Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 11

Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 11
FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 11 stjórnun Þ egar rætt er um breyt ingastjórnun ber nafn John P. Kotter fljótt á góma. Hann er bæði virtur og þekktur meðal fræðimanna á sviði stjórnunarfræða. Hann rannsakaði árum saman breyt ­ ingastjórnun hjá fjölda stór fyrir­ tækja. Niðurstöður þeirra rann ­ sókna leiddu m.a. til kenningar hans um hið nauð synlega átta þrepa ferli breytinga stjórnunar er hann setti fram árið 1996 í bók sinni Lead ing Change. Hann segir að skipulagsheildir verði að fara í gegnum þessi átta þrep til að breytingarnar skili einhverjum árangri. Alls ekki megi hlaupa yfir þrep. Þau verði að taka í réttri röð svo inn­ leiðing breytinga beri árangur. Þetta átta þrepa ferli hefur verið notað í skipulagsheildum um víða veröld og reynst vel. 1. Að starfsfólk skynji að þörf sé fyrir breytingar Það gerist ekkert nema starfs­ fólk skipulagsheildarinnar skynji sjálft að það sé þörf fyrir breyt­ ingar. Ef slíkt er ekki fyrir hendi má búast við mótstöðu þess við breytingaferlið. Þá er betra heima setið en af stað farið enda byggist breytinga stjórnun á samvinnu og frum kvæði starfs­ fólks sem er reiðu búið að leggja meira á sig en undir venjulegum kring umstæð um. Stjórnendur verða að halda vöku sinni og átta sig á hætt unni sem getur staf að af því starfsfólki sem vill ekki sjá neinar breytingar held­ ur óbreytt ástand. 2. Að mynda stýrihóp Stjórnanda ber að mynda stýri­ hóp eða öflugt breytingabanda­ lag. Kotter segir að slíkur hóp ur virki vel innan fyrirtækja í sí breyti­ legum aðstæðum sam tímans. 3. Að þróa framtíðarsýn og stefnu Í þessu þrepi leggur Kotter áherslu á að þróa skýra fram­ tíðarsýn og stefnu sem vísar veginn og skilar að lokum því æskilega ástandi sem stefnt er að. 4. Að miðla framtíðarsýn breytinganna Stjórnendur þurfa að miðla nýju framtíðarsýninni á þann hátt að starfsfólkið samþykki hana og deili með þeim skilningi á mikilvægi breytinganna. Stjórn­ endur þurfa að vera með gott upplýsingaflæði til starfsfólks. Þá þurfa öll skilaboð þeirra að vera skýr og augljós svo allir átti sig á hlutunum. 5. Að virkja stóran hóp starfs­ fólks til aðgerða Stjórnendur þurfa að virkja stóran hóp starfsfólks innan skipulagsheildar til að grípa til nauðsynlegra aðgerða svo að framtíðarsýnin verði að veruleika. Hindranir þarf að fjarlægja. Það ber að breyta skipulagi fyrirtækisins standi það í vegi fyrir framgangi þeirrar framtíðarsýnar er liggur fyrir. Stjórnendur eiga að hafa þor til að taka áhættu og fara ótroðnar slóðir þegar starfsfólk kemur fram með óhefðbundnar hugmyndir og aðgerðir. 6. Að stuðla að áfangasigrum starfsfólks Áfangasigrar ýta undir framtíðar­ sýnina og tiltrú starfsfólks á hana. Áfangasigrarnir eru nokkurs konar vörður á leiðinni að settu marki. Starfsánægjan eykst. Slíkir sigrar eru sýnilegir og tengjast beint tilteknum aðgerðum. 7. Að styrkja það sem áunn­ ist hefur og innleiða fleiri breytingar Stjórnendur þurfa að varpa ljósi á þann árangur sem hefur náðst og samgleðjast starfsfólki yfir honum. Slíkt er hvetjandi fyrir starfsfólk. Stjórnendur þurfa ætíð að vera á varðbergi gagnvart þeim öflum sem eru á móti hvers kyns breytingum. Stjórnendur þurfa að dreifa ábyrgðinni við innleiðingu breyt­ inga og einbeita sér að því að sinna leiðtogahlutverki sínu. 8. Að festa breytingarnar í sessi innan fyrirtækjamenn­ ingarinnar Stjórnendur þurfa að festa breyt­ ingarnar í sessi innan menn ingar viðkomandi skipu lags heildar. Það sé gert til langframa með breið­ virkum aðgerðum. Fyrirtækja­ menning er fyrirbæri sem þróast enda fjallar hún um hegðun og gildi starfsfólks. Fyrirtækja­ menningin mótast á löngum tíma. Þess vegna tekur það tíma að breyta henni. Stundum mistekst það. Breytingarnar verða alltaf að samræmast þeirri menningu sem er til staðar. Breytingastjórn­ endur verða því að skilja til hlítar viðkom andi fyrirtækjamenningu til að koma á breytingum. Þrepin átta í breytingastjórnun Niðurstöður þeirra rannsókna leiddu m.a. til kenningar hans um hið nauðsynlega átta þrepa ferli breytingastjórnunar er hann setti fram árið 1996 í bók sinni Leading Change. Greinarhöfundur, Bjarni Þór Bjarnas on, er prestur og M.Sc. í mannauðsstjórnun. Stjórnendur verða að halda vöku sinni og átta sig á hættunni sem getur stafað af því starfsfólki sem vill ekki sjá neinar breytingar heldur óbreytt ástand. John P. Kotter TexTi: Jón G. Hauksson Mynd: Geir ólafsson

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.