Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.07.2010, Blaðsíða 19
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 19 Framtakssjóður Íslands er risi. Hann er risi sem hefur rumskað með kaupunum á Vestia. Það er sjóðheitt mál. Hann er stærsti og kröftugasti fjárfestirinn í íslensku atvinnu lífi og verður það næstu árin með 60 milljarða fé til kaupa á fyrirtækjum – og hefur heimild til að auka hluta féð upp í 90 milljarða. Svo miklu fjármagni fylgja mikil völd í viðskiptalífinu þegar áhrifin ná til margra af stærstu og þekktustu fyrirtækja landsins. Ný valdablokk lífeyrissjóða? Ýmsir halda því fram. En því er mót­ mælt af sjóðnum með þeim rökum að völd séu ekki markmiðið heldur að byggja upp atvinnulífið við óvenjulegar aðstæður í þjóð­ félaginu og ná góðri ávöxtun. Þetta sé tímabundinn sjóður sem til standi að leysa upp eftir sjö ár og þá verði vonandi búið að selja öll fyrirtækin. Risinn er umdeildur. Mörgum verður heitt í hamsi við að ræða hann. Það fór ekki á milli mála á fjölmennum fundi hjá Sam tökum verslunar og þjónustu á dögunum. Þar var gagnrýnt að Fram taks sjóðurinn væri of stór og áhrifamikill – en í hinu orðinu sagt að hann borgaði allt of hátt verð fyrir fyrirtækin í því efnahagsástandi sem hér ríkir og tæki allt of mikla áhættu með sparnað landsmanna. Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðsins, svaraði þessu ágætlega í umræðum á fundinum þegar hann svaraði því til að sjóð ur­ inn ætlaði sér að taka þátt í endurreisn atvinnulífsins og það væri skrítin staða ef sjóðurinn mætti ekki kaupa í samkeppnis fyrir tækjum. „Það verður ekki komist hjá því að kaupa samkeppnisfyrirtæki,“ sagði Finnbogi og benti á að slíkar fjárfestingar væru alls staðar á Vesturlöndum talinn eðlilegur hluti í fjárfestingarstarfsemi lífeyrissjóða. Skjóta má því hér inn í að danskir lífeyrissjóðir hafa keypt FIH­ bankann í Danmörku af Seðlabanka Íslands. Þetta er samt mjög viðkvæmt mál og alls ekki einfalt. Finnbogi kom raunar inn á það á fundinum og sagðist vel skilja gremju manna. En Framtakssjóður Íslands er nýr risi í viðskiptalífinu sem kominn er til að láta að sér kveða í fjárfestingum. Hann er kjölfestufjárfestir í Icelandair Group og öllum að óvörum keypti hann Vestia af Landsbankanum. Þar með keypti hann kippu fyrirtækja, þ.e. Icelandic, Vodafone, Skýrr, EJS, Hug-Ax, Húsasmiðjuna og Plastprent. Kaupverðið á kippunni er 19,5 milljarðar og hún var keypt í ríkinu; þ.e. af ríkisbankanum Landsbankanum. Ekki hefur endanlega verið gengið frá þeim kaupum en það verður gert að lokinni áreiðanleikakönnun. Hvar risinn stígur næst niður í fjárfestingum er óráðin gáta – en ýmsir spá því að hann komi að kaupum á Högum. FRÉTTSKÝRING: JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON O.FL. RISI KAUPIN Á VESTIA:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.