Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Blaðsíða 81

Frjáls verslun - 01.07.2010, Blaðsíða 81
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 81 Fólk GUNNHILDUR ARNARDÓTTIR framkvæmdastjóri félagasamtakanna Stjórnvísi Gunnhildur tók nýlega við fram-kvæmda stjórastarfi hjá Stjórnvísi sem er stærsta og öflugasta fagfélag um framsækna stjórnun á Íslandi. Markmið félagsins er að stuðla að umbótum í stjórnun íslenskra fyrirtækja með miðlun þekkingar og reynslu meðal stjórnenda. „Starf mitt felst aðallega í að vera í góðu sambandi við félagsmenn sem eru 800 talsins hjá 250 fyrirtækjum. Kjarnastarfið fer fram í faghópum sem í dag eru 16 talsins á jafnmörgum sviðum stjórnunar. Hver hópur boðar til fundar að jafnaði einu sinni í mánuði þar sem tiltekið málefni er tekið til umfjöllunar í fyrirlestra- og umræðuformi eða á annan hátt. Ég að stoða hópana við að auglýsa fundina á heima síðu félagsins og senda út fundarboð ásamt því að hvetja þá til samstarfs og aðstoða við ráðstefnur. Í starfi mínu felst jafnframt almennur rekstur félagsins og nýt ég stuðnings frábærrar stjórnar og félags - manna. Þessa dagana er allt á fullu hjá fag hópunum að undirbúa metnaðarfulla dag- skrá vetrarins. Sumir hópanna auglýsa strax alla fundi vetrarins á heimasíðu félagsins á meðan aðrir kynna þá jafnóðum. Hin árlega Haustráðstefna Stjórnvísi er í undirbúningi og mun hún skarta frábærum fyrirlesurum sem enginn ætti að missa af.“ Það þarf engan að undra að Gunnhildur skyldi veljast í framkvæmdastjórastarf Stjórnvísi. „Félagsstarf hefur verið stór hluti af lífi mínu alla tíð. Í dag er ég formaður Emblna sem er félagsskapur MBA-kvenna sem eru útskrifaðar frá HR. Einnig er ég í Advisory- board fyrir MBA-námið í HR “ Gunnhildur er alin upp í veðursældinni í Laugarnesinu og lék sér þar í fjörunni öllum stundum. „Ég nýt mín hvergi eins vel og í fjörum því þær eru svo fullar af lífi hvert sem litið er. Þegar ég var að alast upp voru sveitabæir í Laugardalnum og hesthús Fáks. Í dag búum við á Seltjarnarnesi sem er algjör náttúruparadís þar sem við vökn um upp við fuglasöng á morgnana. Þrjár ólíkar fjörur umkringja Nesið og ekkert er eins endurnærandi og að ganga í fersku sjávarloftinu í kringum Nesið eftir vinnudag. Maðurinn minn Hafsteinn er mikil aflakló hvort heldur er á fisk, fugl eða dýr. Hann á bát með vinum sínum og sonurinn veit ekkert skemmtilegra en sigla út á sjó með pabba sínum, hann ætlar að verða sjómaður þegar hann er orðinn stór. Meðan eiginmaðurinn er við veiðar nýt ég þess að fara í sund sem ég geri nær daglega og að lesa góðar bækur. Reyndar er ég mikill bókaormur, er fastagestur á Bókasafni Seltjarnarness og er líka dug leg að vera í leshringjum. Svo legg ég stund á heimspeki í fimm vikur á haustin með krökkunum sem ég var með í barna skóla. Við hittumst í gamla skólanum okkar, Laugalæk, og njótum handleiðslu bekkjar félaga okkar Jóns Thoroddsen heim- spekings. Þarna ræðum við tilgang lífsins, og leitum svara við spurningum eins og: Fylgir virðing valdi? Hvers vegna fylgir oft leynd valdi? Með hverju hugsum við? Hvar er ímyndunaraflið staðsett? – Einnig hittumt við stundum á kaffihúsum og ræðum undirbúnar „klípusögur“. Haustið er tíminn sem ég nýt best því ég er fædd í september, mánuðinum sem náttúran skartar sinni fegurstu litadýrð og uppskera sumarsins er færð í hús. Það allra skemmtilegasta sem ég er að gera þessa dagana fyrir utan að vera í Stjórnvísi, heim speki og Emblum er að vinna með vini mínum og viðskiptafélaga í nýstofnuðu fyrirtæki okkar. Mér finnst ég einstaklega heppin manneskja og legg mig fram við að lifa lífinu lifandi. Mitt mottó í lífinu er að skilja við fólk jákvæðara en ég kom að því.“ Nafn: Gunnhildur Arnardóttir Fæðingarstaður: Reykjavík, 21. september 1957 Foreldrar: Anna E. Elíasdóttir og Örn Gunnarsson Maki: Hafsteinn Jónsson Börn: Hrafnhildur, 34 ára, Berglind, 29 ára, og Hafsteinn Ernir, 13 ára Menntun: Lagði stund á stjórn mála­ fræði við HÍ og er með BSc og Master in Business Administration frá Háskólanum í Reykjavík. „Haustið er tíminn sem ég nýt best því ég er fædd í september, mánuðinum sem nátt- úran skartar sinni fegurstu lita dýrð og upp skera sumarsins er færð í hús.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.