Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2010, Page 73

Frjáls verslun - 01.02.2010, Page 73
F R J Á L S V E R S L U N • 2 T B L . 2 0 1 0 73 í m a r k 2 0 1 0 sögunni, náttúrunni og hreinleika. Ég hef þá trú að flest markaðsfólk geri það sama. Ég líki þessu stundum við Ítalíu. Marga langar að fara til Ítalíu vegna sögu, menn- ingar og þeirrar upplifunar sem Ítalía hefur upp á að bjóða. Neikvæð ímynd mafíunnar, Berlusconis og stjórnarkreppu hefur þar engin áhrif. Ég myndi leggja áherslu á að kynna Ísland sem spennandi viðkomustað og höfða til fyrrgreindra atriða. Tækifærin eru óteljandi. Hvaða helstu breytingar hafa orðið á markhópum eftir hrunið? Aðferðafræðin og nálgun markhópa hefur ekki verið að breytast í sjálfu sér. Fólk virðist hafa meiri þjóðarvitund og er ekki tilbúið til að taka þátt í sóun. Ráðdeild og skynsemi er meira ríkjandi og nauðsynlegt er að nálgast markhópana með það í huga. Kynnt var könnun frá Capacent á Íslenska markaðsdeginum. Hvað kom þér mest á óvart í þessari könnun? Það sem kom mér á óvart er mikill viðsnún- ingur á áætluðum auglýsingakostnaði meðal stærstu auglýsenda fyrir árið 2010. Núna reikna 80% svarenda með að eyða sömu upphæð eða meira en á síðasta ári. Klárlega meiri bjartsýni í gangi og flest fyrirtæki búin að kortleggja næstu skref. Það dugar ekki að sitja með hendur í skauti þegar kemur að markaðsmálum. Kreppan dregur úr umsvifum flestra fyrirtækja. En eru einhver tækifæri sem markaðsstjórar sjá í kreppunni? Já, tækifærin felast í því að opna augun fyrir nýjum og snjöllum leiðum án þess að kosta eins miklu til og áður. Markaðsstjórar geta stigið skref til baka og ígrundað í hvaða átt þeir eru að fara og skerpa fókusinn. Árið 2007 var oft á tíðum keppni í að vera flott- astur og reyna að toppa aðra, burtséð frá því hvort það skilaði væntanlegum mark- miðum. Eftir hrunið hefur til dæmis áhugi fyrir að nýta netið og samfélagsvefi stórauk- ist á kostnað prentmiðla. Jóhannes Davíðsson, framkvæmdastjóri Ímarks. Markaðsmál á Íslandi: Fleiri ætla að kosta meiru til en í fyrra
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.