Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 73

Frjáls verslun - 01.04.2011, Page 73
FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 73 Ólafur ThorS Einu sinni voru Thorsarar miðpunktur þjóðfélagsum- ræðunnar á Íslandi. Þeir mótuðu hefðir í stjórnmálum og viðskipt um á fyrri hluta 20. aldar. Ævisagan eftir á að hyggja – guðmundur magnússon um thorsarana: Einu sinni voru Thorsarar miðpunktur þjóðfélagsumræðunnar á Íslandi. Þeir mótuðu hefðir í stjórnmálum og viðskipt­ um á fyrri hluta 20. aldar. Svo hurfu þeir í skugga annarra umdeildra karla og kvenna – allir nema einn. Það er Ólafur Thors. Guðmundur Magnússon sagn­ fræð ingur skrifaði sögu Thorsara fyrir fimm árum. Hvernig lítur hann á verk sitt núna eftir hrun? ÓlAfur tHors er enn fyrirmyndin Saga Thorsaranna er ekki ævisaga heldur ættarsaga skrifuð með aðferðum ævisög­unnar. Höfundurinn byggði á miklu af áður ókönnuðum frumheimildum, þar á meðal úr Landsbankanum og Þjóðskjala­ safninu um Kveldúlf hf., og á einkaskjalasafni Ric h­ ards Thors, eins valdamesta manns Íslandssögunnar, eldri bróður Ólafs Thors, sem fimm sinnum var forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins í þrjá áratugi. Guðmundur Magnússon segir að þegar hann skrif­ aði söguna fyrir fimm árum hafi aðeins minning Ólafs Thors lifað meðal almennings. Segja má að svo sé enn. Ólafur varð þjóðsagnapesóna í lifanda lífi og er það enn, nær hálfri öld eftir andlátið. Nöfn annarra Thorsara af fyrri kynslóðum eru lítt kunn öllum al menningi. Margir þjóðkunnir menn eru þó af ætt Thorsara, en þeir eru þekktir af öðru en ætterninu. sameinaði marga kosti „Ég held að í það minnsta fyrir sjálfstæðismenn sé Ólaf­ ur Thors enn fyrirmyndarleiðtoginn,“ segir Guðmund­ ur. „Hann var allt í senn atkvæðamikill sem stjórnmála­ maður og útgerðarmaður en líka alþýðleg ur og nota legur. Hann þekkti kjör almennings og hann þekkti þarfir atvinnulífsins og var orðheppinn og skemmtileg­ ur. Síðari leiðtogar flokksins hafa ekki náð að sameina allt þetta en þeir eru meðvitað eða ómeðvitað bornir saman við fyrirmyndina.“ Í sögu Thorsaranna er Ólafur fyrir ferðarmikill. Hann var andlit fjölskyldu sem í þrjár kynslóðir eða meira en hálfa öld var meðal valdamestu fjölskyldna á Íslandi – á tímabili sú valdamesta. Nær alla öldina og langt fram á viðreisnarár voru Thorsarar daglegt efni blaða og þjóðfélagsumræðunnar og Ólafur oft ast. Hann var bæði hataður og dáður. „Þegar ég réðst í að skrifa um Thorsarana var þetta fólk að miklu leyti gleymt, að Ólafi undanteknum. Það er merkilegt, svo umtalaðir og umdeildir sem Thorsarar voru áður,“ segir Guðmundur. texti:gísli Kristjánsson myndir: BorgarsKjalasafn reyKjavíKUr

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.