Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2011, Blaðsíða 73

Frjáls verslun - 01.04.2011, Blaðsíða 73
FRJÁLS VERSLUN 4.tbl.2011 73 Ólafur ThorS Einu sinni voru Thorsarar miðpunktur þjóðfélagsum- ræðunnar á Íslandi. Þeir mótuðu hefðir í stjórnmálum og viðskipt um á fyrri hluta 20. aldar. Ævisagan eftir á að hyggja – guðmundur magnússon um thorsarana: Einu sinni voru Thorsarar miðpunktur þjóðfélagsumræðunnar á Íslandi. Þeir mótuðu hefðir í stjórnmálum og viðskipt­ um á fyrri hluta 20. aldar. Svo hurfu þeir í skugga annarra umdeildra karla og kvenna – allir nema einn. Það er Ólafur Thors. Guðmundur Magnússon sagn­ fræð ingur skrifaði sögu Thorsara fyrir fimm árum. Hvernig lítur hann á verk sitt núna eftir hrun? ÓlAfur tHors er enn fyrirmyndin Saga Thorsaranna er ekki ævisaga heldur ættarsaga skrifuð með aðferðum ævisög­unnar. Höfundurinn byggði á miklu af áður ókönnuðum frumheimildum, þar á meðal úr Landsbankanum og Þjóðskjala­ safninu um Kveldúlf hf., og á einkaskjalasafni Ric h­ ards Thors, eins valdamesta manns Íslandssögunnar, eldri bróður Ólafs Thors, sem fimm sinnum var forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins í þrjá áratugi. Guðmundur Magnússon segir að þegar hann skrif­ aði söguna fyrir fimm árum hafi aðeins minning Ólafs Thors lifað meðal almennings. Segja má að svo sé enn. Ólafur varð þjóðsagnapesóna í lifanda lífi og er það enn, nær hálfri öld eftir andlátið. Nöfn annarra Thorsara af fyrri kynslóðum eru lítt kunn öllum al menningi. Margir þjóðkunnir menn eru þó af ætt Thorsara, en þeir eru þekktir af öðru en ætterninu. sameinaði marga kosti „Ég held að í það minnsta fyrir sjálfstæðismenn sé Ólaf­ ur Thors enn fyrirmyndarleiðtoginn,“ segir Guðmund­ ur. „Hann var allt í senn atkvæðamikill sem stjórnmála­ maður og útgerðarmaður en líka alþýðleg ur og nota legur. Hann þekkti kjör almennings og hann þekkti þarfir atvinnulífsins og var orðheppinn og skemmtileg­ ur. Síðari leiðtogar flokksins hafa ekki náð að sameina allt þetta en þeir eru meðvitað eða ómeðvitað bornir saman við fyrirmyndina.“ Í sögu Thorsaranna er Ólafur fyrir ferðarmikill. Hann var andlit fjölskyldu sem í þrjár kynslóðir eða meira en hálfa öld var meðal valdamestu fjölskyldna á Íslandi – á tímabili sú valdamesta. Nær alla öldina og langt fram á viðreisnarár voru Thorsarar daglegt efni blaða og þjóðfélagsumræðunnar og Ólafur oft ast. Hann var bæði hataður og dáður. „Þegar ég réðst í að skrifa um Thorsarana var þetta fólk að miklu leyti gleymt, að Ólafi undanteknum. Það er merkilegt, svo umtalaðir og umdeildir sem Thorsarar voru áður,“ segir Guðmundur. texti:gísli Kristjánsson myndir: BorgarsKjalasafn reyKjavíKUr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.