Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2010, Qupperneq 74

Frjáls verslun - 01.02.2010, Qupperneq 74
74 F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 1 0 í m a r k 2 0 1 0 Netið hefur verið að styrkja sig sem aug- lýsingamiðill og er það í takt við það sem hefur gerst erlendis. Hvernig sérðu netið vaxa á næstu árum? Við virðumst hafa verið seinni til en önnur lönd hvað þetta varðar en á síðustu tveimur árum hefur verið kippur sem tengist líklega hruninu og leit eftir ódyrari og fjölbreyttari leiðum til að koma skilaboðum á framfæri. Ég held að áhuginn fyrir netinu og tækifærum sem þar eru sé mikill og ekki vafi að við munum þróast í takt við það sem er að gerast annars staðar. Við eigum eftir að sjá mun meiri notkun á dreifileiðum netsins og farsímamarkaðssetning, sem er rétt að byrja, er spennandi kostur sem margir eru að íhuga. Fleiri aðilar hér á landi eru að sérhæfa sig í net- og samfélagsmiðlum. Þessir miðlar munu styðja við hefðbundna miðla en ekki koma í stað þeirra. Markaðir breytast sífellt ár frá ári. Eru ein- hverjar breytingar á því hvernig markaðs- stjórar nálgast núna einstaka markhópa? Eins og ég kom inn á áðan þá er skynsemi og ráðdeild ríkjandi hugsunarháttur og bruðl litið hornauga. Málið er að markaðssetning er ekki eins hástemmd og áður var. Mér finnst fyrirtæki leggja mun meira í heimavinnuna og þar með þrengja markhópana eða skilgreina undirmark- hópa innan hefðbundinna hópa. Þar er helst að ekki er farið af stað fyrr en heimavinnunni er lokið. Ástæðan er krafa um betri nýtingu á markaðsfé og vandaðri vinnubrögð. Alþjóðleg viðskipti eru í niðursveiflu og það er minna auglýst um allan heim. Hvernig hafa auglýsingastofur brugðist við minnkandi umsvifum? Margir hafa skorið rækilega niður eða strauml- ínulagað reksturinn. Sjálfsagt er meira um að einfaldari lausnir séu í boði og birtingarplön séu vandaðri. Lykilatriði er hugmyndaauðgi og snjallar lausnir þannig að hærra hlutfall af markaðsfé fer í birtingar en framleiðslukostnað. Fyrirtæki og auglýsingastofur koma líka til móts hver við aðra til að koma verkum í framkvæmd enda allra hagur að hjólin snúist. Það er ljóst að Danir nota útvarp, sjónvarp og dagblöð minna en við Íslendingar sem auglýsingamiðla. Hefur þú einhverjar skýr- ingar á því? Góð spurning. Án þess að ég viti skýringuna til hlítar má kannski skoða þetta í samhengi við hvernig landið er byggt. Íslendingar eru dreifðir um landið og rík hefð er fyrir útvarpshlustun og óhætt að segja að við séum fréttasjúk þjóð. Ég held því að þetta liggi í þjóðarsálinni og þrátt fyrir að við notum netið daglega til að líta á fréttir þá sleppa fáir því að lesa dagblöð eða horfa á sjónvarp. Markpóstur komst mjög í tísku í uppsveifl- unni. Hversu mikill samdráttur hefur orðið í notkun beins markpósts hjá fyrirtækjum? Tölur sýna reyndar að það varð minnkun í notkun markpósts meðalfyrirtækja árið 2008 samanborið við t.d. 2007, en nýjustu tölur sýna að markpóstur er aftur að aukast og ná fyrra horfi. Um það bil 50% fyrirtækja nota markpóst eða fjölpóst. Það sem er áhugavert er að mark- póstur er að færast meira í rafrænan markpóst enda gefur sá miðill óendanlega möguleika og gagnvirkni. Vel unnir póstlistar eru verðmætir og fyrirtæki mega ekki vanmeta þá. Hversu stór er auglýsingakakan í millj- örðum króna talið á Íslandi og hve mikið telurðu að hún skreppi saman á þessu ári? Þessu er erfitt að svara þar sem ekki eru allar tölur sýnilegar en þó er hægt að segja að á árinu 2009 voru auglýsingatekjur eftir flokkun fjöl- miðla, fyrir utan netmiðla, um það bil 8 millj- arðar og má reikna með svipaðri tölu á þessu ári, líklegast eitthvað hærri tala. Hér er verið að tala um birtingarkostnað, en framleiðslukostnaður ekki með þannig að heildarkakan er auðvitað stærri. Þó má búast við að birtingarkostnaður haldi sér hlutfallslega betur á kostnað fram- leiðslu auglýsinga. Finnur þú fyrir breytingu á viðhorfi til framtíðar meðal markaðsfólks? Auðvitað varð maður var við svartsýni og óvissu á síðasta ári meðal markaðs- og auglýsingafólks um horfur á næstu misserum og urðu óneit- anlega breytingar hjá mörgum. Í dag er jákvæð- ara hljóð, mun meiri bjartsýni er ríkjandi enda flestir búnir að jafna sig eftir sjokkið í kjölfar hrunsins og stjórnendur hafa áttað sig á því að þeir verða að vera jákvæðir og að treysta á sjálfa sig til að koma málum í gang. Ég myndi telja að keppikefli flestra markaðsstjóra sé að nýta markaðsfé sitt með sem bestum hætti. Fá sem mest út úr hverri krónu og jafnframt að skoða og meta nýjar leiðir með hefðbundnum miðlum. nú reynir á hugmyndaauðgi og að blanda saman leiðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.