Frjáls verslun - 01.07.2011, Side 48
48 FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011
Bill Gates var bæði útsjónarsamur og óvæginn stjórnandi:
Bill Gates settist í helgan stein
sumarið 2008, tæp lega 53 ára
gamall. Þá mörg undanfarin
ár talinn ríkasti maður heims
og eftirsóttur fyrirlesari og
rithöfundur. Snillingur í sinni
grein og almennt í viðskiptum.
Af hverju?
TexTi: gíSli KriSTjánSSon
Yfirleitt eru tvær ástæður taldar fyrir árangri Bills Gates í viðskiptum. Annars vegar yfirburðaþekking á forritun fyrir tölvur. Hins vegar
þykir maðurinn ákaflega marksækinn.
Sem stjórnandi er hann andstæða Steves
Jobs, fyrrver andi stjóra hjá Apple. Þeir
keppinautar eru jafngamlir en aðstæður í
uppvexti voru ólíkar.
William Henry Gates III er af vel
stæðu fólki kominn; lögfræðingum og
bankamönn um að langfeðgatali, og sjálfur
átti hann að verða lögfræð ingur eins og
faðir hans. Hann gekk á bestu einkaskóla
og fór svo til Harvard. En áhuginn var ekki
á lögfræði heldur á tölvum.
Hann byrjaði að forrita 13 ára gamall,
löngu áður en borðtölvur okkar tíma urðu
til. Og 13 árum síðar – 26 ára gam all –
samdi hann við IBM um að leggja skrifstofu
vélarisanum til stýrikerfi í borðtölvur,
svokallað MSDOS. Þetta var upphafið að
tölvubyltingunni, sem enn stendur. Síðar
kom Windowskerfið sem nú er í um 90%
af öllum tölvum í heimin um. Yfirforritari
var Bill Gates, forstjóri Microsoft.
Bestur í sókn og vörn
Þetta kann að virðast bein og breið braut.
Undir stjórn Bills Gates náði Microsoft nán
ast einokun á sviði stýrikerfa fyrir tölv ur.
Allt varð helst að vera samhæft forr itum
félagsins og helsti keppinaut urinn, Apple,
lítill á þessum markaði.
Ásakanir og lögsóknir vegna einokunar
á markaði voru lengi eitt erfið asta vanda
mál Microsoft. Stærsta málið var lögsókn
Bandaríkjastjórnar árið 1998 vegna þess
að Microsoft seldi netvafra sinn, Explorer,
sem hluta af Windows. Það takmarkaði
möguleika annarra framleiðanda vafra á að
koma sinni vöru á markað.
Við yfirheyrslur þótti Bill Gates frakk ur.
Hann mundi ekki lengur mikilvæg atriði
og reifst við dómarann um merkingu orða.
Málið endaði í sátt þar sem Micro soft
lofaði að leggja ekki stein í götu annarra.
Núna hefur Apple reynt að koma sér upp
svipaðri stöðu með in ot endabúnaði sínum.
gefur allt sem hann græddi
Bill Gates þótti harður stjórnandi. Hann
varði stöðu fyrirtækisins með kjafti og
klóm og undirmenn hans bera hon um ekki
allir vel söguna. Hann þótti kaldhæð inn
sem stjórnandi og átti það til að niðurlægja
fólk á fundum. Aðalatriðið var alltaf að
styrkja og verja stöðu fyrirtækisins.
Þessi mynd stingur nokkuð í stúf við
rólega og yfirvegaða framkomu Bills Gates
á opinberum vetvangi núna. Hann er tal inn
mikilvægur frumkvöðull í stjórnun enda
hlýtur maður, sem náð hefur slíkum ár
angri, að kunna sitthvað fyrir sér. Síðustu
árin hjá Microsoft var hann fyrst og fremst
stjórnandi og kom lítið að sjálfri þróunar
vinnunni.
Núna hefur Bill Gates það helst fyrir
stafni að eyða auði sínum í góð málefni.
Hann á að því er talið er um 40 milljarða
Bandaríkjadala og er nú annar ríkasti mað
ur heims samkvæmt tímaritinu Forbes.
Hann skrifar bækur um stjórnun, heldur
fyrir lestra og er almennt miklu prúðari
mað ur en hann var á yngri árum.
Bill Gates var frá
táningsaldri meðal
fremstu forritara í
heimi. „Hann mundi
ekki lengur mikilvæg
atriði og reifst
við dómarann um
merkingu orða.“