Frjáls verslun - 01.02.2010, Page 73
F R J Á L S V E R S L U N • 2 T B L . 2 0 1 0 73
í m a r k 2 0 1 0
sögunni, náttúrunni og hreinleika. Ég hef
þá trú að flest markaðsfólk geri það sama.
Ég líki þessu stundum við Ítalíu. Marga
langar að fara til Ítalíu vegna sögu, menn-
ingar og þeirrar upplifunar sem Ítalía hefur
upp á að bjóða. Neikvæð ímynd mafíunnar,
Berlusconis og stjórnarkreppu hefur þar
engin áhrif. Ég myndi leggja áherslu á að
kynna Ísland sem spennandi viðkomustað
og höfða til fyrrgreindra atriða. Tækifærin
eru óteljandi.
Hvaða helstu breytingar hafa orðið á
markhópum eftir hrunið?
Aðferðafræðin og nálgun markhópa hefur
ekki verið að breytast í sjálfu sér. Fólk virðist
hafa meiri þjóðarvitund og er ekki tilbúið til
að taka þátt í sóun. Ráðdeild og skynsemi er
meira ríkjandi og nauðsynlegt er að nálgast
markhópana með það í huga.
Kynnt var könnun frá Capacent á
Íslenska markaðsdeginum. Hvað kom
þér mest á óvart í þessari könnun?
Það sem kom mér á óvart er mikill viðsnún-
ingur á áætluðum auglýsingakostnaði meðal
stærstu auglýsenda fyrir árið 2010. Núna
reikna 80% svarenda með að eyða sömu
upphæð eða meira en á síðasta ári. Klárlega
meiri bjartsýni í gangi og flest fyrirtæki búin
að kortleggja næstu skref. Það dugar ekki að
sitja með hendur í skauti þegar kemur að
markaðsmálum.
Kreppan dregur úr umsvifum flestra
fyrirtækja. En eru einhver tækifæri
sem markaðsstjórar sjá í kreppunni?
Já, tækifærin felast í því að opna augun fyrir
nýjum og snjöllum leiðum án þess að kosta
eins miklu til og áður. Markaðsstjórar geta
stigið skref til baka og ígrundað í hvaða átt
þeir eru að fara og skerpa fókusinn. Árið
2007 var oft á tíðum keppni í að vera flott-
astur og reyna að toppa aðra, burtséð frá
því hvort það skilaði væntanlegum mark-
miðum. Eftir hrunið hefur til dæmis áhugi
fyrir að nýta netið og samfélagsvefi stórauk-
ist á kostnað prentmiðla.
Jóhannes Davíðsson, framkvæmdastjóri Ímarks.
Markaðsmál á Íslandi:
Fleiri ætla að kosta
meiru til en í fyrra