Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Qupperneq 51

Frjáls verslun - 01.07.2010, Qupperneq 51
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 51 að hvetja hópinn sinn áfram til átaka við áskoranir, og þær eru ekki svo fáar í við­ skipta umhverfi dagsins í dag. Um höfundinn Marshall Goldsmith er einn þekktasti stjórnendamarkþjálfinn (executive coach) í heiminum í dag. Hann hefur unnið með stjórnendum í mörgum af stærstu fyrirtækjum heims með frábærum árangri. The Times og Forbes völdu Goldsmith í hóp 15 mestu hugsuða á sviði viðskipta árið 2009 og The American Management Association hefur valið Goldsmith í hóp 50 hugsuða og leiðtoga sem hafa haft hvað mest áhrif á stjórnun undanfarin 80 ár. Reynsla hans og þekking nýtast því stjórnendum sem vilja ná auknum árangri. Fyrir hverja er bókin? Undirtitill bókarinnar gefur skýrt til kynna fyrir hverja bókin er hugsuð. Mojo – Hvernig á að ná því, halda því og finna það aftur ef þú týnir því. Þeir leiðtogar sem hafa einhvern tíma upplifað það að tapa drifkraftinum í starfi vita að það getur verið erfitt að finna hann aftur. Það er engu að síður gríðarlega mikilvægt til að stjórn andinn viðhaldi trúverðugleika sínum og getu til að hvetja hópinn sinn áfram. Í raun má segja að bókin sé fyrir þá sem vilja ná hámarksárangri í starfi og hafa um leið gaman af því. Meiri gleði í starfi, já takk! En hvernig? Eins og með svo margt annað eftirsóknar­ vert er það auðvitað hægara sagt en gert. Við þurfum að byrja á að spyrja okkur fjögurra grundvallarspurninga: Hver er ég og hvað finnst mér um mig? Hvað hef ég afrekað? Hvað finnst öðrum um mig og afrek mín? Hvað get ég haft áhrif á og hvað þarf ég að sætta mig við? Svörin við þessum spurningum ættu að leiða okkur að því hvað við stöndum fyrir og hverju við þurfum að breyta í um hverfi okkar til að finna „mojoið“ að nýju. Spurn­ ingarnar ganga út á að komast að því hvað það er sem við höfum gaman af, hvað skiptir okkur máli og hverjir styrk leikar okk ar eru, hverju við ættum að einbeita okkur að, hverju við ættum að sleppa og hvenær þörf er á að aðlaga viðhorf okkar í þeim tilfellum þegar við fáum ekkert að gert. En eins og þetta sé ekki nóg? Alls ekki, í raun eru þessar viðamiklu spurningar aðeins byrjunin. Í bókinni er ítarleg „verk­ færakista“ sem hjálpar til við að byggja upp og viðhalda þeim smitandi drifkrafti og gleðinni í starfi sem skilar okkur hámarks ­ árangri í því sem við tökum okkur fyrir hendur. Eins og með öll önnur verkfæri þá nýtast þau ekki nema gripið sé til þeirra. Mörg þeirra eru einföld, eins og að tileinka sér bjartsýni eða fjarlægja eitt atriði úr dag­ skipulaginu sem ekki er lífsnauðsynlegt. Önnur eru flóknari eins og gengur. Öll eiga þau það þó sammerkt að vera gagnleg og sett fram í bókinni með hjálp­ legum dæmum sem skýra samhengi þeirra og nytsemi. Þeir leiðtogar sem hafa ein­ hvern tíma upplifað það að tapa drifkraftinum í starfi vita að það getur verið erfitt að finna hann aftur. B Æ K U R Mojo er ástand sem við upplifum þegar við höfum sjálfsprottið jákvætt hugarfar gagnvart því sem við erum að gera og erum fær um að smita því hugarfari út í umhverfi okkar. Bókin Mojo. Eiginleikar – Hver er ég? Hvað hugsa ég um mig? Árangur – Hvaða árangri hef ég náð nýlega? Orðspor – Hvaða álit hafa aðrir á mér og afrekum mínum? Samþykki og áhrif – Hvað þarf ég að sætta mig við og hvað get ég haft áhrif á? Þegar við getum svarað þessum spurningum með þeim hætti að við erum sátt við svörin upp lif um við hamingju og tilgang í því sem við erum að gera. Við höfum gaman af verkefnum okkar og það sést. Viðhorf okkar er jákvætt, innri vellíðan endur speglast í umhverfi okkar. Skilgreining á mojo: Þegar við upplifum að við erum spennt fyrir verk efnum okkar, tilbúin til að takast á við þau og engum dylst ákafi okkar. MOJO – SPURNINGAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.