Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.07.2010, Blaðsíða 49
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 49 Halda í bjartsýnina Hulda Hreiðarsdóttir er íslenskufræðingur, sem fór út í hönnun og viðskipti eftir að hafa verið í viðskiptasmiðjunni hjá Klaki. Núna er fyrirtæki hennar og Þórunnar Jónsdóttur með framleiðslu og sölu á leikföngum víða um heim. Hulda Hreiðarsdóttir og Þórunn Jónsdóttir hjá leikfanga - fyrirtækinu Fafu: Hulda segir að Fafu hafi vaxið hraðar en hún hafi átt von á. Viðtökur hafi verið góðar en félagið komst í úrslit Gull-eggsins, frumkvöðlakeppni Innovit, og hlaut verðlaun Út flutningsráðs í þeirri keppni. Auk þess hafa mikilvægir styrkir fengist frá Rannís og einnig Átaki til atvinnusköpunar. Í fyrstu var Hulda eini starfsmaðurinn en framleiðslan byggist á hönn un sem hún byrjaði á haustið 2008 – rétt fyrir hrun. Fyrirtækið sjálft var síðan stofnað vorið 2009 og núna eru fastir starfsmenn tveir auk verktaka sem sjá meðal annars um grafíska hönnun, for- ritun á vefsíðu og ljósmyndun. Fyrirtækið heitir FafuToys. Það er enska enda segir Hulda að mark- aðurinn sé nær eingöngu í útlöndum. – Vörurnar eru um hverfisvæn leikföng og búningar fyrir börn. Leikskólar Hjalla stefn unnar hafa prófað vörurnar og keypt á alla sína leikskóla. „Við byggjum á svipuðum hugmyndum og Hjallastefnan um að börnin eigi að skapa sinn leik sjálf fremur en að byggja hann á fyrir- fram gefnum hugmyndum,“ segir Hulda. Opinn leikur Fafu stendur fyrir „fair fun“ og vísar til þess að efnin séu um hverfis- væn og framleiðsla og hráefni siðgæðisvottuð þannig að seljendur hafi fengið sanngjarnt verð fyrir sinn hlut. Hönnunin miðast við op inn leik, sem reynir á hugmyndaflug barnanna og eflir þroska þeirra. Lögð er áhersla á að vinna með form, liti, lögmál og leiðir til að efla ólíka eiginleika barna. „Ég á þrjú börn og fann sjálf fyrir leikfanganeyslunni, sem virðist aukast ár frá ári. Það er ekki gert ráð fyrir opnum leik lengur,“ segir Hulda. Hún segir að markmiðið sé meðal annars að brúa bilið milli leikfanga og tölvuleikja þar sem reynir bæði á hreyfingu og sköpun við tölvuna. Til þessa hefur framleiðslan þó fyrst og fremst verið búningar af ýmsu tagi. Vörurnar eru framleiddar úr bómull í Kalkútta á Indlandi og heil þæfðri ull í Nepal. Núna er dreifingarnet í mótun, fyrst í Svíþjóð og einnig í Bretlandi. Þetta er framleiðsla fyrir sérverslanir með þroska leikföng og umhverfisvæn leikföng. Sá markaður er þrátt fyrir allt að vaxa. „Við reynum að berjast á móti straumnum,“ segir Hulda. „Þetta er kynlaus vara. Við bjóðum ekki upp á dúkkur og bíla og búningarnir eru ekki bleikir.“ Halda í bjartsýnina Hulda segir að fyrir frumkvöðla sé einna erfiðast að vera alltaf í mörgum hlutverkum samtímis. Þegar Fafu var á hugmyndastigi var hún mikið ein í öllu en síðan auglýsti hún eftir starfskrafti á Face- book. Þá kom Þórunn Jónsdóttir viðskiptafræðingur til Fafu en á tímabili störfuðu tveir hönnuðir einnig hjá félaginu. Þórunn sér um markaðsmálin en Hulda um hönnun og framleiðslu. Þar með er viss verkaskipting komin fram innan fyrirtækis og þær vonast til að geta bætt starfsmanni við eftir áramótin. „Annars er það svo að allt tekur lengri tíma en maður heldur í upp- hafi,“ segir Hulda. „Það er óraunhæft að setja sér markmið eins og heimsyfirráð eftir helgi! Það er átak að halda í bjartsýnina og frum- kvöðullinn verður að leyfa sér visst óraunsæi.“ Hulda segir jafnframt að Fafu hafi vaxið hratt vegna þess að fyrir- tækið var snemma komið með eigin tekjur. Markmiðið er að ná fjár hagslegri sjálfbærni áður en fleiri vörur bætast við og fjármagna þróunarvinnuna með sölu. „Þetta er einföld vara sem hægt var að selja strax og fá þannig tekjur,“ segir Hulda. „Hins vegar eru ytri aðstæður hér ekki sérlega góðar; gjald- eyrishöftin til trafala og opinber gjöld eru þungur baggi.“ „Þetta er kynlaus vara. Við bjóðum ekki upp á dúkkur og bíla og búningarnir eru ekki bleikir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.