Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Síða 25

Frjáls verslun - 01.07.2010, Síða 25
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 25 Vodafone er stærsta fyrirtækið í Teymi og þar hefur framlegðin verið góð og reksturinn skilað vel af sér upp í fjármagn og afskriftir. Þarna eru sagðir góðir möguleikar og lítil áhætta fyrir Framtakssjóðinn. Flestir eru á því að Framtakssjóðurinn byrji á því að setja Hug­Ax inn í Skýrr og skrá fyrirtækið á markað. Þessi fyrirtæki hafa skilað ágætri framlegð. Mikil óvissa er hins vegar sögð í kringum EJS og spurning hvernig Framtakssjóðurinn tekur á því máli. Þar hafa verið erfiðleikar. Aðeins að öðru. Það er vitað að starfsmenn einstakra fyrirtækja innan Teymis­samstæðunnar vildu kaupa viðkomandi fyrirtæki áður en þeim var skellt inn í Skýrr eftir hrunið. Yfirmenn Vestia voru á þeim tíma ekki tilbúnir að gefa slíkum hugmyndum gaum. Vitað er t.d. að starfsfólk í Hug­Ax vildi kaupa það fyrirtæki á verði sem samkvæmt upplýsingum blaðsins var mjög viðunandi, jafn vel svo að menn væru að teygja sig til hins ýtrasta. Nú heyrast sögusagnir af því að verðmat á t.d. Hug­Ax inn í Vestia, nú þegar Framtakssjóðurinn er að kaupa, sé miklu lægra en það verð sem starfsmenn vildu greiða á sínum tíma. Ef svo er, þá bendir það nú til þess að Framtakssjóðurinn sé að gera vel – að minnsta kosti varð andi kaupin á Hug­Ax. Húsasmiðjan og Plastprent eru eiginlega aukastærðir í Vestia­kaup­ unum. Húsasmiðjan er í grunninn gott fyrirtæki og það verður alltaf þörf fyrir viðhald húsa þótt nýbyggingar séu ekki fyrirsjáanlegar á næstu tveimur til þremur árum. En hvers vegna er Framtakssjóður að taka Húsasmiðjuna yfir? Búið var að afskrifa skuldir þar áður en fyrirtækið var sett inn í Vestia. Hvers vegna ekki hringt í Bauhaus? Hvers vegna auglýsti Landsbankinn verslanirnar ekki bara til sölu? Eða hvers vegna hringdi hann ekki út í þá Bauhaus­menn og bauð þeim verslunina til kaups svo þeir gætu stytt sér leið inn á íslenskan bygg ­ ingarmarkað? Kannski það símtal hafi átt sér stað! Annað eins er nú hringt. Ekki kæmi á óvart þótt Framtakssjóðurinn kannaði áhuga Bauhausmanna. Það er kannski ekki ástæða til að eyða löngum tíma í Plastprent. Þetta er traust iðnfyrirtæki í plastiðnaði. Og það verður alltaf þörf fyrir plast og vörur Plastprents. Að vísu er hægt að flytja þær inn líka. En Plastprent skuldar of mikið og þar þarf að ná skuldum niður. Á markaðnum er staðan núna sú að fjárfestar hafa engan áhuga á að kaupa fyrirtæki með þeim skuldaklafa sem á þeim hvílir. Fjár festarnir segja að bankarnir verði fyrst að afskrifa skuldir þeirra fyrirtækja sem þeir hafa tekið yfir svo einhverjir hafi áhuga á að kaupa þau. Bent hefur verið á að þegar Japanir lentu í sinni krísu upp úr 1990 hafi mestu mistökin verið þau að bankarnir voru mjög tregir til að skola skuldunum út úr fyrirtækjunum svo þau gætu byrjað upp á ICELANDIC GROUP Á HLUTA- BÉFAMARKAÐ Ætlunin er að skrá Icelandic Group á hlutabréfamarkað. Framtakssjóðurinn mun beita sér fyrir skráninguni á næstu 18 til 24 mánuðum háð markaðsaðstæðum. „Í ljósi víðtækrar alþjóðlegrar starfsemi Icelandic Group og áhuga alþjóðlegra fjárfesta á félaginu verða kannaðir kostir tvö faldrar kauphallarskráningar, það er, að hlutabréf félagsins verði skráð í tveimur kauphöllum, bæði hér og erlendis,“ segir í tilkynningu. „Til að breikka hluthafahópinn gerir Framtakssjóðurinn ráð fyrir að bjóða öðrum langtíma fjárfestum að kaupa allt að 35% hlut í félaginu á næstu mánuðum. Að mati Framtakssjóðsins mun samstarf við langtíma fagfjárfesta með áhuga og áherslu á sjávarafurðir auðvelda kauphallarskráningu félagsins og skapa því tryggari framtíð.“ Icelandic Group hét áður Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Hagnaður Icelandic Group af reglulegri starfsemi fyrir skatta var rúmir tveir milljarðar króna á fyrri hluta þessa árs. Rekstrarhagnaður jókst um 20 prósent og var 4,1 milljarður kr. Hagnaður fyrir skatta jókst um 135 prósent milli ára á fyrri helming þessa árs þrátt fyrir að árið 2009 væri besta ár í sögu félagsins. Icelandic Group er alþjóðlegt sjávarútvegsfyrirtæki og eitt það stærsta sinnar tegundar í heiminum. Um 35% af íslenskum sjávarafurðum eru seld af Icelandic. Ekki er ólíklegt að verðmiðinn á Högum (10- 11 er komið út) gæti legið í kringum 12 til 15 milljarða króna í mesta lagi. Hagar hafa verið að skila hagnaði upp á um 700 milljónir til einn milljarð á undanförnum árum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.