Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2010, Síða 58

Frjáls verslun - 01.02.2010, Síða 58
58 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 1 0 S t J ó r n u n sér fjármálafræði og líta á heildarkostnað þegar pöntun er gerð. Ekki er nóg að líta á magnafslætti, greiðslufresti, flutningsgjöld og fleiri þætti sem hafa áhrif á innkaupakostnað, einnig þarf að taka kostnað við fjárbindingu í birgðum með í myndina. Með skilvirkri stýringu innkaupa og birgða og langra greiðslufresta hefur mörgum fyrirtækjum tekist að vinna með svokölluðu neikvæðu lausafé (“negative working capital”) sem þýðir að þau greiða lánadrottnum löngu eftir að vörurnar hafa verið innheimtar hjá viðskiptavinum. Þessi leið minnkar fjárþörf fyrirtækja og leiðir til minni fjárbindingar í birgðum. Dæmi um slík fyrirtæki eru Dell og ALDI. Veltuhraði birgða hjá slíkum fyrirtækjum er mjög hár og afhendingartími mjög stuttur. Þau þurfa ekki að fjármagna birgðir sínar heldur kemur það í hlut birgjanna. tÆkiFÆrin eru VÍða Nú eru tækifæri til að beita aðferðum rekstrarstjórnunar til að ná auknum árangri í rekstri fyrirtækja. Auknar kröfur eru um meiri framleiðni, bætta nýtingu og betra skipulag vinnuferla. Fræðimenn á sviði stjórnunar telja að nú sé komið að því að laga verkferla, minnka vörubirgðir, bæta upplýsingaflæði milli fyrirtækja og bæta þjónustu með aðferðum Rekstrarstjórnunar. Stjórnendur hafa áttað sig á þessari staðreynd auk þess sem það leynast tækifæri til að hagræða og ná fram hagnaði innan fyrirtækjanna í formi umbóta í rekstri og samhæfingu vinnuferla. Þetta á við um öll fyrirtæki, jafnt í þjónustugeiranum sem og í hvers konar framleiðslu, flutningum og við dreifingu. Rekstrarstjórnun leikur lykilhlutverk hjá þeim sem ná samkeppnisforskoti með hagræðingu. Í auknum mæli ein- blína fyrirtæki á framleiðslu og hagræðingu, aukin afköst og gæði, lækkun kostnaðar og betri nýtingu hráefna og framleiðsluþátta. Það er markmið Rekstrarstjórnunar að fyrirtækin séu fljót að laga sig að nýjum aðstæðum, séu betur í stakk búin að mæta aukinni samkeppni og hafi getu til að vaxa í takt við væntingar. nýtni, Framleiðni, SkilVirkni og VirðiSauki eru lYkilorð rekStrarStJórnunar Fyrirtæki geta nálgast hagræðingu í Rekstrarstjórnun með ýmsum hætti. Þau geta nýtt starfskrafta innanhúss eða ráðið til sín sérhæfða ráðgjafa. Hægt er að nálgast viðfangsefnið í eftirfarandi þrepum: Úttekt, skoðun og greining• á núverandi stöðu m.a. grein- ingu og skráningu á öllum virðisaukandi ferlum fyrirtækis- ins. Mælingu á afköstum, nýtni og framleiðni. Setning markmiða og mælikvarða um árangur • við innleið- ingu Rekstrarstjórnunar í fyrirtækinu. Atriði eins og nýting og afköst starfsfólks, gæði vinnubragða, veltuhraði birgða, fjárbinding, aldurssamsetning birgða, rýrnun, gallar, hraði í afgreiðslu, endursendingar, kostnaður og nýting vörugeymslu svo eitthvað sé nefnt. Val viðfangsefna• á fundi með stjórnendum og gerðar til- lögur að forgangsröðuðum aðgerðarlista. Í framhaldinu er aðgerðum fylgt eftir í samstarfi við lykilstarfsmenn. Verkefni þessi taka yfirleitt um sex mánuði og eru hugsuð til 3-5 ára. Ákvörðun um viðfangsefni til framtíðar• hvað varðar Rekstrarstjórnun (“operations management policy”) sem kemur inn á framleiðsluferlið, vöruferlið, innkaupastýringu, birgðastýringu, gæðastýringu, þjónustumarkmið, nýtingu upplýsingatækni o.fl. Hér er um að ræða ítarlega greiningu og „strategískar“ tillögur til allt að 5-10 ára. mikilvægustu viðskiptavinirnir Nú þegar Íslendingar glíma við afleiðingar bankahruns og efnahagslægðar, er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að þrátt fyrir allt liggja tækifærin víða – og oft nær okkur en við höldum. Eftir að kreppan hófst um mitt ár 2008 hafa fjölmörg fyrirtæki á Íslandi tekið rækilega til í rekstrinum. Þau hafa greint sína styrk- leika og veikleika, skoðað ógnanir og tækifæri. Þau hafa gert stefnumótandi áætlun um að komast út úr kreppunni á styrkum fótum. Auk þess að lækka rekstrarkostnað og „skera burt fitu“ sem safnaðist fyrir í góðærinu, hafa þau forgangsraðað í rekstr- inum, eins og við gerum sjálf þegar við stjórnum okkar tíma. Forgangsröðun í rekstri þýðir að fyrirtæki flokka verk- efni, viðskiptavini, birgja, vörur og þjónustu í mikilvægisröð. Mikilvægustu viðskiptavinirnir eru þeir sem greiða skilvíslega, eru tryggir og gefa stöðug viðskipti. Oftast reynast um 20% viðskiptavina gefa um 80% af framlegðinni. Á sama hátt eru mikilvægustu vörurnar þær sem gefa mesta framlegð. Algengt er að um 20% af vörunum gefi um 80% af framlegðinni. Það er þekkt staðreynd að þótt birgjum, vörum og viðskiptavinum sé fækkað um allt að 30%, þá stendur fyrirtækið oft í sömu sporum hvað varðar afkomu og hagnað. Við þurfum ekki að þjóna öllum og sigra í öllum orrustum. Oft er hægt að ná meiri árangri með því að gera minna. Einnig felst forgangsröðunin í því að einbeita sér að kjarnastarfsemi og úthýsa öðrum verkefnum. „do what you do best ... outsource the rest“ er góð lýsing á þessari nálgun. „the secret to success is sacrifice,“ sagði Peter drucker og hvatti stjórnendur til að skerpa fókusinn með því að fórna ákveðnum viðskiptum, verk- efnum og viðfangsefnum. Stundum þarf að fórna vöruflokkum og viðskiptavinum. Eitt mikilvægasta verkefni stjórnenda fyr- irtækja í vanda er einmitt það að minnka lausafjárþörf þess. Þetta er gert með því að draga úr fjárbindingu í birgðum og útistandandi kröfum. Þannig verður fyrirtækið viðbragðsfljótara og óháðara fjármagni. oftast reynast um 20% viðskiptavina gefa um 80% af framlegðinni. á sama hátt eru mikilvægustu vörurnar þær sem gefa mesta framlegð.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.