Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2010, Page 72

Frjáls verslun - 01.02.2010, Page 72
72 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 1 0 í m a r k 2 0 1 0 Hvaða verkefni eru efst á baugi hjá markaðsstjórum á Íslandi um þessar mundir? Ég myndi telja að keppikefli flestra mark- aðsstjóra sé að nýta markaðsfé sitt með sem bestum hætti. Fá sem mest út úr hverri krónu og jafnframt að skoða og meta nýjar leiðir með hefðbundnum miðlum. Nú reynir á hugmyndaauðgi og að blanda saman leiðum. Það hefur dregið úr auglýsingum í kreppunni – en ættu fyrirtæki ekki að auglýsa meira í niðursveiflu og ná þannig stærri hluta af kökunni í sinni atvinnugrein? Jú, það segja fræðin, en ástandið var óvenjulegt og ég held að margir hafi verið að reyna að ná áttum. Vissulega var það áberandi á síðasta ári þegar margir kipptu að sér höndum enda óvissa um ástand og mikill samdráttur í neyslu. Það sem við sjáum samt er að fleiri markaðsstjórar spá því að þeir muni kosta meiru til en í fyrra. Á síðasta ári áætluðu 70% af stærstu auglýs- endum að eyða minna, en í dag eru aðeins 22% sem spá því. Þetta segir okkur að botninum sé líkast til náð og bjartsýni að aukast. Herferð SVÞ (Samtaka verslunar og þjónustu) er hvatning til fyrirtækja að taka þátt í að ýta við aukinni neyslu og við- brögðin hafa verið góð. Auglýsendur munu fylgja þeirri hvatningu eftir. Hefur borið á nýjum tískustefnum í almennum auglýsingum undanfarið ár? Er kímni t.d. meira notuð á kostnað beinna tilkynninga? Ég held að kímni sé notuð svipað og und- anfarin ár. Það fer eftir eðli vörunnar sem verið er að auglýsa hvort dottið er niður á snjalla lausn sem blandar saman kímni og skilaboðunum. Oftast gengur kímni í auglýsingum mjög vel upp en einnig eru dæmi um að spaugið skyggi á skilaboðin. Við sjáum að símafyrirtækin eru áberandi auglýsendur um þessar mundir og þau nota kímni með einhverjum hætti. Fjármálafyr- irtækin gerðu það mikið í góðærinu en eftir hrunið sjáum við það ekki. Allar fjármála- auglýsingar eru alvarlegar og ábyrgðarfullar og staðan er þannig í dag að blanda saman kímni og úrræðum í fjármálum fer ekki vel saman. Kevin Keller var með fyrirlestur um vörumerkjastjórnun á Íslenska mark- aðsdeginum. Hvað fannst þér standa upp úr í erindi hans? Það er svo margt sem var áhugavert hjá Keller að það er erfitt að gera upp á milli, en mér finnst skilaboðin að gleyma aldrei grunninum sem vörumerkið á að standa fyrir vera grundvallaratriði. Hvað stendur vörumerkið fyrir í nútíð, fortíð og hvað á það að standa fyrir í framtíð? Hugsa alltaf til lengri tíma og velja miðlana sem henta við- komandi vörumerki. Hvernig metur markaðsfólk ímynd Íslands um þessar mundir? Hvernig myndir þú kynna Ísland núna í erlendum fjölmiðlum? Ég held að við megum ekki vera of upp- tekin af Icesave og halda að allir útlendingar séu líka uppteknir af Icesave. Af mínum samtölum við erlenda aðila eftir hrunið þá er hugurinn til Íslands góður og tengist Jóhannes Davíðsson, framkvæmdastjóri Ímarks: Það sem kom mér á óvart er mikill viðsnúningur á áætluðum auglýsingakostnaði meðal stærstu auglýsenda fyrir árið 2010. Núna reikna 80% svarenda með að eyða sömu upphæð eða meira en á síðasta ári. Markaðsmál á Íslandi: Fleiri ætla að kosta meiru til en í fyrra MyND: geir ólafsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.