Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Qupperneq 23

Frjáls verslun - 01.07.2010, Qupperneq 23
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 23 stafar af því að hann var einn af fram kvæmda stjórum í gamla Landsbanka Björgólfsfeðga. Hann var yfirmaður á alþjóða sviði Landsbankans, var yfir samrunum og yfirtökum og stýrði útrás bankans, kaupum á fyrirtækjum eins og Teather & Greenwood, Kepler og Merrion. Þá er því haldið fram að hann hafi verið einn af arki tektum Icesave­reikninganna ásamt Lárusi Welding, sem vann hjá Lands bank anum áður en hann réðst sem forstjóri til Glitnis. Framtakssjóðurinn kaupir Vestia á 19,5 milljarða króna. Það gæti þó breyst eitthvað við áreiðanleikakönnunina. Vestia er skuldlaust. En fyrirtækin sjö innan Vestia eru með vaxtaberandi skuldir upp á um 40 milljarða króna. Framtakssjóðurinn er óbeint ekki að borga nema 1,5 milljarða í pen ­ ingum til Landsbankans fyrir Vestia. Hann kaupir Vestia á 19,5 mill­ jarða og það hangir á sömu spýtunni að bankinn komi með 18 mill jarða hlutafé í Framtakssjóðinn og hlutafé hans fari í 60 mill jarða. Þá hefur verið gagnrýnt að þegar Framtakssjóður keypti Vestia af Lands bankanum hafi nægilegar upplýsingar ekki verið veittar og viðskiptin ekki verið nægilega gegnsæ. Þess utan hafi fyrirtækin ekki verið boðin út og auglýst til sölu. Framtakssjóðurinn er kjölfestufjárfestir í Icelandair Group á móti Íslandsbanka. Hann mun eiga þriðjung í fyrirtækinu. Leggur til um 3,7 til 3,9 milljarða í hlutafé á móti öðrum en hlutaféð verður um STEFNA FRAMTAKSSJÓÐSINS Framtakssjóðurinn mun taka þátt í að endurreisa ís lensk an hlutabréfamarkað með því að fjölga skráðum fél ög um sem eru í senn megnug til að hefja sókn í atvinnu málum og styrkja jafnframt atvinnuöryggi og skilvísi í viðskiptalífinu. Miðað er við að skráning fél aga á almennan hlutabréfamarkað verði sem fyrst að af lokinni endurskipulagningu rekstrarins og stefnt er að sölu félaga ekki síðar en 4-7 árum eftir einstaka fjár - festingu. Andvirði hverrar sölu verður greitt út til hlut hafa hlut fallslega en ekki endurfjárfest í FSÍ. Reiknað er með að starfstími sjóðsins geti orðið allt að 10 ár, með möguleika á framlengingu í tvö ár til viðbótar, og verður Framtakssjóðnum þá slitið. Megininntak hluthafastefnu sjóðsins er að Framtaks sjóð- urinn sé áhrifafagfjárfestasjóður sem hefur ásamt góðri arðsemi af hlutabréfaeign sinni það að markmiði að stuðla að vexti og viðgangi þeirra fyrirtækja sem hann fjárfestir í. ÁHERSLUR 1. Markmiðið með starfsemi Framtakssjóðsins er að ná góðri arðsemi á fjárframlög hluthafa. 2. Fjárfest er í starfandi fyrirtækjum sem eiga sér vænlegan rekstrar grundvöll. 3. Lágmarksfjárfesting er 200 milljónir kr. 4. Hámark í einstakri fjárfestingu er um 15% af hlutafjárloforðum hluthafa sjóðsins. 5. Hámark í einni atvinnugrein er 30% af hlutafjárloforðum hluthafa sjóðsins. 6. Hámark í fjárfestingu í öðrum sjóðum er 20% af hlutafé viðkomandi sjóða. 7. Fjárfesting er að jafnaði á bilinu 20-55% af hlutafé viðkomandi félags. 8. Stefnt er að skráningu félaga á hlutabréfamarkaði. 9. Stefnt er að sölu félaga eigi síðar en 4-7 árum eftir einstaka fjárfestingu. STJÓRN FRAMTAKSSJÓÐSINS Framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands er: Finnbogi Jónsson verkfræðingur STJÓRN FÉLAGSINS SKIPA EFTIRTALDIR: Ágúst Einarsson prófessor (stjórnarformaður). Ragnar Önundarson, varaformaður Lífeyrissjóðs verslunarmanna (varaformaður). Auður Finnbogadóttir framkvæmdastjóri. Baldur Þór Vilhjálmsson, forstöðumaður eignastýringar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Guðfinna S. Bjarnadóttir, fv. alþingismaður. Vilborg Lofts, rekstrarstjóri heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Þorkell Sigurlaugsson, frkv.stj. fjármála- og rekstrarsviðs Háskólans í Reykjavík. VARAMENN Í STJÓRN ERU: Helga Indriðadóttir, sérfræðingur hjá Almenna lífeyrissjóðnum. Kristján Örn Sigurðsson, frkv.stj. Sameinaða lífeyrissjóðsins. Ólafur Sigurðsson, frkv.stj. Stafa – lífeyrissjóðs. Sigurbjörn Sigurbjörnsson, frkv.stj. Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda. Í RÁÐGJAFARÁÐI ERU: Arnar Sigurmundsson, formaður ráðgjafaráðs Auður Hallgrímsdóttir Árni Guðmundsson Friðbert Traustason Guðmundur Þórhallsson Guðrún Erlingsdóttir Guðrún Guðmundsdóttir Gylfi Jónsson Halldór Kristinsson Haukur Hafsteinsson Hrafn Magnússon Jón G. Kristjánsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.