Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2011, Síða 141

Frjáls verslun - 01.05.2011, Síða 141
FRJÁLS VERSLUN 5.tbl.2011 141 þar sem Hanks leikur titilhlutverkið. Ekki nóg með það, hann leikstýrir myndinni, fram leiðir hana og skrifar handritið ásamt Niu Vardalos sem skrifaði handritið og lék í My Big Fat Greek Wedding, kvikmynd sem Tom Hanks framleiddi, og leikur hún einnig í Larry Crowne. Aðalkvenhlutverkið er í höndum Juliu Roberts, en hún og Tom Hanks léku saman í Charlie Wilson’s War fyrir fáeinum árum, kvikmynd sem ekki var upp á marga fiska. Vonandi tekst þeim betur upp nú, enda bæði þrælvön að leika í rómantískum kvikmyndum, Julia Roberts varð fræg fyrir Pretty Woman og Tom Hanks tókst ekki síður upp í Sleepless in Seattle. Atvinnulaus í skóla Eins og nafnið bendir til er Larry Crowne aðalpersónan í samnefndri kvik mynd. Áður en honum var sagt upp hjá stórversl an a­ keðju hafði hann leitt þróunar starf versl ­ un arinnar og þar áður verið hermaður. Skyndilega veit Crowne ekkert hvað hann á við tímann að gera og í stað þess að mæla göturnar og vorkenna sér sækir hann um almennt nám í háskóla þar sem hann kemur sér fljótlega vel fyrir og verður einn leiðtogi nemenda í klíku þar sem uppistaðan er ungt fólk sem veit í raun ekki hvað það vill með náminu en hefur það markmið að koma sér betur fyrir í lífinu en það hefur gert hingað til. Crowne verður fljótt hrifinn af einum kenn ­ aranum, Mercedes Tainot (Julia Roberts), sem hefur misst alla ástríðu fyrir kennara ­ starfinu sem og áhuga á eiginmanni sínum. Larry Crowne er vanur að láta verkin tala og er ekki lengi að ná til kennarans sem fær áhuga á lífinu aftur. Sambandið er þó langt í frá að vera einfalt og á margt eftir að gerast áður en einhver botn fæst í það. Auk Hanks og Roberts leika í myndinni Bryan Cranston, Vilmer Valderama, Pam Grier, Cedric The Entertainer og áðurnefnd Nia Vardalos. Tvær kvikmyndir framundan Tom Hanks hefur leikið sama leikinn einu sinni áður, það er að segja að leikstýra kvik mynd, framleiða, skrifa handrit og leika aðalhlutverkið, var það That Thing You Do (1996) sem var óður til Bítlanna og álíka hljómsveita sem spruttu fram á sjötta áratugnum. Fjallar myndin um hljóm ­ sveit sem slær í gegn í Pennsylvaníu árið 1964 og lék Hanks umboðsmann hljóm ­ sveitarinnar. Sú mynd fékk góðar viðtökur og hafa margir beðið eftir því að Hanks myndi leikstýra annarri kvikmynd en hann hefur ekki fundið tíma til að gera það fyrr en nú. Í farvatninu hjá Tom Hanks, auk sjónvarps ­ þáttaraðanna sem nefndar hafa verið, er leikur í tveimur kvikmyndum, Extremely Loud and Incredibly Close, sem breski leikstjórinn Stephen Daldry (Billy Elliot, The Reader) leikstýrir. Þar fer hann fyrir hópi sérfræðinga sem leita geymsluhólfs sem lykill, sem er í þeirra fórum, passar við, en eigandi lykilsins fórst í hryðjuverkaárásinni 11. september 2001. Mótleikkona hans er Sandra Bullock. Hin myndin er Cloud Atlas, sem er í sex hlutum sem í fyrstu virðast eiga lítt sameiginlegt, en stefna þó að sama marki. Þá má fastlega gera ráð fyrir að Tom Hanks bregði sér í þriðja sinn í gervi Roberts Langdons þegar kemur að því að kvik mynda nýjustu skáldsögu Dans Browns, The Lost Symbol. kvikmynDir Listamaðurinn Margar eftirminnilegar kvik­ myndir voru sýndar á nýliðinni kvik myndahátíð í Cannes og var kvikmynd Terence Malicks, The Tree of Life, vel að sigrinum komin. Ein kvikmynd skar sig úr fjöldanum, franska kvikmyndin The Artist, sem ekki aðeins er í svart/hvítu, heldur er hún þög ul. Vakti myndin mikla at ­ hygli og fékk Jean Dujardin verð laun sem besti leikarinn. Leik stjóri The Artist er Michel Hazanavicius sem sagði í viðtali að hann hefði lengi gælt við að gera þögla kvikmynd, bæði vegna þess að hann væri mikill aðdáandi slíkra kvikmynda sem gerðar voru á fyrstu tugum síð ustu aldar og einnig vegna þeirr ar sérstöku tæknivinnu sem þarf við gerð þögulla kvikmynda. Þótt The Artist sé frönsk gerist hún í Hollywood og segir frá tveimur kvikmyndastjörnum, hann sér frægðarsól sína falla á meðan hún er rísandi stjarna. Kvikmyndin er tekin upp í Holly wood. Meðan á tök um stóð spilaði Hazanavicius lög úr gömlum klassískum kvik ­ myndum. Skuldin Það eru ekki margar þekktar leikkonur sem komnar eru vel yfir miðjan aldur sem geta valið úr kvikmyndahlutverkum. Ein slík er breska leikkonan Helen Mirren, sem leikur í hverri gæða ­ myndinni á fætur annarri. Ein af nýrri kvikmyndum hennar er The Debt, þar sem hún leikur fyrrverandi njósnara á vegum Ísraels sem ásamt tveimur öðr ­ um fyrrverandi njósnurum er fengin til starfa á ný vegna máls sem þau leystu af hendi árið 1966 og voru heiðruð fyrir. Ekki virðast öll kurl komin til grafar og eru þau fengin til að fara á fornar slóðir á ný. The Debt gerist í nútímanum og einnig í fortíðinni og þá leikur Jessica Chastain hlutverk Mirren. Aðrir leikarar eru Sam Worthington, Tom Wilkinson og Ciarán Hinds. Leikstjóri er John Madden (Shake speare in Love, Proof) og er The Debt endurgerð ísra­ elskrar kvikmyndar sem gerð var 2007. Einn dagur Danska leikstýran Lone Scherfig er óðum að festa sig í sessi í al þjóðlegri kvikmyndagerð og það má hún þakka velgengni An Education en sú mynd sló eftirminnilega í gegn og gerði Carey Mulligan fræga. Var Scherfig tilnefnd til bresku BAFTA­verðlaunanna sem besti leik stjóri. Nýjasta kvikmynd Lone Scherfig nefnist One Day og skartar Anne Hathaway og Jim Sturgess í aðalhlutverkum. Fjallar myndin um Emmu og Dexter sem hittast fyrst 15. júlí 1989 og gerist myndin síðan þennan tiltekna dag á næstu tveimur áratugum og fáum við innsýn í líf þeirra og hvernig það hefur þróast. Upphafið að vel gengni Lone Scherfig má rekja til dönsku kvikmyndarinnar Ítalska fyrir byrjendur sem hún leikstýrði þótt ekki sé nafn henn ­ ar að finna á kreditlistanum, nema sem handritshöfundur, þar sem myndin var gerð með dog ma­ að ferðinni sem Lars von Trier kynnti fyrir heiminum á sín um tíma. Skólaklíkan sem Larry Crowne leiðir fer allra sinna ferða á vespum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.