Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.07.2010, Blaðsíða 14
14 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 ÞAU HAFA ORÐIÐ SNÚNINGUR TIL HÆKKUNAR Sigurður B. Stefánsson, sjóðstjóri hjá Rose Invest: ERLEND HLUTABRÉF Það sem ég tel vera efst á baugi á alþjóðlegum hlutabréfamarkaði er snún ingur til hækkunar í lok ágúst,“ segir Sigurður B. Stefánsson. „Hann náði til helstu kaup halla í Asíu­ og Kyrrahafslöndum, Evrópu og Ameríku. Staðan nú er að veikustu markaðir eru í Japan, Kína og Frakk landi auk hluta af Banda ríkja­ markaði.“ Sigurður nefnir í því sambandi orku fyrirtæki og fjármálafyrirtæki. „Sterkustu markaðirnir eru í löndum í Suð austur­Asíu svo sem Taílandi, Malasíu, Indó nesíu, Suður­ Kóreu og Ind l andi. Vestanhafs eru það Brasilía, Mexíkó og Kanada sem skara fram úr.“ Sig urður segir að hlutabréf hafi lækkað frá seinni hluta aprílmánaðar. „Það varð lækkun í maí og júní sem náði til allra markaða og nam 16­20%. Nasdaq­mark aðurinn í Bandaríkjunum lækkaði um tæp 19% en í Kína hefur verið lækkun frá ágúst 2009 til ágúst 2010 um 33%. Engu að síður er Kína einn af sterkustu mörkuðum veraldar.“ Sigurður segir að vonir séu bundnar við að þessir erfiðu tímar frá apríl til ágúst loka séu að baki og framundan kunni að vera hækkunarskeið á nýjan leik. 06 MYNDI SKEKJA FLOKKINN Stefanía Óskarsdóttir, doktor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands: STJÓRNMÁL08 Að sögn Stefaníu Óskarsdóttur verður stjórn málaástandið áfram mjög ótryggt þrátt fyrir nýafstaðna uppstokkun í ríkisstjórn sem gerð var til að tryggja að meirihluti yrði fyrir fjárlögunum. „Uppstokkunin var jafnframt formleg viðurkenning á ítökum þeirra sem eru á móti alþjóðavæðingu efnahagslífsins meðal stjórnarþingmanna – sjónarmiða sem eru þvert gegn stefnu Samfylkingarinnar.“ Stefanía segir að nú hafi enn eitt spjótið bæst í helsærðan stjórnarlíkamann sem sé tillaga um að ákæra nokkra ráðherra ríkisstjórnar Geirs H. Haarde fyrir landsdómi. „Í þeirra hópi er Ingi björg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar. Réttarhöld yfir ráðherrunum fyrrverandi, byggð á hæpnum forsendum, verða tæplega til að auka sáttina í þjóðfélaginu né inn an ríkisstjórnarinnar. Sama hvað þingmenn Sam fylkingarinnar segja opinberlega mun lögsókn gegn Ingibjörgu Sólrúnu skekja flokkinn og grafa enn frekar undan stjórnarsamstarfinu.“ Síðustu 15 ár hafa einkennst af miklum breytingum í fyrir­tækja rekstri og starfsmenn þurft að tileinka sér nýja hætti bæði í uppsveiflunni þegar fyrirtækin voru að stækka en ekki síður í dag þegar að ­ stæður eru gjörbreyttar,“ segir Þóranna Jónsdóttir. „Einn áhugaverðasti þátturinn í breyt ­ ingastjórnun er uppgjörið við fortíðina eða „gamla ástandið“. Það gleymist oft að huga að þessum þætti en stóran hluta þeirrar mótspyrnu og erfiðleika sem teng jast breytingum má rekja til þess að fólk reynir af öllum mætti að halda í eða endurreisa það sem var. Ef við horfum til þeirra stóru breyt­ inga sem hafa orðið í viðskipta­ og efna hagslífi okkar virðist meiri orka fara í að gera upp fortíðina en að horfa fram á veginn. Það er mikilvægt að vera meðvitaður um þá fortíðarþrá sem óhjákvæmilega fylgir breytingum og beita öllum ráðum til að fá fólk til að segja skilið við fortíðina og horfa fram á veginn, öðruvísi verða breyt ingarnar aldrei að veruleika.“ AÐ SKILJA VIÐ FORTÍÐINA Þóranna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri sam skipta og viðskiptaþróunar hjá Auði Capital: BREYTINGASTJÓRNUN07
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.