Frjáls verslun - 01.07.2011, Síða 45
FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011 45
Oxymap byggist á hugmynd dr. Einars Stefánssonar prófessors um að nýta geim tækni frá NASA við að skoða augnbotna. Einar
hefur um þriggja áratuga skeið unnið að
rannsóknum innan augnlækninga og nýtur
alþjóðlegrar viðurkenningar á því sviði.
Hann fékk gullverðlaun Evrópsku augn
læknaakademíunnar árið 2009 fyrir uppfinn
ingu sína, svokölluð GONINverðlaun.
Hugmyndin er að nota tækni við fjarkönn
un á yfirborði jarðar og yfirfæra hana til að
rannsaka augnbotna. Í báðum tilvikum er
leitast við að mæla efnasamsetningu úr
fjarlægð. Við augnlækningar nýtist þetta til
að finna hugsanlegan sjónskaða, til dæmis
vegna sykursýki, hrörnunar í augnbotnum
og gláku á fyrstu stigum.
Til að skoða augnbotnana hefur tækið Oxi
meter verið búið til hjá Oxymap. Einmitt
þegar Frjáls verslun birti viðtal við frum
kvöðulinn Einar Stefánsson í sprotablaðinu
2008 var hann að leggja á ráðin um næstu
skref. Frumgerð Oximeter var orðin til og
næst að prófa tækið á rannsóknarstofum,
fá það viðurkennt og undirbúa fjöldafram
leiðslu.
ljón á Veginum
Fyrirtækið var stofnað 2002 og hrunhaustið
2008 komu fjárfestar að verkefninu. Þar
lögðu saman Nýsköpunarsjóður atvinnulíf s
ins með 80% hlutafjár og níu fjárfestar með
afganginn. Fyrir þeim hópi fór Árni Þór
Árna son, áður einn af eigendum Austur
bakka hf., nú framkvæmdastjóri Oxymap.
Hvernig gekk að stíga skrefið frá
vísindun um og út á markaðinn?
„Það fyrsta sem gerðist var að tækið
reynd ist of flókið til notkunar úti á rann
sóknar stofum. Það var ákveðið að endur
hanna það og einfalda,“ segir Árni. Meðal
annars var ákveðið að nýta ekki gamlar
augnbotnamyndavélar á stofunum. Þær
reyndust oft ekki nógu góðar, stafrænni
myndavélatækni hafði fleygt fram svo
notaðar voru tvær myndavélar í stað einnar
og betri gerð af augnbotnamyndavélum.
Þetta var hinn tæknilegi vandi sem kom
upp. Menn sem kunna á upphaflega tækið
nota það vandræðalaust en fyrir ókunnuga
reyndist þetta of flókið,“ segir Árni.
Við þetta tafðist ferlið um eitt ár en nú er
búið að framleiða sextán Oximetertæki.
Sex eru í prófunum í Evrópu, önnur fjögur í
Ameríku og verið að semja um sölu/leigu í
fleiri heimsálfum. Íhlutir eru bandarískir og
tækið er sett saman í Arizona. Verðmætasti
hluti þess er þó hugbúnaðurinn sem þró að
ur hefur verið hjá Oxymap á Íslandi.
Árni segir að þetta sýni að það þurfi
þol inmæði og fé til að koma nýrri tækni á
markað. Sérstaklega reynir á þolinmæð ina
þegar kemur að lækningatækjum. Þar þarf
miklar prófanir við margar rannsóknarstofn
anir og vottanir.
„Við sýndum tækið fyrst á rannsóknar
þingi í augnlækningum 2010 í Flórída
og vakti það mikinn áhuga,“ segir Árni.
„Marg ir af frægustu rannsóknarspítölun
um vilja vera með en eru vanir að fá tækin
gefins. Það gengur ekki hjá okkur og hægir
það eitthvað á útbreiðslunni. Tækið sjálft
kostar um átta milljónir króna.
fé Úr ýmsum áttum
Við stefnum á að fyrirtækið verði sjálfbært
í ár,“ segir Árni. Hann segist mæla með því
sem módeli að opinberir sjóðir og fjárfestar
leggi saman við að ýta góðum hugmynd
um áfram.
„Einstakir fjárfestar geta ekki lagt alla
sína peninga í nýja hugmynd en vilja
gjarnan vera með,“ segir Árni. Þannig
kom hann sjálfur að fyrirtækinu og þann
ig er fjárhagslegur grundvöllur Oxymap
myndaður. Í stjórninni eru fimm; tveir frá
frumherjunum, aðrir tveir frá fjárfestum
og kona sem var óháð fyrirtækinu en með
reynslu af bæði vísindum og rekstri í heil
brigðisgreinum. „Það styrkir fyrirtækið,“
segir Árni.
tækið komið í prófun
Oxymap er sprotafyrirtæki, sem fjallað var um í Frjálsri verslun fyrir
þremur árum, árið 2008. Þá stóð fyrirtækið á tímamótum. Tiltekið vísind a-
verkefni var komið á það stig að prófanir á fyrstu tækjum voru næstar.
En hvernig hefur gengið síðan?
Oxymap
Árni Þór Árnason. „Við stefnum á að fyrirtækið verði sjálfbært í ár.“