrick Winslow Taylor (1856­1915) er var upphafs­ maður vísindalegrar stjórnunar, sem blómstraði þegar banda­ rískur iðnaður breyttist yfir í fjöldaframleiðslu. Samkvæmt Taylorismanum náðist besti árangurinn með því að starfs­ maðurinn sinnti sama þætti framleiðslunnar árið út og inn, til dæmis við færibandið undir ströngu eftirliti. Þá hafði annar fræðimaður, Henri Fayol (1841­ 1925), mikil áhrif á samtíð sína um þetta leyti. Hann var þekktur fyrir að setja fram kenningu sína um kerfisbundna stjórnun sem birtist í ákveðnum stjórnunar­ reglum. Þeir Taylor og Fayol álitu báðir að stjórnun væri í senn vél ræn og regludrifin. Follett var ekki sammála þeirri Mary Parker follett er völva stjórnunarfræðanna Mary Parker Follett er eitt stærsta nafnið í sögu stjórnunarfræðanna. Peter Drucker, hinn heims- þekkti stjórnunarráðgjafi og rithöfundur, mat hana það mikils, að hann kallaði hana „völvu stjórn­ unarfræðanna“ (the prophet of management). Greinarhöfundur, Bjarni Þór Bjarnas on, er M.Sc. í mannauðsstjórnun. Hún gerði sér skýra grein fyr ir verðleik­ um starfs fólks og þeirri van­ nýttu auð lind sem það gat ver ­ ið innan skipu ­ lags heilda. Í því sambandi fjallaði hún fyrst allra um hugtakið em­ powerment, þar sem starfsfólk fær umboð til athafna og ber mikla ábyrgð og umboð til að framkvæma tiltekin verk­ efni.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.