Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2010, Síða 28

Frjáls verslun - 01.07.2010, Síða 28
28 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 1 0 eingöngu að horfa á ávöxtun. Það væri ekki hlutverk lífeyrissjóða að endurreisa atvinnulíf. Finnbogi svaraði því til að Framtaks­ sjóð urinn horfði fyrst og fremst á ávöxtun. „Krafa okkar er sú að við skilum að minnsta kosti sömu ávöxtun og lífeyris sjóð irnir ná á öðrum vettvangi að jafnaði. En við höfum metnað til að gera betur og við verð um á endanum dæmdir út frá þeirri arðsemi sem við náum.“ Hann bætti því við að lífeyrissjóðirnir hefðu tapað verulegu fé í hruni bankanna og freistuðu þess að endurheimta glataða ávöxtun vegna hrunsins. Margir fundar­ menn túlkuðu þetta á þá leið að verið væri að henda góðu fé á eftir slæmu. Finnbogi sagði að það hefði ekki verið Framtakssjóðurinn sem ákvað hvaða fyrirtæki lifðu því bankarnir hefðu verið búnir að taka þá ákvörðun. „Framtaks sjóð­ urinn er að nýta sér kaup tækifæri til að ávaxta fé sitt og styðja atvinnulífið undir óvenju legum aðstæðum.“ HELSTA GAGNRÝNIN Á FRAM TAKSSJÓÐINN Á FUNDINUM Á fundi Samtaka verslunar og þjónustu kom fram gagnrýni á Fram takssjóðinn með ýmsum hætti. Hún kristallast einna helst í þessum atriðum. 1. Mikil áhætta með sparnað lífeyris- þega. Hlutabréf séu áhættu fjár festing. Frekar eigi að fjárfesta í skulda bréfum. 2. Stór fjárfestir á markaðnum sem líkist nýrri valdablokk í áhrifum og eignum í fyrirtækjum á næstu árum. Mikil völd og áhrif fylgja svo miklu fjármagni Fram takssjóðsins. 3. Að Framtakssjóðurinn greiði of hátt verð fyrir fjárfestingar sínar miðað við aðstæður í þjóðfélaginu. 4. Að hann láti Landsbankann nota sig og byrðum bankans vegna þessara fyrir tækja sé velt yfir á sjóðinn. 5. Keppi við eigin sjóðfélaga í sam- keppnis fyrirtækjum, líkt og Frosti Bergs son í Opnum kerfum og Jón Helgi Guð mundsson í Byko hafa bent á – og muni líklega setja viðbótarfé í þessi fyrirtæki til að halda þeim gangandi ef allt fer á versta veg í rekstri þeirra. Fyrirtækin í eigu Framtakssjóðsins séu þess utan komin með bakhjarl sem styðji þau í markaðssókn gegn keppinautunum sem fái engar afskriftir af sínum skuldum. 6. Að kaupin á Vestia séu ekki nægilega gagnsæ og ekki hafi verið upplýst hversu miklar skuldir Icelandic, Voda fone, Skýrr, Húsasmiðjunnar og Plast prents fylgi með í kaupunum. 7. Að lífeyrissjóðirnir séu að láta undan pólitískum þrýstingi með því að kaupa stærstu fyrirtækin. 8. Að Framtakssjóðurinn haldi sig í kaup unum á Vestia við EBITDA margfaldara upp á 5,0 sem þyki of hátt miðað við markaðsaðstæður. EBITDA er hagnaður fyrir fjármagnskostnað, skatta og af skriftir. 9. Að hagkvæmara hefði verið að kaupa fyrirtækin í opnu útboði bankans. Á móti kemur að bankinn hefði eflaust áskilið sér rétt til að hafna öllum til boðum og væntanlega ekki selt nema vera sáttur við verðið. En gleymum því ekki að það var viss pressa á bank anum að koma Vestia út úr reikningum bankans. 10. Að Framtakssjóðurinn leggi meiri á herslu á að endurreisa atvinnulífið en að ávaxta féð. 11. Að það hafi verið ósiðlegt af Lands bankanum að auglýsa ekki fyrirtækin í stað þess að semja á bak við tjöldin við Framtakssjóðinn einan um kaupin. Það er raunar gagnrýni á bankann frekar en sjóðinn. 12. Að Framtakssjóðurinn verði valdablokk sem „enginn eigi“ og stjórnendur sjóðs ins verði fyrir vikið með öll völd og áhrif. Sextán lífeyrissjóðir með 64% af líf eyriseign landsmanna eru eigendurnir ásamt ríkisbankanum Landsbankanum. Rifjað var upp að sparisjóðirnir hefðu átt sig sjálfir og að Pétur Blöndal hefði nefnt það fyrirkomulag „fé án hirðis“ og það hefði gefið stjórnendum sparisjóða á landinu völd og áhrif. Enginn er að höndla með sína eigin peninga. 13. Að Framtakssjóðurinn fái fyrirtæki þar sem hluti af skuldum hefur verið af skrifaður og þau komi tvíefld til leiks á meðan keppinautar þeirra reyna að standa við skuldbindingar sínar og fá engar afskriftir hjá bönkum vegna þess að þeir geta og vilja enn greiða af sín- um lánum. KAUPIN Á VESTIA Hallbjörn Karlsson. Matthías Imsland, forstjóri Iceland Ex press.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.