Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2011, Side 75

Frjáls verslun - 01.07.2011, Side 75
FRJÁLS VERSLUN 7.tbl.2011 75 Menning – Er ríkjandi menn­ ing innan fyrirtækisins að styðja við áætanir og markmið eða getur menningin staðið í vegi fyrir árangri? Samskipti stjórnast af hefðum, siðum og venjum sem skapast innan fyrirtækisins. Sam eiginlegur skilningur verður til í gegnum sameiginlega reynslu. Það getur reynst erfitt og jafnvel ómögulegt að breyta ríkjandi menningu og getur verið bæði tímafrekt og kostnaðarsamt. Fjárhagur – Hvaða áhrif hafa áætlanir á fjárhag fyrirtækis­ ins? Munu tekjur aukast, mun kostn aður hækka eða lækka? Hefur fyrirtækið fjárhagslegt bolmagn til að hrinda áætlun­ um í framkvæmd? Er þörf á auknu lánsfé eða hlutafé til að standa straum af kostn­ aði? Hvert á að sækja aukið fjármagn ef þörf er á því? Mun framtíðarrekstur standa undir auknum skuldbindingum? Samskipti – Eru skilaboð nægjanlega einföld og skýr? Hvernig munu starfsmenn fá vitneskju um hvað framundan er? Hvernig verður tryggt að þeir öðlist skilning og áhuga á verkefninu, grípi til aðgerða og vinni að settu marki? Yfirstjórn, millistjórnendur, sérfræðingar og almennir starfs menn þurfa að leggjast á eitt við að skapa raunsanna mynd af stöðunni eins og hún er, áður en ákvarðanir eru teknar um framtíðaráform og næstu skref. Með víðtækri þátttöku fást fjölbreyttar hugmyndir, raunhæfari markmið, dregið er úr óvissu og áhættu og meiri líkur á að árangur náist. Hvað eru raunhæf markmið? Fyrirtæki og stofnanir taka stöð ugt breytingum frá ári til árs vegna innri og ytri áhrifa. Innri þættir eins og starfsmanna­ velta, skipulag, fræðsla, þjálfun og starfsánægja hafa áhrif á framleiðni. Eins eru það þættir í ytra umhverfi eins og efnahag­ ur, pólitík, samfélagið, menn­ ing og menntun, samkeppni og tæknibreytingar. Allt getur þetta haft mikil áhrif á fram­ leiðni og árangur. Oft takast líka á ólík sjónarmið stjórnenda innan fyrirtækja og stjórnendur sem vinna saman hafa ólíka persónugerð og ólíka hagsmuni og persónuleg markmið. Sumir sækja í meiri áhættu en aðrir og það er mismunandi hversu mikinn áhuga stjórnendur hafa á ólíkum verkefnum. Stjórnendahópur, sem ekki er einhuga um hvert skuli stefna og hvaða leiðir skuli farnar, er ekki líklegur til að ná árangri. Slíkur hópur er heldur ekki líklegur til að hrífa með sér samstarfsfólk eða hvetja það til dáða með sannfærandi hætti. Það er því grundvallarforsenda, ef mark­ mið um árangur eiga að vera raunhæf, að stjórnendahóp ur­ inn sé einhuga um þau. Stefna eða áætlun sem ekki nýtur stuðn ings allra stjórnenda fyrir ­ tækisins er ekkert annað en listi yfir góðar hugmyndir og ólíkleg til að verða að veruleika. Áætlanagerð á óvissutímum Pólitískar, efnahagslegar og sam félagslegar breytingar hafa verið miklar undanfarin ár, svo ekki sé minnst á örar tækni breyt ­ ingar. En er tilgangs laust að gera áætlanir á slíkum tímum? Síður en svo. Það hefur aldrei verið og verður aldrei svo að allir hlutir verði fyrirséðir eða óvissa engin. Til að aðlagast aðstæðum sem þessum hafa menn fundið leiðir sem gera það kleift að bregðast hratt við óvæntum uppá komum og lágmarka þann­ ig óvissu og áhættu. Víðtæk þátt­ taka starfsmanna í áætlanagerð og markmiðssetningu hefur færst í vöxt svo og að samráð sé haft við hagsmunaaðila innan og utan fyrirtækisins. Eins hefur færst í vöxt síðustu ár að menn greini lykilárang urs ­ þætti starfseminnar og fylgist grannt með þeim til að geta betur og fyrr brugðist við breyt ingum og sveiflum. Þannig eru jafnvel samtímis gerðar margar ólíkar áætlanir byggðar á mismunandi forsendum um þróun þessara þátta. Svokall aðri sviðsmynda­ greiningu (scenario building) er gjarnan beitt í þessum tilgangi. Áætl anagerð af þessu tagi jókst meðal bandarískra fyrirtækja í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001 og sífellt fleiri fyrirtæki nýta sér þess­ ar aðferð ir og svokallaðar krísuáætlanir (crisis pl anning) til að eiga auð veldara með að bregðast við óvæntum aðstæðum. Óvissa er óumflýjanleg og verður alltaf til staðar í rekstrar­ umhverfinu og í því sambandi má vitna í orð Colins Powells, hershöfðingja og fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkj­ anna: „No battleplan survies contact with the enemy.“ Allar áætlanir og markmið hljóta því þegar upp er staðið að fjalla um það hvernig verjast á ógnunum og nýta tækifæri til að hámarka árangur á hverjum tíma. Megintilgangur hlýtur alltaf að vera sá að tryggja fyrirtækinu tilverurétt og framtíðarrekstr­ ar grundvöll. Með góðum undir búningi, víðtækri þátttöku starfsfólks, samráði við hags­ munaaðila, stöðugri endur­ skoðun og vöktun á lykilárang­ ursþáttum má auka líkur á góð um árangri. Bækur „Fyrirtæki og stofn- anir taka stöðugum breytingum frá ári til árs vegna innri og ytri áhrifa.“

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.