Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.07.2010, Blaðsíða 26
26 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 1. Framtakssjóðurinn miðar við EBITDA í Vestia-kaupunum upp á um 5,0 sem mörg- um þykir hátt verð við þessar að stæður. Telja margir að nær væri að miða við EBITDA -margfaldara upp á 4,0 við verð mat á fyrir- tækj unum. 2. Kaupverðið á Vestia er 19,5 milljarðar. Auk þess skulda fyrirtækin sjö um 40 milljarða. Þetta er 60 milljarða pakki. Framtakssjóðurinn miðar við að EBITDA margfaldarinn sé 5,0. Það þýðir að sjóðurinn gerir ráð fyrir að hagnaður fyrir vexti, skatta og afskriftir sé um 12 milljarðar á ári hjá fyrirtækjunum. 3. Icelandic Group hefur ekki skilað miklum hagnaði undanfarin ár. Hagnaður Icelandic á þessu ári hefur braggast og var hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta rúmir tveir milljarðar króna á fyrri hluta þessa árs. Um 35% af útflutningi sjávarafurða Íslendinga fer í gegnum Icelandic og á meðan það veiðist fiskur í sjó við Ísland þá á þetta fyrirtæki framtíð fyrir sér en það veltir um 150 milljörðum á ári og skuldar um 25 milljarða króna. 4. Vodafone er talin góð fjárfesting og hefur skilað ágætri framlegð undanfarin ár. Ekki er talin hætta á að þessi fjárfesting mistakist – svo ekki sé talað um að búið var að afskrifa stórfé hjá Teymi áður en félagið var sett inn í Vestia. 5. Kaupin á Vestia eru í áreiðanleika- könnun og þar af leiðandi ekki frágengin. Verðið gæti lækkað og hætt gæti verið við kaupin í heild sinni eða ákveðin félög færð aftur inn í bankann. 6. Fyrirtæki Framtakssjóðsins velta 300 milljörðum króna og hafa átta þúsund starfsmenn innan sinna vébanda. 7. Vestia-fyrirtækin velta um 200 mill- jörðum króna á ári. Skiptist það þannig að Icelandic veltir 150 milljörðum, Teymi 40 milljörðum (Vodafone, Skýrr, EJS og HugurAx), Húsasmiðjan um 12 milljörðum og Plastprent veltir um 1,5 milljörðum. 8. Vestia er skuldlaust fyrirtæki. En fél ögin sjö undir hatti þess skulda um 40 mill- jarða króna í vaxtaberandi skuldir. 9. Landsbankinn afskrifaði hátt í 30 milljarða af skuldum Teymis og breytti í hlutafé áður en félagið var sett inn í Vestia. Teymi skuldaði í bankahruninu yfir 42 milljarða en skuldirnar eru núna í kringum 10 mill jarðar. 10. Kaup Framtakssjóðsins á Vestia snúast fyrst og fremst um Icelandic Group og Teymi (Vodafone, Skýrr, HugarAx og EJS). Þar er veltan mest og skuldirnar mestar. Icelandic Group skuldar 25 milljarða og Teymi um 12 milljarða. Húsasmiðjan skuldar um þrjá milljarða. 11. Húsasmiðjan lenti í skuldavandræðum eftir skuldsetta yfirtöku Pálma í Fons og við ekkert varð ráðið. Í eðli sínu er alltaf þörf fyrir viðhald hús næðis og byggingar. En spurt er: Hvers vegna eru verslanir Húsasmiðjunnar ekki seldar? 12. Framtakssjóðurinn á 100% í Icelandic Group, 60% í Teymi (m.a. á móti lífeyris- sjóðum) og 100% í Húsasmiðjunni og Plastprenti. 13. Framtakssjóðurinn eignaðist í júní sl. 32% í Icelandair Group fyrir 3,0 milljarða króna. Hlutafé félagsins var aukið úr 1 milljarði króna að nafnverði í 4 milljarða kr. að nafnverði. Það verður aukið síðar á árinu um 1 milljarð og gerir sjóðurinn ráð fyrir að kaupa hlutafé fyrir 300 milljónir að nafnverði til viðbótar á genginu 2,5 fyrir samtals 750 milljónir króna. Nafnverð hlutafjár í Icelandair verður 5,0 milljarðar króna í lok ársins en söluverð þess fjár er um 12,5 milljarðar króna. Nota á féð til að lækka skuldir um 10 milljarða. 14. Icelandair Group tapaði miklu fé á árunum 2008 og 2009, mest vegna brúttó- skulda sem námu um 74 milljörðum í lok ársins 2009. Nettó-skuldir Icelandair við kaup Framtakssjóðsins í félaginu voru um 40 milljarðar króna. Síðan hafa þær verið lækk aðar niður í 30 milljarða (Íslandsbanki tók bæði eignir og skuldir út). Loks á að nota nýtt hlutafé til að koma vaxtaberandi skuld um Icelandair niður í 20 milljarða króna. TÖLURNAR Á BAK VIÐ KAUPIN nýtt. Fyrir vikið hafi skuldirnar þvælst fyrir í pípunum og staðið í vegi fyrir vexti og samkeppnishæfni fyrirtækjanna. En hvernig ætlar Framtakssjóðurinn út úr sínum fjárfestingum eftir fjögur til sjö ár? Það er augljóst að horft er til hlutabréfamarkaðarins og örugglega reynt að draga erlenda fjárfesta að borðinu til að kaupa. Eitt er víst að Framtakssjóðurinn verður leystur upp innan sjö ára en eftir að hámarki tíu ár. Hann er samlagshlutafélag og verður eign­ unum þá skipt upp til eigenda hans í réttum hlutföllum. Umræður um Framtakssjóðinn og Vestia hafa ratað inn á Alþingi þar sem Óli Björn Kárason þingmaður gagnrýndi mjög vinnu brögðin við söluna á Vestia. Til þess var þá tekið hve varfærinn fjár málaráðherra var í svörum, hann nánast leiddi málið hjá sér. En Óli Björn var ekki að skafa af því og sagði að Landsbankinn hefði gengið gegn öllum verk lags reglum sínum og brotið gegn loforði um jafn ræði í við skipt­ um með yfirtekin félög. Þá hafa hagsmunasamtök og keppinautar tjáð sig og spurt þeirrar eðlilegu spurningar hvort það sé sanngjarnt að lífeyrissjóðirnir séu komnir í samkeppnisrekstur. Hvað um það. Er betra fyrir viðskiptalífið að þessi fyrirtæki séu í eigu lífeyrissjóðanna en Landsbankans? Það hlýtur að vera skárra. Það er óþolandi að hafa þessi fyrirtæki á beinni bankalínu inn í bank ana. Framtakssjóðurinn lýtur öðrum lögmálum en bankarnir og það hlýtur að vera betra fyrir keppinautana. Þetta er eldfimt mál og viðkvæmt. KAUPIN Á VESTIA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.